Fótbolti

Fyrrum landsliðsfyrirliði Rússlands dæmdur til samfélagsþjónustu

Ísak Hallmundarson skrifar
Shirokov hefur verið dæmdur fyrir grófa líkamsárás.
Shirokov hefur verið dæmdur fyrir grófa líkamsárás. getty/Sefa Karacan

Roman Shirokov, fyrrum fótboltamaður og landsliðsmaður Rússlands, hefur verið dæmdur til hundrað klukkustunda samfélagsþjónustu fyrir að ráðast á dómara.

Shirokov kýldi dómarann í andlitið og sparkaði síðan í höfuðið á honum þegar hann lá á jörðinni, með þeim afleiðingum að hann þurfti að fara á spítala. Atvikið átti sér stað í ágúst í leik í utandeildinni í Rússlandi.

Ákæruvaldið fór fram á eins árs og tíu mánaða fangelsisdóm en Shirokov slapp með hundrað klukkustunda samfélagsþjónustu. Reuters greinir frá.

Shirokov lék með mörgum af stærstu liðum Rússlands, Zenit, CSKA, Spartak Moskvu og Rubin Kazan. Þá var hann um tíma fyrirliði rússneska landsliðsins.

Fréttin hefur verið leiðrétt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×