Innlent

Slökkvilið kallað út að leikskóla í Grafarholti

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld.

Kveikt var í ruslatunnu við leikskólann Maríuborg í Grafarholti seint í kvöld. Slökkvilið var kallað út skömmu eftir klukkan ellefu en atvikið reyndist minniháttar.

Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að logað hafi vel í tunnunni þegar slökkvilið bar að garði og reykur hafi borist inn í leikskólann svo viðvörunarkerfi fór í gang. 

Ekkert tjón hafi þó orðið og vinnu slökkviliðs lokið fljótt á vettvangi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×