Lífið

Þórólfur segist hafa elst um 15 ár 2020

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Vísir

„2 0 2 0 drífðu þig út,“ syngja þeir félagar í hljómsveitinni Vinum og vandamönnum í nýju lagi og myndbandi þar sem árið 2020 er gert upp og nýtt ár, 2021, er kallað til leiks. „2 0 2 0 hvað varst þú að spá?“ syngja þeir enn fremur og „2 0 2 1 drífðu þig inn.“

Ljóst er að sérlega mikið hefur mætt á að minnsta kosti einum liðsmanni sveitarinnar, Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. „Já ég hef elst um meira en 15 ár,“ syngur Þórólfur á einum stað í laginu en auk Þórólfs skipa sveitina þeir Birgir Hrafn Hafsteinsson, Gísli Helgason, Hafsteinn Guðfinnsson, Hafsteinn Þórólfsson, Ólafur Ástgeirsson og Leifur Geir Hafsteinsson sem jafnframt semur lag og texta.

„Tónlist á að vera skemmtileg og hún þarf sem betur fer ekki alltaf að vera háalvarleg eða djúphugsuð til að ná því marki sínu, mestu skiptir að hún sé tær og trú tilgangi sínum,“ skrifar Leifur Geir í færslu á Facebook þar sem hann deilir laginu um leið og hann sendir ósk um gleðilegt nýtt ár fyrir hönd sveitarinnar.

Donald Trump, KR og Liverpool, rauðvín og súkkulaði og Boeing Max og bóluefni eru meðal þess sem kemur við sögu í laginu. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×