Rússar viðurkenna að mun fleiri séu látnir en áður var haldið fram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 23:09 Tatiana Golikova, varaforsætisráðherra Rússlands, greindi frá því að aukinn fjölda dauðsfalla í landinu á þessu ári samanborið við síðasta ár megi að miklu leyti rekja til covid-19. EPA/SPUTNIK/ALEXANDER ASTAFYEV Rússar hafa viðurkennt að fjöldi látinna af völdum covid-19 í landinu sé sá þriðji mesti í heiminum. Yfir 186 þúsund Rússar hafa látist úr sjúkdómnum, sem eru þrisvar sinnum fleiri en áður hafði verið greint frá. Í nokkra mánuði hefur Vladimir Putin Rússlandsforseta verið tíðrætt um það hve lág dánartíðnin af völdum covid-19 hafi verið í landinu. Fyrr í þessum mánuði hélt hann því til að mynda fram að Rússum hafi tekist betur til en vestrænum ríkjum við að ná stjórn á faraldrinum að því er segir í umfjöllun Guardian. En síðan á fyrri stigum faraldursins hafa sérfræðingar lýst efasendum um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem komið hafa frá þarlendum stjórnvöldum, sem hafi reynt að gera minn úr alvarleika faraldursins í Rússlandi. Í dag viðurkenndu rússneskir embættismenn að það væri rétt að staðan væri mun alvarlegri en áður hafi verið haldið fram. Að sögn Rosstat-tölfræðistofnunarinnar hafði tala látinna í landinu, óháð dánarorsök, á tímabilinu janúar til nóvember hækkað um 229.700 milli ára. „Yfir 81% af þessari aukningu er tilkomin vegna covid,“ er haft eftir Tatiönu Golikovu, varaforsætisráðherra. Það þýðir að yfir 186 þúsund Rússar hafa látist úr covid-19, en ekki rúmlega 55 þúsund líkt og fyrri tölur sögðu til um. Rússnesk heilbrigðisyfirvöld höfðu skráð yfir þrjár milljónir tilfelli staðfestra smita síðan við upphaf faraldursins sem setur Rússland í fjórða sæti yfir þau ríki þar sem flest tilfelli hafa verið staðfest. Aftur á móti höfðu aðeins verið skráð rúmlega 55 þúsund dauðsföll, sem benti til þess að dánartíðni væri töluvert lægri en í öðrum ríkjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Þá hafa Rússar sætt gagnrýni fyrir að telja aðeins dauðsföll, sem staðfest hafa verið með krufningu, sem dauðsföll af völdum covid-19. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Í nokkra mánuði hefur Vladimir Putin Rússlandsforseta verið tíðrætt um það hve lág dánartíðnin af völdum covid-19 hafi verið í landinu. Fyrr í þessum mánuði hélt hann því til að mynda fram að Rússum hafi tekist betur til en vestrænum ríkjum við að ná stjórn á faraldrinum að því er segir í umfjöllun Guardian. En síðan á fyrri stigum faraldursins hafa sérfræðingar lýst efasendum um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem komið hafa frá þarlendum stjórnvöldum, sem hafi reynt að gera minn úr alvarleika faraldursins í Rússlandi. Í dag viðurkenndu rússneskir embættismenn að það væri rétt að staðan væri mun alvarlegri en áður hafi verið haldið fram. Að sögn Rosstat-tölfræðistofnunarinnar hafði tala látinna í landinu, óháð dánarorsök, á tímabilinu janúar til nóvember hækkað um 229.700 milli ára. „Yfir 81% af þessari aukningu er tilkomin vegna covid,“ er haft eftir Tatiönu Golikovu, varaforsætisráðherra. Það þýðir að yfir 186 þúsund Rússar hafa látist úr covid-19, en ekki rúmlega 55 þúsund líkt og fyrri tölur sögðu til um. Rússnesk heilbrigðisyfirvöld höfðu skráð yfir þrjár milljónir tilfelli staðfestra smita síðan við upphaf faraldursins sem setur Rússland í fjórða sæti yfir þau ríki þar sem flest tilfelli hafa verið staðfest. Aftur á móti höfðu aðeins verið skráð rúmlega 55 þúsund dauðsföll, sem benti til þess að dánartíðni væri töluvert lægri en í öðrum ríkjum sem hafa orðið illa úti í faraldrinum. Þá hafa Rússar sætt gagnrýni fyrir að telja aðeins dauðsföll, sem staðfest hafa verið með krufningu, sem dauðsföll af völdum covid-19.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent