Erlent

Rúm­lega milljón manns nú greinst smitaðir í Suður-Afríku

Atli Ísleifsson skrifar
Búist er við því að forseti Suður-Afríku kynni síðar í gær hertar sóttvarnareglur til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.
Búist er við því að forseti Suður-Afríku kynni síðar í gær hertar sóttvarnareglur til að reyna að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Getty

Suður-Afríka hefur náð þeim vafasama áfanga að verða fyrsta landið í Afríku þar sem smitaðir af völdum Covid-19 eru fleiri en ein milljón.

Faraldurinn virðist á uppleið í landinu og fyrir nokkrum dögum var staðfest að nýja afbrigðið af veirunni sem fyrst uppgötvaðist í Bretlandi hefði náð að skjóta rótum í Suður-Afríku.

Á sumum stöðum fjölgar nú spítalainnlögnum mjög og eru sumir spítalar komnir að þolmörkum.

Búist er við því að Cyril Ramaphosa, forseti landsins, kynni síðar í gær hertar sóttvarnareglur til að reyna að stemma stigu við faraldrinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×