Innlent

Seyðis­fjörður kominn í vetrar­búning eftir hörmungar síðustu viku

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hluti Seyðfirðinga hefur fengið að snúa aftur í bæinn eftir að hann var rýmdur á föstudag.
Hluti Seyðfirðinga hefur fengið að snúa aftur í bæinn eftir að hann var rýmdur á föstudag. Vísir/Vilhelm

Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum.

Í gær fékk sá hluti íbúa Seyðisfjarðar sem ekki býr á skilgreindu hættusvæði að snúa aftur í bæinn. Í dag snjóaði svo í bænum, og er bærinn gjörólíkur því sem sjá mátti þegar stærsta skriðan var nýfallin og rýma þurfti bæinn.

Ljósmyndari Vísis var staddur á Seyðisfirði í kvöld og festi á filmu það sem fyrir augu bar. Segja má að bærinn sé sveipaður jólalegum ljóma, þar sem jólaseríur lýsa myrkrið upp og snjórinn þekur allt. Myndirnar má sjá hér að neðan.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Hættu­stig enn í gildi á Seyðis­firði

Hættustig almannavarna er áfram í gildi á Seyðisfirði og rýmingar að hluta til í gildi í bænum vegna skriðuhættu. Þá er óvissustig almannavarna í gildi á Austurlandi vegna skriðuhættu.

„Þetta er allt annar bær en fyrir nokkrum dögum síðan“

Kristinn Már Jóhannesson slökkviliðsmaður var að ganga frá búnaði eftir að hafa dælt upp úr kjallara þegar stóra aurskriðan féll á Seyðisfjörð síðdegis á föstudaginn. Hann segir að eftir að drunur fóru að heyrast í bænum hafi hlutirnir gerst hratt og að það sé undarleg tilfinning að snúa aftur í bæinn.

Fjórtán hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði

Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.