Fótbolti

Sjáðu Aron Einar skora stórkostlegt mark með skoti fyrir aftan miðju í sigri Al Arabi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson skoraði líklega sitt fallegasta mark á ferlinum í dag.
Aron Einar Gunnarsson skoraði líklega sitt fallegasta mark á ferlinum í dag. getty/Simon Holmes

Aron Einar Gunnarsson skoraði stórkostlegt mark með skoti fyrir aftan miðju þegar Al Arabi sigraði Al Kharitiyath, 1-3, í katörsku úrvalsdeildinni í dag.

Aron Einar kom Al Arabi í 1-3 á 55. mínútu. Hann vann þá boltann á vallarhelmingi Al Arabi, rakti boltann að miðjuhringnum og lét svo vaða. Shebab Ellethy, markvörður Al Kharitiyath, var mjög framarlega og boltinn fór í fallegum boga yfir hann og í netið.

Mark Arons Einars má sjá hér fyrir neðan.

Með þessu glæsilega marki gulltryggði Aron Einar Al Arabi sinn fyrsta sigur síðan liðið vann Al Kharitiyath 9. nóvember. Al Arabi er í 9. sæti katörsku deildarinnar með níu stig.

Auk Arons Einars voru Ibrahim Nasser Kala og Mehrdad Mohammadi á skotskónum fyrir Al Arabi í dag.

Heimir Hallgrímsson er þjálfari Al Arabi og honum til aðstoðar eru Freyr Alexandersson og Bjarki Már Ólafsson.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.