Skógarbóndi losnar ekki við níu þúsund kindur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. desember 2020 22:46 Skógarbóndinn Gunnar Jónsson vildi losna við kindur af landi sínu. Vísir/Vilhelm Borgarbyggð hefur rétt til beitarafnota af hluta jarðar Gunnars Jónssonar, skógarbónda á Króki í Borgarbyggð, auk þess sem að sveitarfélaginu er heimilit að safna fé af fjalli af hausi á þessu sama landi. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem sneri við dómi Landsréttar í málinu. Forsaga málsins er sú að árið 2017 stefndi skógarbóndinn Gunnar Borgarbyggð til að fá viðurkennt að sveitarfélagið mætti ekki heimila að farið væri með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kom í stefnu Gunnars að Borgarbyggð teldi sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið teldi sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu væru um níu þúsund kindur. „Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ sagði Gunnar í viðtali við Fréttablaðið um málið á sínum tíma. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð.“ Málið fór fyrir öll þrjú dómstig landsins en Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð af kröfum Gunnars árið 2019. Gunnar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdómi við á síðasta ári og dæmdi að óheimilt væri safna fé sem rennur af fjalli að hausti á land jarðarinnar Króks og reka fé af fjalli á leið til réttar um land Króks. Hæstiréttur sneri við dómi Landsréttar sem hafði snúið við dómi héraðsdóms Borgarbyggð skaut málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag og sneri við dómi Landsréttar. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að Borgarbyggð hefði sýnt fram á að fjárbændur hefðu í skjóli Upprekstarfélags Þverárréttar og síðar Borgarbyggðar nýtt landið til beitarafnota fyrir fjölda fjár í að minnsta kosti tæpa öld í góðri trú um heimild til þess þótt landið hefði laust fyrir miðja öldina komist úr eigu upprekstrarfélagsins samkvæmt þinglýstum afsölum. Hefði sú nýting landsins átt sér stað allt til dagsins í dag og hefði hefðartíminn þannig löngu verið fullnaður samkvæmt lögum er Gunnar hófst handa við að vefengja rétt Borgarbyggðar til ítaksins. Var því fallist á kröfu Borgarbyggðar um rétt hans til beitarafnota af umræddu landi. Sú niðurstaða felur jafnframt í sér að hafnað væri kröfu Gunnars um að Borgarbyggð væri óheimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Dómur Hæstaréttar. Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. 18. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Forsaga málsins er sú að árið 2017 stefndi skógarbóndinn Gunnar Borgarbyggð til að fá viðurkennt að sveitarfélagið mætti ekki heimila að farið væri með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kom í stefnu Gunnars að Borgarbyggð teldi sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið teldi sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu væru um níu þúsund kindur. „Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ sagði Gunnar í viðtali við Fréttablaðið um málið á sínum tíma. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð.“ Málið fór fyrir öll þrjú dómstig landsins en Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð af kröfum Gunnars árið 2019. Gunnar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdómi við á síðasta ári og dæmdi að óheimilt væri safna fé sem rennur af fjalli að hausti á land jarðarinnar Króks og reka fé af fjalli á leið til réttar um land Króks. Hæstiréttur sneri við dómi Landsréttar sem hafði snúið við dómi héraðsdóms Borgarbyggð skaut málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag og sneri við dómi Landsréttar. Í dómi Hæstaréttar var vísað til þess að Borgarbyggð hefði sýnt fram á að fjárbændur hefðu í skjóli Upprekstarfélags Þverárréttar og síðar Borgarbyggðar nýtt landið til beitarafnota fyrir fjölda fjár í að minnsta kosti tæpa öld í góðri trú um heimild til þess þótt landið hefði laust fyrir miðja öldina komist úr eigu upprekstrarfélagsins samkvæmt þinglýstum afsölum. Hefði sú nýting landsins átt sér stað allt til dagsins í dag og hefði hefðartíminn þannig löngu verið fullnaður samkvæmt lögum er Gunnar hófst handa við að vefengja rétt Borgarbyggðar til ítaksins. Var því fallist á kröfu Borgarbyggðar um rétt hans til beitarafnota af umræddu landi. Sú niðurstaða felur jafnframt í sér að hafnað væri kröfu Gunnars um að Borgarbyggð væri óheimilt að safna fé af fjalli að hausti á þessu sama landi. Dómur Hæstaréttar.
Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. 18. febrúar 2019 06:30 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Neita að borga girðingu uns dómsmáli um rétt til smölunar lýkur Gunnar Jónsson, eigandi jarðarinnar Króks í Norðurárdal, er ósáttur við að Borgarbyggð hefur ekki greitt honum hlut sveitarfélagsins í kostnaði vegna girðingar á landi hans. 18. febrúar 2019 06:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum