„Viðræðurnar við Rúnar og Heimi virðast hafa verið leikþáttur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2020 14:42 Strákarnir í Sportinu í dag segja að Arnar Þór Viðarsson hafi alltaf verið fyrsti kostur Guðna Bergssonar í starf landsliðsþjálfara. vísir/vilhelm Henry Birgi Gunnarssyni finnst skrítið að Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hafi rætt við aðra þjálfara þegar hann virtist hafa ákveðið snemma að Arnar Þór Viðarsson myndi taka við íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari 22. desember. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Á blaðamannafundinum þegar Arnar og Eiður voru kynntir til leiks sagðist Guðni hafa talað við fleiri þjálfara í ráðningarferlinu, meðal annars Rúnar Kristinsson, Heimi Guðjónsson og þrjá erlenda þjálfara. Henry Birgir furðar sig á því að Guðni hafi rætt við umrædda þjálfara þegar Arnar virðist alltaf hafa verið fyrsti kostur í starf landsliðsþjálfara. „Svo voru við tekin viðtöl við Rúnar og Heimi og miðað við það sem maður hefur heyrt virðist það bara hafa verið einhver leikþáttur. Það hafi verið búið að ákveða að ráða Arnar og Eið og menn hafi verið kallaðir á fund að tilefnislausu,“ sagði Henry Birgir í Sportinu í dag. Hann hefði viljað sjá Guðna lýsa því yfir að Arnar og Eiður hefðu verið hans menn allt frá upphafi. „Guðni ræður þessu að mestu leyti, hver verður næsti landsliðsþjálfari. Ef hann vill setja eggin sín í þessa körfu og trúir því staðfastlega að þetta sé réttasta og besta teymið fyrir landsliðið, þá vil ég bara sjá hann standa í lappirnar og bakka það upp frá fyrsta degi. Ef þetta voru hans menn frá degi eitt átti hann bara að segja það, treysta þeim og styðja þá og ekki vera með einhvern leikþátt og taka aðra menn í viðtöl bara til að halda meintri umræðu góðri,“ sagði Henry Birgir. Ríkharð Óskar Guðnason, sem greindi fyrstur frá því að Arnar og Eiður myndu taka við landsliðinu, tók í sama streng og Henry Birgir. „Ég spurði ykkur fyrir nokkru síðan hvort það væri búið að ráða hann fyrir löngu. Á tímabili voru hvorki Rúnar Kristinsson né Heimir Guðjónsson búnir að fá símtal. Þá var byrjað að tala um að Arnar og Eiður yrðu landsliðsþjálfarar,“ sagði Ríkharð. „Þetta var greinilega planað frá degi eitt. Og ef það hefði verið þannig hefði það verið allt í góðu. Guðni hefði bara átt að segja það strax: þetta eru mínir fyrstu kostir, þeir eru klárir í þetta og ég þarf ekki að tala við fleiri.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari 22. desember. Honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Á blaðamannafundinum þegar Arnar og Eiður voru kynntir til leiks sagðist Guðni hafa talað við fleiri þjálfara í ráðningarferlinu, meðal annars Rúnar Kristinsson, Heimi Guðjónsson og þrjá erlenda þjálfara. Henry Birgir furðar sig á því að Guðni hafi rætt við umrædda þjálfara þegar Arnar virðist alltaf hafa verið fyrsti kostur í starf landsliðsþjálfara. „Svo voru við tekin viðtöl við Rúnar og Heimi og miðað við það sem maður hefur heyrt virðist það bara hafa verið einhver leikþáttur. Það hafi verið búið að ákveða að ráða Arnar og Eið og menn hafi verið kallaðir á fund að tilefnislausu,“ sagði Henry Birgir í Sportinu í dag. Hann hefði viljað sjá Guðna lýsa því yfir að Arnar og Eiður hefðu verið hans menn allt frá upphafi. „Guðni ræður þessu að mestu leyti, hver verður næsti landsliðsþjálfari. Ef hann vill setja eggin sín í þessa körfu og trúir því staðfastlega að þetta sé réttasta og besta teymið fyrir landsliðið, þá vil ég bara sjá hann standa í lappirnar og bakka það upp frá fyrsta degi. Ef þetta voru hans menn frá degi eitt átti hann bara að segja það, treysta þeim og styðja þá og ekki vera með einhvern leikþátt og taka aðra menn í viðtöl bara til að halda meintri umræðu góðri,“ sagði Henry Birgir. Ríkharð Óskar Guðnason, sem greindi fyrstur frá því að Arnar og Eiður myndu taka við landsliðinu, tók í sama streng og Henry Birgir. „Ég spurði ykkur fyrir nokkru síðan hvort það væri búið að ráða hann fyrir löngu. Á tímabili voru hvorki Rúnar Kristinsson né Heimir Guðjónsson búnir að fá símtal. Þá var byrjað að tala um að Arnar og Eiður yrðu landsliðsþjálfarar,“ sagði Ríkharð. „Þetta var greinilega planað frá degi eitt. Og ef það hefði verið þannig hefði það verið allt í góðu. Guðni hefði bara átt að segja það strax: þetta eru mínir fyrstu kostir, þeir eru klárir í þetta og ég þarf ekki að tala við fleiri.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
KSÍ HM 2022 í Katar Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira