Fótbolti

Mílanórisarnir unnu með sama hætti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Fylgja fast á fóta erkifjenda sinna.
Fylgja fast á fóta erkifjenda sinna. vísir/Getty

Fjórum leikjum er nýlokið í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta þar sem AC Milan og Inter voru á meðal þátttakenda.

Inter Milan spilaði á San Siro og vann nokkuð þægilegan 2-1 sigur á Spezia þar sem Achraf Hakimi og Romelu Lukaku sáu um markaskorun Inter en gestirnir klóruðu í bakkann með marki á síðustu mínútu leiksins.

Á sama tíma gerði AC Milan góða ferð til Sassuolo þar sem Rafael Leao og Alexis Saelemaekers tryggðu toppliði AC 1-2 sigur.

Domenico Berardi klóraði í bakkann fyrir heimamenn með marki beint úr aukaspyrnu á 89.mínútu en norska ungstirnið Jens Petter Hauge gerði sig sekan um klaufaleg mistök í varnarvegg AC Milan og því hafnaði boltinn í netinu.

Mark Rafael Leao sögulegt en nánar um það hér fyrir neðan.

Bæði AC Milan og Inter að bítast um efsta sætið en AC hefur eins stigs forystu á Inter á toppi deildarinnar. Juventus í þriðja sæti, með þremur stigum minna en Inter.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.