Innlent

Virtu ekki sóttkví á hóteli í miðbænum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Alls voru tæplega sextíu mál bókuð hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt.
Alls voru tæplega sextíu mál bókuð hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Laust fyrir klukkan hálfníu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um einstaklinga á hóteli í miðbæ Reykjavíkur sem virtu ekki sóttkví.

Sagt er frá atvikinu í dagbók lögreglu en þar kemur ekkert frekar fram um málið annað en að skýrsla hafi verið rituð.

Rúmum klukkutíma síðar, eða upp úr klukkan hálftíu, var tilkynnt um ölvaðan mann sem æddi inn í hús í Garðabæ. Var hann kærður fyrir eignaspjöll og húsbrot.

Þá hafði lögregla eftirlit með veitingahúsum í Grafarvogi í gærkvöldi með tilliti til fjöldatakmarkana, sóttvarna og fjarlægðarmarka en ekki segir frá því í dagbók lögreglu hvernig eftirlitið gekk.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þar á meðal var einn ökumaður sem stöðvaður var í austurbænum í Reykjavík.

Hann var með ungbarn í bílnum, grunaður um að aka undir áhrifum ávana- og fíkniefna auk þess að aka sviptur ökuréttindum. Maðurinn var látinn laus að lokinni sýnatöku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×