Krummi glímir við krónískt eyrnasuð: „Ég fór rakleitt á botninn í algjört myrkur og vonleysi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2020 07:00 Krummi er einlægur í færslu sinni á Instagram. Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi, opnar sig um veikindi sem hann hefur verið að glíma við síðustu mánuði í opinskárri færslu á Instagram. Krummi hefur verið að glíma við krónískt suð í eyranu á árinu og segir hann að þessi tími hafi líklega verið sá erfiðasti í lífinu. „Bræður og systur mig langar að deila svolitlu með ykkur. Undanfarna fjóra mánuði eða svo hef ég gengið í gegnum eitt erfiðasta tímabil í lífinu. Þögnin hefur alfarið verið tekin af mér,“ segir Krummi í færslunni. Krummi hefur verið greindur með sjúkdóminn Tinnitus sem er krónískt eyrnasuð. Tugir milljóna manna og kvenna um allan heim þjást af eyrnasuði (tinnitus). Um er að ræða stöðugan tón fyrir öðru eða báðum eyrum sem dynur á sjúklingnum allan sólarhringinn, allt árið. Sá fyrir sér að geta ekki lifað eðlilegu lífi „Ég byrjaði að finna fyrir þessu í september og er ég fyrir mjög viðkvæmur fyrir áráttu og þrjáhyggjuröskun, kvíða og þunglyndi og með þessu fór ég rakleitt á botninn í algjört myrkur og vonleysi. Mér leið eins og lífið mitt væri mölbrotið og ég gæti ekki lengur samið, flutt eða hlustað á tónlist og lifað eðlilegu lífi.“ Hann segir að þessi tími hafi verið hans mesta áskorun hingað til. „Ég er samt þakklátur að geta sagt frá því að mér er farið að líða betur og betur og þetta eru lítil skref í rétta átt. Með hjálp vina, fjölskyldu og ótrúlegustu manneskju í heiminum, Linnea mín hef ég náð mér á rétta braut og reyni að vera jákvæður. Ég get ekki lýst því með orðum hvað ég er þakklátur mínum nánustu. Ég á langt ferðalag eftir en ég veit að það er í lagi að öskra og gráta en ég mun aldrei gefast upp. Ég bið ykkur um að fara vel með heyrnina og bera virðingu fyrir henni, þetta er eitt mikilvægasta líffærið okkar.“ View this post on Instagram A post shared by 𝓚𝓻𝓾𝓶𝓶𝓲 (@krummimusic) Tónlist Heilbrigðismál Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Krummi hefur verið að glíma við krónískt suð í eyranu á árinu og segir hann að þessi tími hafi líklega verið sá erfiðasti í lífinu. „Bræður og systur mig langar að deila svolitlu með ykkur. Undanfarna fjóra mánuði eða svo hef ég gengið í gegnum eitt erfiðasta tímabil í lífinu. Þögnin hefur alfarið verið tekin af mér,“ segir Krummi í færslunni. Krummi hefur verið greindur með sjúkdóminn Tinnitus sem er krónískt eyrnasuð. Tugir milljóna manna og kvenna um allan heim þjást af eyrnasuði (tinnitus). Um er að ræða stöðugan tón fyrir öðru eða báðum eyrum sem dynur á sjúklingnum allan sólarhringinn, allt árið. Sá fyrir sér að geta ekki lifað eðlilegu lífi „Ég byrjaði að finna fyrir þessu í september og er ég fyrir mjög viðkvæmur fyrir áráttu og þrjáhyggjuröskun, kvíða og þunglyndi og með þessu fór ég rakleitt á botninn í algjört myrkur og vonleysi. Mér leið eins og lífið mitt væri mölbrotið og ég gæti ekki lengur samið, flutt eða hlustað á tónlist og lifað eðlilegu lífi.“ Hann segir að þessi tími hafi verið hans mesta áskorun hingað til. „Ég er samt þakklátur að geta sagt frá því að mér er farið að líða betur og betur og þetta eru lítil skref í rétta átt. Með hjálp vina, fjölskyldu og ótrúlegustu manneskju í heiminum, Linnea mín hef ég náð mér á rétta braut og reyni að vera jákvæður. Ég get ekki lýst því með orðum hvað ég er þakklátur mínum nánustu. Ég á langt ferðalag eftir en ég veit að það er í lagi að öskra og gráta en ég mun aldrei gefast upp. Ég bið ykkur um að fara vel með heyrnina og bera virðingu fyrir henni, þetta er eitt mikilvægasta líffærið okkar.“ View this post on Instagram A post shared by 𝓚𝓻𝓾𝓶𝓶𝓲 (@krummimusic)
Tónlist Heilbrigðismál Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira