Segir hamfarirnar skapa hugrenningartengsl við jólaguðspjallið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2020 20:00 Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði. Vísir Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það erfitt fyrir Seyðfirðinga að hugsa til þess að aðeins fimm dagar séu til jóla. Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði hafi skollið á á tíma sem reynist mörgum erfiður. „Bæði er þetta dimmasti tími ársins og svo rignir svo ofboðslega mikið að það birtir aldrei einhvern vegin. Svo trúir því eiginlega enginn að jólin séu bara eftir fimm daga,“ segir Sigríður í samtali við fréttastofu. „Það eru ótrúlega margir búnir að nefna það við mig að þetta skapi hugrenningartengsl við jólaguðspjallið, að það sé fólk hérna að fara og láta skrásetja sig og sé eiginlega á flótta undir mjög erfiðum kringumstæðum. Ég held samt að von jólaguðspjallsins sé yfir okkur öllum ennþá,“ segir Sigríður. Hún segir að Seyðfirðingum sé mjög brugðið. Ástandið hafi haft rosaleg áhrif á fólk og fólk sé orðið lúið. „Maður finnur það, bæði því þetta eru orðnir svo margir dagar og viðvarandi ástand af því að það hélt alltaf áfram að rigna og það var ekkert útlit fyrir að það myndi fara að lagast, finnur maður hvað þetta hefur rosaleg áhrif á fólk. Hvað þetta er lýjandi og hvað þetta er streituvaldandi,“ segir Sigríður. „Mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa“ Fólk sé því fegið að ekki hafi farið vel og að ekkert manntjón hafi orðið. „Allir eru óendanlega þakklátir fyrir að ekki fór verr og að það hafi allir sloppið. Það var ljóst frekar snemma að það voru allir heilir á höldnu og rýming gekk ótrúlega vel.“ Hún og aðrir prestar á Austurlandi hafa sinnt sálgæslu í dag. Hún segist ekki hafa gert það í gær, en þá var hún ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt. „Ég yfirgaf heimili mitt í gær og við vorum í samfloti með fólki og gistum á alveg frábærum stað. Ég veit að það fengu allir stað til að gista á og enginn þurfti að gista í fjöldahjálparstöðinni. En ég sinnti engum sálrænum stuðningi í gær, þá var ég bara ein af þeim sem þurfti að yfirgefa heimili mitt og aðrir tóku boltann sem var mjög gott,“ segir Sigríður. „En við prestarnir höfum verið í fjöldahjálparstöðinni að veita sálrænan stuðning og hringja í fólk. Það er auðvitað mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa. Ég í raun og veru hef verið undir minna álagi en margir,“ segir hún. Sigríður átti að skíra barn í morgun en hún áttaði sig á því þegar hún vaknaði að hún væri ekki með neitt með sér nema gúmmístígvél. „Svo vaknaði ég í morgun og átti að fara að skíra og þá var fyrsta hugsunin að ég var ekki með neitt með mér nema gúmmístígvél. Ég ætlaði ekki að standa og skíra barn í gúmmístígvélum en auðvitað er það bara smáatriði en það er alltaf hægt að redda svoleiðis hlutum.“ Múlaþing Jól Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Almannavarnir Trúmál Tengdar fréttir Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Bæði er þetta dimmasti tími ársins og svo rignir svo ofboðslega mikið að það birtir aldrei einhvern vegin. Svo trúir því eiginlega enginn að jólin séu bara eftir fimm daga,“ segir Sigríður í samtali við fréttastofu. „Það eru ótrúlega margir búnir að nefna það við mig að þetta skapi hugrenningartengsl við jólaguðspjallið, að það sé fólk hérna að fara og láta skrásetja sig og sé eiginlega á flótta undir mjög erfiðum kringumstæðum. Ég held samt að von jólaguðspjallsins sé yfir okkur öllum ennþá,“ segir Sigríður. Hún segir að Seyðfirðingum sé mjög brugðið. Ástandið hafi haft rosaleg áhrif á fólk og fólk sé orðið lúið. „Maður finnur það, bæði því þetta eru orðnir svo margir dagar og viðvarandi ástand af því að það hélt alltaf áfram að rigna og það var ekkert útlit fyrir að það myndi fara að lagast, finnur maður hvað þetta hefur rosaleg áhrif á fólk. Hvað þetta er lýjandi og hvað þetta er streituvaldandi,“ segir Sigríður. „Mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa“ Fólk sé því fegið að ekki hafi farið vel og að ekkert manntjón hafi orðið. „Allir eru óendanlega þakklátir fyrir að ekki fór verr og að það hafi allir sloppið. Það var ljóst frekar snemma að það voru allir heilir á höldnu og rýming gekk ótrúlega vel.“ Hún og aðrir prestar á Austurlandi hafa sinnt sálgæslu í dag. Hún segist ekki hafa gert það í gær, en þá var hún ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt. „Ég yfirgaf heimili mitt í gær og við vorum í samfloti með fólki og gistum á alveg frábærum stað. Ég veit að það fengu allir stað til að gista á og enginn þurfti að gista í fjöldahjálparstöðinni. En ég sinnti engum sálrænum stuðningi í gær, þá var ég bara ein af þeim sem þurfti að yfirgefa heimili mitt og aðrir tóku boltann sem var mjög gott,“ segir Sigríður. „En við prestarnir höfum verið í fjöldahjálparstöðinni að veita sálrænan stuðning og hringja í fólk. Það er auðvitað mjög erfitt að vita af fólkinu okkar líða illa. Ég í raun og veru hef verið undir minna álagi en margir,“ segir hún. Sigríður átti að skíra barn í morgun en hún áttaði sig á því þegar hún vaknaði að hún væri ekki með neitt með sér nema gúmmístígvél. „Svo vaknaði ég í morgun og átti að fara að skíra og þá var fyrsta hugsunin að ég var ekki með neitt með mér nema gúmmístígvél. Ég ætlaði ekki að standa og skíra barn í gúmmístígvélum en auðvitað er það bara smáatriði en það er alltaf hægt að redda svoleiðis hlutum.“
Múlaþing Jól Aurskriður á Seyðisfirði Náttúruhamfarir Almannavarnir Trúmál Tengdar fréttir Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40
„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. 19. desember 2020 18:08
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28