Skógarbóndi vill losna við níu þúsund kindur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2017 06:00 Kindur komast af afréttinum inn á Króksjörðina um hlið sem leitarmenn opna. Mynd/Jón Hjörtur Brjánsson „Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ segir Gunnar Jónsson á Króki í Norðurárdal, sem hefur stefnt Borgarbyggð fyrir dómstóla til að fá viðurkenningu á því að sveitarfélagið megi ekki heimila að farið sé með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kemur í stefnu Gunnars að Borgarbyggð telji sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið telji sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu séu um níu þúsund kindur.Gunnar Jónsson í KrókiÍ stefnu Gunnars segir að til þess að tryggja að féð safnist á land Króks vikurnar fyrir réttir opni menn á vegum Borgarbyggðar hlið að landi hans „án samþykkis hans og reyndar gegn vilja hans og banni. Þannig fór þessu fram á þessu hausti.“ Til vara krefst Gunnar þess, að verði Borgarbyggð dæmdur réttur til að heimila gegnumrekstur um óræktað land Króks, verði að reka það „viðstöðulaust án dvalar í landi jarðarinnar“. Krefst hann að sú heimild renni út árið 2020 þegar hefja eigi skógrækt á jörðinni allri. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð,“ segir Gunnar, sem orðinn er 84 ára og hefur síðan árið 2000 ræktað fjölnytjaskóg á 126 hekturum lands samkvæmt samningi við Vesturlandsskóga. Hann ræktar birki og aspir auk furu, sitkagrenis og lerkis. „Það má vel vera að þessar aðstæður séu víðar í landinu þannig að það hefur almenna þýðingu að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum en auðvitað hefur þetta mesta þýðingu fyrir okkur.“ Að sögn Gunnars eru aðrar leiðir færar með fé af fjalli heldur en sú sem farin er í dag og hefur verið notuð frá árinu 1958. Í dag sé féð rekið meðfram girðingunni sem aðskilur skógræktarlandið frá beitarlandi jarðarinnar niður í Þverárhlíð. „Þetta er ansi mikið álag á skógræktina hér. Það heldur engin girðing hundrað prósent. Féð leitar inn í skógræktarlandið og við höfum orðið fyrir verulegu tjóni af því.“ Gunnar leggur sérstaka áherslu á að sé þessi réttur Borgarbyggðar fyrir hendi þá beri að fara um landið án þess að það sé nokkuð stoppað. „Borgarbyggð telur sig eiga á rétt á því að reka fé í gegn um heimalönd til réttar að haustinu. Það er ákvæði í fjallskilasamþykkt sem heimilar þetta. Það styðst ekki við lög en hugsanlega við hefðir,“ útskýrir Króksbóndinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
„Við erum bara að reyna að verja okkar skógræktarland,“ segir Gunnar Jónsson á Króki í Norðurárdal, sem hefur stefnt Borgarbyggð fyrir dómstóla til að fá viðurkenningu á því að sveitarfélagið megi ekki heimila að farið sé með fé af fjalli á haustin um lönd hans. Fram kemur í stefnu Gunnars að Borgarbyggð telji sig hafa rétt til að heimila afréttarmönnum á leið í Þverárrétt að láta fé, sem rásar af fjallinu síðustu vikurnar fyrir leitir að hausti, safnast á landi Króks og vera þar á beit. Einnig að sveitarfélagið telji sig geta leyft þeim að reka safn af fjalli inn á land Króks og hafa það þar á beit í eina nótt áður en það er rekið til Þverárréttar. Í safninu séu um níu þúsund kindur.Gunnar Jónsson í KrókiÍ stefnu Gunnars segir að til þess að tryggja að féð safnist á land Króks vikurnar fyrir réttir opni menn á vegum Borgarbyggðar hlið að landi hans „án samþykkis hans og reyndar gegn vilja hans og banni. Þannig fór þessu fram á þessu hausti.“ Til vara krefst Gunnar þess, að verði Borgarbyggð dæmdur réttur til að heimila gegnumrekstur um óræktað land Króks, verði að reka það „viðstöðulaust án dvalar í landi jarðarinnar“. Krefst hann að sú heimild renni út árið 2020 þegar hefja eigi skógrækt á jörðinni allri. „Þetta hentar svolítið illa því Krókur er skógræktarjörð,“ segir Gunnar, sem orðinn er 84 ára og hefur síðan árið 2000 ræktað fjölnytjaskóg á 126 hekturum lands samkvæmt samningi við Vesturlandsskóga. Hann ræktar birki og aspir auk furu, sitkagrenis og lerkis. „Það má vel vera að þessar aðstæður séu víðar í landinu þannig að það hefur almenna þýðingu að fá úr þessu skorið fyrir dómstólum en auðvitað hefur þetta mesta þýðingu fyrir okkur.“ Að sögn Gunnars eru aðrar leiðir færar með fé af fjalli heldur en sú sem farin er í dag og hefur verið notuð frá árinu 1958. Í dag sé féð rekið meðfram girðingunni sem aðskilur skógræktarlandið frá beitarlandi jarðarinnar niður í Þverárhlíð. „Þetta er ansi mikið álag á skógræktina hér. Það heldur engin girðing hundrað prósent. Féð leitar inn í skógræktarlandið og við höfum orðið fyrir verulegu tjóni af því.“ Gunnar leggur sérstaka áherslu á að sé þessi réttur Borgarbyggðar fyrir hendi þá beri að fara um landið án þess að það sé nokkuð stoppað. „Borgarbyggð telur sig eiga á rétt á því að reka fé í gegn um heimalönd til réttar að haustinu. Það er ákvæði í fjallskilasamþykkt sem heimilar þetta. Það styðst ekki við lög en hugsanlega við hefðir,“ útskýrir Króksbóndinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum