Fá að bjóða upp á útiæfingar eftir allt saman Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. desember 2020 17:51 Stöðinni var gert að loka um helgina þar sem lögregla mat það svo að útiæfingar væru óheimilar. CrossFit-stöðvum er heimilt að verða með útiæfingar fyrir iðkendur sína samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum. Yfirþjálfari hjá CrossFit Kötlu hefur fengið þetta staðfest, en lögregla gerði stöðinni að loka um helgina og sagði útiæfingar óheimilar. „Ég heyrði bara í lögreglunni, sem staðfesti að það hefði komið tölvupóstur um að þetta væri heimilt,“ segir Brynjar Helgi Ingólfsson, yfirþjálfari hjá CrossFit Kötlu. Hann hafi í kjölfarið fengið staðfestingu frá heilbrigðisráðuneytinu um að útiæfingar væru heimilar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Stöðvar mega bjóða upp á útiæfingar svo lengi sem fjöldatakmarkanir upp á tíu manns eru virtar og tveir metrar eru á milli fólks, líkt og samkomubann vítt og breitt um landið gerir ráð fyrir. Þá er sett það viðbótarskilyrði að engir aðrir en þjálfarar sæki búnað inn í stöðvarnar og komi með út. Brynjar segir að aðstæður til útiæfinga séu með góðu móti hjá stöðinni. Brynjar Helgi kveðst ánægður að geta hafið æfingar að nýju.Facebook „Við erum bæði á bílaplaninu fyrir ofan hús og svo ef það er rigning erum við með bílastæði undir þaki, þannig að við getum verið í skjóli þar,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að útiæfingar hjá stöðinni hefjist aftur á morgun, eftir að henni var lokað á laugardag. Eins segist hann skilja að lögreglan hafi getað túlkað reglurnar á þann hátt að útiæfingar væru óheimilar. „Það er allavega búið að úrskurða um þetta, þannig það er engin spurning um þetta núna,“ segir Brynjar og kveðst ánægður að geta hafið útiæfingar að nýju. CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
„Ég heyrði bara í lögreglunni, sem staðfesti að það hefði komið tölvupóstur um að þetta væri heimilt,“ segir Brynjar Helgi Ingólfsson, yfirþjálfari hjá CrossFit Kötlu. Hann hafi í kjölfarið fengið staðfestingu frá heilbrigðisráðuneytinu um að útiæfingar væru heimilar, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Stöðvar mega bjóða upp á útiæfingar svo lengi sem fjöldatakmarkanir upp á tíu manns eru virtar og tveir metrar eru á milli fólks, líkt og samkomubann vítt og breitt um landið gerir ráð fyrir. Þá er sett það viðbótarskilyrði að engir aðrir en þjálfarar sæki búnað inn í stöðvarnar og komi með út. Brynjar segir að aðstæður til útiæfinga séu með góðu móti hjá stöðinni. Brynjar Helgi kveðst ánægður að geta hafið æfingar að nýju.Facebook „Við erum bæði á bílaplaninu fyrir ofan hús og svo ef það er rigning erum við með bílastæði undir þaki, þannig að við getum verið í skjóli þar,“ segir Brynjar. Hann bætir því við að útiæfingar hjá stöðinni hefjist aftur á morgun, eftir að henni var lokað á laugardag. Eins segist hann skilja að lögreglan hafi getað túlkað reglurnar á þann hátt að útiæfingar væru óheimilar. „Það er allavega búið að úrskurða um þetta, þannig það er engin spurning um þetta núna,“ segir Brynjar og kveðst ánægður að geta hafið útiæfingar að nýju.
CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21