Innlent

Svakalegt að sjá eyðilegginguna á Seyðisfirði

Jakob Bjarnar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa
Sigurður Ingi Jóhannsson. Eyðileggingin eftir aurskriðurnar á Seyðisfirði eru ekki síst á hans borði, sem sveitarstjórnar- og samgönguráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson. Eyðileggingin eftir aurskriðurnar á Seyðisfirði eru ekki síst á hans borði, sem sveitarstjórnar- og samgönguráðherra. visir/vilhelm

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um eyðilegginguna á Seyðisfirði.

Þetta er auðvitað hálf ógnvekjandi. Maður gæti ímyndað sér að þetta væri enn verra ef ekki væri þessi snjóföl hér yfir. En þetta er auðvitað svakalegt að sjá.

Sigurður Ingi segir aurskriðurnar á Seyðisfirði kalla á viðbrögð af hálfu ríkisvaldsins. „Við höfum sagt frá upphafi að við munum bakka samfélagið upp, sveitarfélagið og íbúana, með öllum þeim ráðum sem við höfum.“

Nú þarf að leggja áherslu á hreinsunina, að sögn ráðherrans. En jafnframt þarf að uppfæra áhættumatið, fara í þær aðgerðir sem hægt er að fara í og svo er það endurbygging.

„Á öllum þessum menningarverðmætum sem hér er, húsnæði fyrir fólkið sem hefur misst húsnæði sitt. Að öllu þessu og fleiru þarf að hyggja.“

Spurður segir Sigurður Ingi það hafa verið ótrúlegt happ að Fjarðarheiðin, sem oft er erfið að vetrarlagi, hafi verið fær þegar fjallið tók að skríða yfir þorpið.

Kallar þetta á einhverjar úrbætur á samgöngum hér?

„Það er auðvitað í býgerð, jarðgöng sem munu gjörbreyta öllum aðstæðum hér og svona atburður ítrekar mikilvægi þess að staðið verði við það og það munum við gera.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×