Skógarbóndi vill losna við níu þúsund kindur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2017 06:00 Kindur komast af afréttinum inn á Króksjörðina um hlið sem leitarmenn opna. Mynd/Jón Hjörtur Brjánsson „Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ segir Gunnar Jónsson á Króki í Norðurárdal, sem hefur stefnt Borgarbyggð fyrir dómstóla til að fá viðurkenningu á því að sveitarfélagið megi ekki heimila að farið sé með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kemur í stefnu Gunnars að Borgarbyggð telji sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið telji sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu séu um níu þúsund kindur.Gunnar Jónsson í KrókiÍ stefnu Gunnars segir að til þess að tryggja að féð safnist á land Króks vikurnar fyrir réttir opni menn á vegum Borgarbyggðar hlið að landi hans „án samþykkis hans og reyndar gegn vilja hans og banni. Þannig fór þessu fram á þessu hausti.“ Til vara krefst Gunnar þess, að verði Borgarbyggð dæmdur réttur til að heimila gegnumrekstur um óræktað land Króks, verði að reka það „viðstöðulaust án dvalar í landi jarðarinnar“. Krefst hann að sú heimild renni út árið 2020 þegar hefja eigi skógrækt á jörðinni allri. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð,“ segir Gunnar, sem orðinn er 84 ára og hefur síðan árið 2000 ræktað fjölnytjaskóg á 126 hekturum lands samkvæmt samningi við Vesturlandsskóga. Hann ræktar birki og aspir auk furu, sitkagrenis og lerkis. „Það má vel vera að þessar aðstæður séu víðar í landinu þannig að það hefur almenna þýðingu að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum en auðvitað hefur þetta mesta þýðingu fyrir okkur.“ Að sögn Gunnars eru aðrar leiðir færar með fé af fjalli heldur en sú sem farin er í dag og hefur verið notuð frá árinu 1958. Í dag sé féð rekið meðfram girðingunni sem aðskilur skógræktarlandið frá beitarlandi jarðarinnar niður í Þverárhlíð. „Þetta er ansi mikið álag á skógræktina hér. Það heldur engin girðing hundrað prósent. Féð leitar inn í skógræktarlandið og við höfum orðið fyrir verulegu tjóni af því.“ Gunnar leggur sérstaka áherslu á að sé þessi réttur Borgarbyggðar fyrir hendi þá beri að fara um landið án þess að það sé nokkuð stoppað. „Borgarbyggð telur sig eiga á rétt á því að reka fé í gegn um heimalönd til réttar að haustinu. Það er ákvæði í fjallskilasamþykkt sem heimilar þetta. Það styðst ekki við lög en hugsanlega við hefðir,“ útskýrir Króksbóndinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
„Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ segir Gunnar Jónsson á Króki í Norðurárdal, sem hefur stefnt Borgarbyggð fyrir dómstóla til að fá viðurkenningu á því að sveitarfélagið megi ekki heimila að farið sé með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kemur í stefnu Gunnars að Borgarbyggð telji sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið telji sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu séu um níu þúsund kindur.Gunnar Jónsson í KrókiÍ stefnu Gunnars segir að til þess að tryggja að féð safnist á land Króks vikurnar fyrir réttir opni menn á vegum Borgarbyggðar hlið að landi hans „án samþykkis hans og reyndar gegn vilja hans og banni. Þannig fór þessu fram á þessu hausti.“ Til vara krefst Gunnar þess, að verði Borgarbyggð dæmdur réttur til að heimila gegnumrekstur um óræktað land Króks, verði að reka það „viðstöðulaust án dvalar í landi jarðarinnar“. Krefst hann að sú heimild renni út árið 2020 þegar hefja eigi skógrækt á jörðinni allri. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð,“ segir Gunnar, sem orðinn er 84 ára og hefur síðan árið 2000 ræktað fjölnytjaskóg á 126 hekturum lands samkvæmt samningi við Vesturlandsskóga. Hann ræktar birki og aspir auk furu, sitkagrenis og lerkis. „Það má vel vera að þessar aðstæður séu víðar í landinu þannig að það hefur almenna þýðingu að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum en auðvitað hefur þetta mesta þýðingu fyrir okkur.“ Að sögn Gunnars eru aðrar leiðir færar með fé af fjalli heldur en sú sem farin er í dag og hefur verið notuð frá árinu 1958. Í dag sé féð rekið meðfram girðingunni sem aðskilur skógræktarlandið frá beitarlandi jarðarinnar niður í Þverárhlíð. „Þetta er ansi mikið álag á skógræktina hér. Það heldur engin girðing hundrað prósent. Féð leitar inn í skógræktarlandið og við höfum orðið fyrir verulegu tjóni af því.“ Gunnar leggur sérstaka áherslu á að sé þessi réttur Borgarbyggðar fyrir hendi þá beri að fara um landið án þess að það sé nokkuð stoppað. „Borgarbyggð telur sig eiga á rétt á því að reka fé í gegn um heimalönd til réttar að haustinu. Það er ákvæði í fjallskilasamþykkt sem heimilar þetta. Það styðst ekki við lög en hugsanlega við hefðir,“ útskýrir Króksbóndinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira