Fótbolti

Jón Dagur skaut AGF á toppinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF.
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með AGF. vísir/getty

Jón Dagur Þorsteinsson átti góðan leik fyrir AGF þegar liðið fékk AaB í heimsókn í danska boltanum í dag.

Jón Dagur var í byrjunarliði AGF en það var Gift Links sem kom AGF í forystu strax á 16.mínútu.

Jón Dagur tvöfaldaði svo forystuna með marki á 29.mínútu og bætti öðru marki við á 34.mínútu.

Honum var svo skipt af velli á 75.mínútu en fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Lokatölur 3-0 fyrir AGF og tyllir liðið sér þar með á topp dönsku úrvalsdeildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.