Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. desember 2020 11:58 Íbúar sem búa utan áhættusvæða á Seyðisfirði fengu að snúa aftur heim í gær. Björgunarsveitarmenn sáu um að skrá alla sem sneru aftur. Líkur eru á að fleiri íbúar fái að snúa heim fyrir jól. Vísir/Egill Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. Samráðsfundur fór fram í morgun þar sem farið var yfir gögn frá Veðurstofunni og stöðugleiki á svæðinu metinn með tilliti til afléttinga rýmingu. „Eins var farið yfir innviðamál, rafmagn og slíkt. Það er ekki komið rafmagn á allt svæðið en það er verið að vinna að því,“ sagði Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn. Staðan fari þó hratt batnandi. „Að því er best verður séð þannig það er að nást meiri stöðugleiki þarna og það gerist að því er virðist nokkuð hratt þannig að það eru vonir til að það geti jafnvel dregið til einhverra tíðinda í dag en sagt þó án ábyrgðar en við stefnum að því að senda út næstu tilkynningu til íbúa um tvö leytið í dag,“ sagði Kristján. Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur.Vísir/Egill Hann segir möguleika fyrir einhverja íbúa Seyðisfjarðar sem þurfa að huga að eignum og fleiru að fara inn á svæðið í dag. „Þeir geta gefið sig fram við vettvangsstjóra á Seyðisfirði en við biðjum þó um að það sé ekki nema brýn nauðsyn beri til þar sem þetta er ákveðið verkefni sem færist yfir á björgunarsveitir, lögreglu og viðbragðsaðila að sinna þessu en annars er mögulegt að það komi til einhverra afléttinga í dag,“ sagði Kristján. Er einhver von um að fólk geti varið jólunum á Seyðisfirði? „Eins og ég segi það eru líkur á því að það verði, hvort sem það verður í dag eða næstu daga þá standa vonir til þess að hægt verði að aflétta rýmingu þannig að fólk geti snúið til síns heima líkt og hluti íbúa gerði í gær.“ Í gær fengu þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða að snúa aftur heim klukkan, eftir að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnir gáfu út tilkynningu þess efnis. Um var að ræða tuttugu og tvær götur og þrjá bæi. Íbúafundur í dag Íbúafundur verður haldinn klukkan 16 í dag. „Það er íbúafundur í dag á fésbókarsíðu sveitarfélagsins, það er Múlaþing. Við hvetjum íbúa til að sækja þann fund,“ sagði Kristján. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Jól Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Samráðsfundur fór fram í morgun þar sem farið var yfir gögn frá Veðurstofunni og stöðugleiki á svæðinu metinn með tilliti til afléttinga rýmingu. „Eins var farið yfir innviðamál, rafmagn og slíkt. Það er ekki komið rafmagn á allt svæðið en það er verið að vinna að því,“ sagði Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn. Staðan fari þó hratt batnandi. „Að því er best verður séð þannig það er að nást meiri stöðugleiki þarna og það gerist að því er virðist nokkuð hratt þannig að það eru vonir til að það geti jafnvel dregið til einhverra tíðinda í dag en sagt þó án ábyrgðar en við stefnum að því að senda út næstu tilkynningu til íbúa um tvö leytið í dag,“ sagði Kristján. Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur.Vísir/Egill Hann segir möguleika fyrir einhverja íbúa Seyðisfjarðar sem þurfa að huga að eignum og fleiru að fara inn á svæðið í dag. „Þeir geta gefið sig fram við vettvangsstjóra á Seyðisfirði en við biðjum þó um að það sé ekki nema brýn nauðsyn beri til þar sem þetta er ákveðið verkefni sem færist yfir á björgunarsveitir, lögreglu og viðbragðsaðila að sinna þessu en annars er mögulegt að það komi til einhverra afléttinga í dag,“ sagði Kristján. Er einhver von um að fólk geti varið jólunum á Seyðisfirði? „Eins og ég segi það eru líkur á því að það verði, hvort sem það verður í dag eða næstu daga þá standa vonir til þess að hægt verði að aflétta rýmingu þannig að fólk geti snúið til síns heima líkt og hluti íbúa gerði í gær.“ Í gær fengu þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða að snúa aftur heim klukkan, eftir að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnir gáfu út tilkynningu þess efnis. Um var að ræða tuttugu og tvær götur og þrjá bæi. Íbúafundur í dag Íbúafundur verður haldinn klukkan 16 í dag. „Það er íbúafundur í dag á fésbókarsíðu sveitarfélagsins, það er Múlaþing. Við hvetjum íbúa til að sækja þann fund,“ sagði Kristján.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Jól Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira