Jón Dagur var í byrjunarliði AGF en það var Gift Links sem kom AGF í forystu strax á 16.mínútu.
Jón Dagur tvöfaldaði svo forystuna með marki á 29.mínútu og bætti öðru marki við á 34.mínútu.
Honum var svo skipt af velli á 75.mínútu en fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Lokatölur 3-0 fyrir AGF og tyllir liðið sér þar með á topp dönsku úrvalsdeildarinnar.