Innlent

Stuðningurinn verði til staðar fyrir íbúa

Samúel Karl Ólason skrifar
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á Seyðisfirði.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm

„Þetta er auðvitað átakanlegt. Að sá þessar rosalegu hamfarir sem hér hafa orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún er nú stödd á Seyðisfirði með ráðherrum ríkisstjórnar sinnar, þar sem þau hafa verið að virða ástandið fyrir sér eftir miklar aurskriður í bænum.

Hún segir þetta einstakar hamfarir og það sé gríðarlegt að lenda í þessu. Það hafi líka verið gott að hitta heimamenn og sjá að mikill hugur sé í þeim.

„Nú munum við fara í það. Fara í hreinsunarstarf, endurbyggingu og komast yfir þetta,“ segir Katrín.

Hún segist hafa orðið fyrir miklu áfalli á föstudaginn, eins og öll þjóðin, þegar fregnir bárust af þeim gífurlega miklu skriðuföllum sem urðu þá. Öll þjóðin með hugan á Seyðisfirði.

„Það er alltaf einhvern veginn meira sláandi að sjá hlutina svona með eigin augum.“

Varðandi viðbrögð stjórnvalda sagði Katrín ákveðið ferli fara í gang. Í fyrsta lagi varðandi það tjón sem hafi orðið og svo þurfi að huga að vörnum í fjallinu. Farið verði yfir það og sé til skoðunar að flýta þeim áætlunum sem séu fyrir.

Einnig þurfi að huga að menningarminjum sem hafi orðið fyrir óbætanlegu tjóni. Sömuleiðis verði farið yfir það.

„Það er fyrir utan stuðninginn sem þarf að vera til staðar fyrir íbúa Seyðisfjarðar,“ sagði Katrín. „Það verður til staðar.“


Tengdar fréttir

„Mjög dapur­legt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það vera sláandi að sjá ummerkin á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar þar. Hann er nú staddur á Seyðisfirði ásamt nokkrum ráðherrum til viðbótar til að kynna sér aðstæður.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.