Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. desember 2020 11:37 Þórólfur telur ekki rétt að umleitanir við bóluefnaframleiðandann Pfizer hafi verið hugmynd Kára. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. „Ég sendi Pfizer skeyti 15. desember þar sem að ég viðraði þá hugmynd að Ísland yrði rannsóknarsetur fyrir fasa fjögur rannsókn. Þar sem við myndum bólusetja nánast alla þjóðina og afla nauðsynlegra upplýsinga,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Hér væru innviðir mjög sterkir og góðir og við gætum í raun og veru aflað allra þeirra upplýsinga sem hægt væri. Þeir hafa tekið þetta til skoðunar,“ segir hann. Hann telur ekki rétt að þetta hafi verið hugmynd Kára. Kári sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hafi átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. „Þannig að það er ekki rétt sem kemur fram í viðtölum við Kára að þetta sé hugmynd forstjóra fyrirtækisins. Ég held að það verði að skrifast á mig,“ segir Þórólfur. Hugmyndin er enn til skoðunar hjá Pfizer. Þórólfur segir hins vegar að Kári hafi verið duglegur við að beita sínum áhrifum við að fá bóluefni til landsins. „Kári hefur hins vegar verið mjög duglegur við að beita sínum áhrifum við að fá bóluefni hingað til lands. En ég held að það sé rétt að halda þessum staðreyndum til haga,“ segir Þórólfur. „Ég er ekki viss að þetta eigi allt heima í fjölmiðlum“ Hann segir að eins og staðan er núna séu engar umræður um slíkt rannsóknarsetur í gangi við aðra bóluefnaframleiðendur. „Nei, ekki eins og staðan er núna varðandi þetta. en það gæti alveg komið til greina þegar önnur bóluefni eru búin að fá markaðsleyfi,“ segir Þórólfur. Tíu þúsund skammtar koma hingað til lands 28. desember næstkomandi en fram til marsmánaðar munu berast alls fimmtíu þúsund bóluefnaskammtar hingað til lands. Finnst þér óþægilegt að hann sé að grípa svona inn í? „Nei alls ekki. Hann er náttúrulega mjög fylginn sér og duglegur en ég hefði kosið að þetta væri ekki svona í fjölmiðlunum. Ég held það væri fínt að þetta kæmi fram þegar við erum með eitthvað í hendi varðandi þessar umleitanir,“ segir Þórólfur. „Ég er ekki viss að þetta eigi allt heima í fjölmiðlum fyrr en maður getur sagt frá einhverju sem er handfast. Þess vegna hef ég ekki verið að koma með mína aðkomu og mitt bréf til Pfizer fram í fjölmiðlum en ég sé mig tilneyddan til að gera það núna í ljósi þessara frétta sem eru í gangi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44 Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14 Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Ég sendi Pfizer skeyti 15. desember þar sem að ég viðraði þá hugmynd að Ísland yrði rannsóknarsetur fyrir fasa fjögur rannsókn. Þar sem við myndum bólusetja nánast alla þjóðina og afla nauðsynlegra upplýsinga,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. „Hér væru innviðir mjög sterkir og góðir og við gætum í raun og veru aflað allra þeirra upplýsinga sem hægt væri. Þeir hafa tekið þetta til skoðunar,“ segir hann. Hann telur ekki rétt að þetta hafi verið hugmynd Kára. Kári sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hafi átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. „Þannig að það er ekki rétt sem kemur fram í viðtölum við Kára að þetta sé hugmynd forstjóra fyrirtækisins. Ég held að það verði að skrifast á mig,“ segir Þórólfur. Hugmyndin er enn til skoðunar hjá Pfizer. Þórólfur segir hins vegar að Kári hafi verið duglegur við að beita sínum áhrifum við að fá bóluefni til landsins. „Kári hefur hins vegar verið mjög duglegur við að beita sínum áhrifum við að fá bóluefni hingað til lands. En ég held að það sé rétt að halda þessum staðreyndum til haga,“ segir Þórólfur. „Ég er ekki viss að þetta eigi allt heima í fjölmiðlum“ Hann segir að eins og staðan er núna séu engar umræður um slíkt rannsóknarsetur í gangi við aðra bóluefnaframleiðendur. „Nei, ekki eins og staðan er núna varðandi þetta. en það gæti alveg komið til greina þegar önnur bóluefni eru búin að fá markaðsleyfi,“ segir Þórólfur. Tíu þúsund skammtar koma hingað til lands 28. desember næstkomandi en fram til marsmánaðar munu berast alls fimmtíu þúsund bóluefnaskammtar hingað til lands. Finnst þér óþægilegt að hann sé að grípa svona inn í? „Nei alls ekki. Hann er náttúrulega mjög fylginn sér og duglegur en ég hefði kosið að þetta væri ekki svona í fjölmiðlunum. Ég held það væri fínt að þetta kæmi fram þegar við erum með eitthvað í hendi varðandi þessar umleitanir,“ segir Þórólfur. „Ég er ekki viss að þetta eigi allt heima í fjölmiðlum fyrr en maður getur sagt frá einhverju sem er handfast. Þess vegna hef ég ekki verið að koma með mína aðkomu og mitt bréf til Pfizer fram í fjölmiðlum en ég sé mig tilneyddan til að gera það núna í ljósi þessara frétta sem eru í gangi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44 Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14 Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Kári í óformlegum viðræðum um bóluefni fyrir Ísland Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, hefur átt í óformlegum viðræðum við lyfjaframleiðendur á borð við Pfizer og Moderna með það fyrir augum að reyna að tryggja Íslendingum aðgang að bóluefni við kórónuveirunni. Hann hefur efasemdir um að samvinna við Evrópusambandið í þeim efnum sé vænlegasta leiðin til árangurs. 24. desember 2020 08:44
Allt sem þú þarft að vita um bóluefni Pfizer Lyfjastofnun Íslands hefur opnað sérstaka upplýsingasíðu um bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni. Þar má finna allar helstu upplýsingar um bóluefnið á íslensku. 22. desember 2020 22:14
Bólusett á hjúkrunarheimilum og á sjúkrastofnunum í næstu viku Fimm þúsund manns verða líklega bólusettir á spítölum og hjúkrunarheimilum víða um land á einum til tveimur dögum í næstu viku. Stjórnvöld hafa samið við þrjá framleiðendur um bóluefni sem dugar allri þjóðinni og rúmlega það. 22. desember 2020 18:59