Fótbolti

Bendtner vonast eftir endurkomu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bendtner samdi vð FCK sumarið 2019 og lék með danska stórliðinu til ársloka 2019.
Bendtner samdi vð FCK sumarið 2019 og lék með danska stórliðinu til ársloka 2019. Aleksandr Gusev/Getty

Sá draumur um að spila fótbolta á nýjan leik lifir enn hjá Dananum Niclas Bendtner sem hefur átt ansi skrautlegan feril.

Þetta kom fram í þættinum Bendtner og Philine sem er nú sýnt í danska sjónvarpinu en þar er fylgst með danska framherjanum og kærustu hans, módelinu Philine Roepstorff.

Bendtner hefur verið án félags í rétt rúmt ár en samningur hans við FCK var ekki endurnýjaður í desember á síðasta ári eftir að hann lék þar í hálft ár við endurkomuna til Danmerkur.

Bendtner sagði frá því fyrr á árinu að hann var búinn að semja við lið Kína en það datt upp fyrir eftir að kórónuveirufaraldurinn kom til sögunnar.

„Það er enn 50/50 hvað mun gerast,“ sagði Bendtner aðspurður út í fótboltaferilinn. „Ég vona það að geta spilað fótbolta en ég er ekki að bíða eftir því. Ef það kemur, þá kemur það og ef ekki, þá er það bara þannig.“

„Ég fæ enn tilboð en þau hafa verið óáhugaverð. Það mikilvægasta fyrir mig er að ég finn að þetta er nægilega spennandi deild. Svo koma hlutir eins og staðir, laun, liðsfélagar, þjálfara og allt þetta í einum pakka.“

Mikið hefur stormað um danska framherjann á þessu ári. Hann spilaði meðal annars fyrir Arsenal, Juventus og Wolfsburg. Hann hefur leikið 80 landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×