Rússar viðurkenna að mun fleiri séu látnir en áður var haldið fram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 23:09 Tatiana Golikova, varaforsætisráðherra Rússlands, greindi frá því að aukinn fjölda dauðsfalla í landinu á þessu ári samanborið við síðasta ár megi að miklu leyti rekja til covid-19. EPA/SPUTNIK/ALEXANDER ASTAFYEV Rússar hafa viðurkennt að fjöldi látinna af völdum covid-19 í landinu sé sá þriðji mesti í heiminum. Yfir 186 þúsund Rússar hafa látist úr sjúkdómnum, sem eru þrisvar sinnum fleiri en áður hafði verið greint frá. Í nokkra mánuði hefur Vladimir Putin Rússlandsforseta verið tíðrætt um það hve lág dánartíðnin af völdum covid-19 hafi verið í landinu. Fyrr í þessum mánuði hélt hann því til að mynda fram að Rússum hafi tekist betur til en vestrænum ríkjum við að ná stjórn á faraldrinum að því er segir í umfjöllun Guardian. En síðan á fyrri stigum faraldursins hafa sérfræðingar lýst efasendum um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem komið hafa frá þarlendum stjórnvöldum, sem hafi reynt að gera minn úr alvarleika faraldursins í Rússlandi. Í dag viðurkenndu rússneskir embættismenn að það væri rétt að staðan væri mun alvarlegri en áður hafi verið haldið fram. Að sögn Rosstat-tölfræðistofnunarinnar hafði tala látinna í landinu, óháð dánarorsök, á tímabilinu janúar til nóvember hækkað um 229.700 milli ára. „Yfir 81% af þessari aukningu er tilkomin vegna covid,“ er haft eftir Tatiönu Golikovu, varaforsætisráðherra. Það þýðir að yfir 186 þúsund Rússar hafa látist úr covid-19, en ekki rúmlega 55 þúsund líkt og fyrri tölur sögðu til um. Rússnesk heilbrigðisyfirvöld höfðu skráð yfir þrjár milljónir tilfelli staðfestra smita síðan við upphaf faraldursins sem setur Rússland í fjórða sæti yfir þau ríki þar sem flest tilfelli hafa verið staðfest. Aftur á móti höfðu aðeins verið skráð rúmlega 55 þúsund dauðsföll, sem benti til þess að dánartíðni væri töluvert lægri en í öðrum ríkjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Þá hafa Rússar sætt gagnrýni fyrir að telja aðeins dauðsföll, sem staðfest hafa verið með krufningu, sem dauðsföll af völdum covid-19. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Í nokkra mánuði hefur Vladimir Putin Rússlandsforseta verið tíðrætt um það hve lág dánartíðnin af völdum covid-19 hafi verið í landinu. Fyrr í þessum mánuði hélt hann því til að mynda fram að Rússum hafi tekist betur til en vestrænum ríkjum við að ná stjórn á faraldrinum að því er segir í umfjöllun Guardian. En síðan á fyrri stigum faraldursins hafa sérfræðingar lýst efasendum um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem komið hafa frá þarlendum stjórnvöldum, sem hafi reynt að gera minn úr alvarleika faraldursins í Rússlandi. Í dag viðurkenndu rússneskir embættismenn að það væri rétt að staðan væri mun alvarlegri en áður hafi verið haldið fram. Að sögn Rosstat-tölfræðistofnunarinnar hafði tala látinna í landinu, óháð dánarorsök, á tímabilinu janúar til nóvember hækkað um 229.700 milli ára. „Yfir 81% af þessari aukningu er tilkomin vegna covid,“ er haft eftir Tatiönu Golikovu, varaforsætisráðherra. Það þýðir að yfir 186 þúsund Rússar hafa látist úr covid-19, en ekki rúmlega 55 þúsund líkt og fyrri tölur sögðu til um. Rússnesk heilbrigðisyfirvöld höfðu skráð yfir þrjár milljónir tilfelli staðfestra smita síðan við upphaf faraldursins sem setur Rússland í fjórða sæti yfir þau ríki þar sem flest tilfelli hafa verið staðfest. Aftur á móti höfðu aðeins verið skráð rúmlega 55 þúsund dauðsföll, sem benti til þess að dánartíðni væri töluvert lægri en í öðrum ríkjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Þá hafa Rússar sætt gagnrýni fyrir að telja aðeins dauðsföll, sem staðfest hafa verið með krufningu, sem dauðsföll af völdum covid-19.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira