„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Sylvía Hall skrifar 19. desember 2020 15:28 Hildur Þórisdóttir segir fólk slegið á Seyðisfirði. Það sé kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið. Aðsend/Vísir Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. „Fólk hefur verið virkilega yfirvegað og það er aðdáunarvert hvað fólk hefur verið rólegt í þessum hræðilegu aðstæðum en fólk er náttúrulega slegið. Þetta er erfiður tími til þess að fá svona atburð yfir sig og þurfa að yfirgefa heimili sín. Svo eru aðrir sem eru hreinlega að missa heimili sín,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Hún segir mikla óvissu ríkja og lítið sé vitað um framhaldið. Íbúar viti ekki hvort það verði öruggt að snúa aftur heim fyrir jól en allir séu komnir í öruggt skjól hjá vinum og vandamönnum, enda hafi nær allir lagst á eitt til þess að útvega fólki samastað. „Við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna.“ Áttu fótum sínum fjör að launa Eiginmaður Hildar hefur unnið langa daga allt frá því að fyrsta skriðan féll. Samhliða störfum sínum hjá lögreglunni starfar hann einnig hjá Veðurstofu Íslands og hefur því mikið mætt á honum undanfarna daga. „Eftir um það bil tveggja tíma svefn var hann ræstur aftur út um miðja nótt, þá hafði fallið flóð og ég í raun og veru sé hann ekki neitt allan daginn. Hann er staddur þarna fyrir neðan þar sem skriðan fellur, er þarna fyrir utan Sæból ásamt fólki frá Rauða krossinum, björgunarsveit og lögreglunni. Hann þarf hreinlega að hlaupa í burtu.“ Hildur ásamt Bjarka, eiginmanni sínum.Aðsend Hún segir ótrúlegt að ekki hafi farið verr og það sé í raun kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið. „Hann er bara þarna á hlaupum undan skriðunni á meðan aðrir hlupu í burtu og fundu sér skjól bak við það sem við köllum gamla ríkið. Það vildi svo heppilega til að skriðan fór ekki þar yfir. Ef það hefði gerst þá hefði þetta farið illa. Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur,“ segir Hildur. „Á tímabili var hann ekki viss í hvora áttina hann þyrfti að hlaupa því hann var að átta sig á því hvar þetta væri að koma niður. Svo breyttist farvegurinn á skriðunni, þannig að stefnan breyttist. Það er ótrúleg mildi að það hafi enginn látist í gær. Ég myndi segja að það væri kraftaverk.“ Heimilismaður í húsi korteri áður en það fór Í það minnsta tíu hús skemmdist í skriðunum og ljóst að margir munu ekki geta snúið aftur á heimili sín þegar rýmingu verður aflétt. Dæmi eru um að hús hafi farið marga metra með skriðunum, sem skullu á með miklum þunga. „Húsið sem fór, sem við köllum Berlín, það var manneskja þar inni fimmtán mínútum áður en húsið bara hverfur. Ég get sagt ótal fleiri svona sögur, það er algjört kraftaverk að enginn hafi slasast eða látist í gær.“ Hún sjálf sá ekki skriðuna en hún fór þó ekki fram hjá neinum. Skyggni var lélegt síðdegis í gær þegar skriðan féll, en miklar drunur fóru skyndilega að heyrast og vissu íbúar strax að ekki var allt með felldu. „Ég er heima hjá mér með syni mínum og vini hans. Ég var ekki búin að heyra í hinum skriðunum þó mér skilst að mikill hávaði hafi fylgt þeim. Svo er bara eins og það séu sprengingar farnar af stað og það fer ekkert á milli mála að það sé eitthvað svakalegt að gerast,“ segir Hildur. Það hafi komið eiginmanni hennar gríðarlega á óvart að sjá hversu mikill kraftur fylgdi skriðunni. „Eins og hann lýsti þessu fyrir mér hafði hann ekki getað ímyndað sér hvað þetta gerist af miklu afli og hvað var mikið efni í skriðunni. Þetta er með ólíkindum.“ Eitt húsanna sem varð fyrir skriðu í gær.Vísir/Egill Seyðfirðingar þrautseigt fólk sem á góða að Eftir að ákveðið var að rýma bæinn var hafist handa við að flytja fólk á milli staða. Aðspurð segir Hildur það hafa gengið vonum framar, enda hafi allir tekið Seyðfirðingum opnum örmum og útvegað þeim stað til þess að vera á. Samstaðan sé afar dýrmæt. „Það eru allir boðnir og búnir að hjálpa og fólk hefur nánast yfirgefið rúmin sín. Ég er í húsi hjá samstarfskonu minni og mér buðust sko ótal fleiri möguleikar þannig að það eru allir með opinn faðminn. Það eru allir komnir í öruggt skjól hjá vinum eða vandamönnum, á hótelum og bústöðum og svo framvegis. Það eru allir reiðubúnir til að hjálpa okkur og það er ótrúlegt að finna það.“ Þá segir Hildur Seyðfirðinga þrautseigt fólk sem sé vant því að búa við erfiðar aðstæður. Hún bindur vonir við að seiglan dugi til þess að komast í gegnum þetta áfall og að ríkisstjórnin komi til móts við íbúa. Það þurfi að drena fjöllin og það þoli enga bið. „Ég held að þetta séu stærstu náttúruhamfarir án þess að einhver hafi dáið eða slasast á Íslandi. Þetta er náttúrulega tengt hnattrænni hlýnun. Veðurkerfin eru að breytast sem eru að valda þessari gríðarlegu rigningu. Ef allt væri eðlilegt væri bara snjór á þessum árstíma, ekki þessi gengdarlausa rigning. Við erum að upplifa hamfarir eins og við höfum verið að sjá gerast um allan heim.“ Aurskriður á Seyðisfirði Veður Náttúruhamfarir Múlaþing Tengdar fréttir Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00 Telja jarðlög enn óstöðug vegna skriðu sem féll í morgun Óheft umferð um Seyðisfjörð verður óheimil í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verða rýmingar á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi. Skriða sem féll í morgun gefur vísbendingar um óstöðugleika í jarðlögum. 19. desember 2020 12:19 Óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til Seyðisfjarðar Ekki liggur fyrir hvenær íbúar Seyðisfjarðar geta snúið aftur til síns heima eftir að bærinn var rýmdur í gærkvöldi. Stórar aurskriður féllu á bæinn og skemmdu minnst tíu hús. 19. desember 2020 11:45 „Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta“ Páll Thamrong Snorrason segir aðgerðir á Seyðisfirði í gærkvöldi hafa gengið vel en fólk sé margt óttaslegið og kvíðið fyrir næstu skrefum. 19. desember 2020 10:34 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
„Fólk hefur verið virkilega yfirvegað og það er aðdáunarvert hvað fólk hefur verið rólegt í þessum hræðilegu aðstæðum en fólk er náttúrulega slegið. Þetta er erfiður tími til þess að fá svona atburð yfir sig og þurfa að yfirgefa heimili sín. Svo eru aðrir sem eru hreinlega að missa heimili sín,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Hún segir mikla óvissu ríkja og lítið sé vitað um framhaldið. Íbúar viti ekki hvort það verði öruggt að snúa aftur heim fyrir jól en allir séu komnir í öruggt skjól hjá vinum og vandamönnum, enda hafi nær allir lagst á eitt til þess að útvega fólki samastað. „Við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna.“ Áttu fótum sínum fjör að launa Eiginmaður Hildar hefur unnið langa daga allt frá því að fyrsta skriðan féll. Samhliða störfum sínum hjá lögreglunni starfar hann einnig hjá Veðurstofu Íslands og hefur því mikið mætt á honum undanfarna daga. „Eftir um það bil tveggja tíma svefn var hann ræstur aftur út um miðja nótt, þá hafði fallið flóð og ég í raun og veru sé hann ekki neitt allan daginn. Hann er staddur þarna fyrir neðan þar sem skriðan fellur, er þarna fyrir utan Sæból ásamt fólki frá Rauða krossinum, björgunarsveit og lögreglunni. Hann þarf hreinlega að hlaupa í burtu.“ Hildur ásamt Bjarka, eiginmanni sínum.Aðsend Hún segir ótrúlegt að ekki hafi farið verr og það sé í raun kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið. „Hann er bara þarna á hlaupum undan skriðunni á meðan aðrir hlupu í burtu og fundu sér skjól bak við það sem við köllum gamla ríkið. Það vildi svo heppilega til að skriðan fór ekki þar yfir. Ef það hefði gerst þá hefði þetta farið illa. Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur,“ segir Hildur. „Á tímabili var hann ekki viss í hvora áttina hann þyrfti að hlaupa því hann var að átta sig á því hvar þetta væri að koma niður. Svo breyttist farvegurinn á skriðunni, þannig að stefnan breyttist. Það er ótrúleg mildi að það hafi enginn látist í gær. Ég myndi segja að það væri kraftaverk.“ Heimilismaður í húsi korteri áður en það fór Í það minnsta tíu hús skemmdist í skriðunum og ljóst að margir munu ekki geta snúið aftur á heimili sín þegar rýmingu verður aflétt. Dæmi eru um að hús hafi farið marga metra með skriðunum, sem skullu á með miklum þunga. „Húsið sem fór, sem við köllum Berlín, það var manneskja þar inni fimmtán mínútum áður en húsið bara hverfur. Ég get sagt ótal fleiri svona sögur, það er algjört kraftaverk að enginn hafi slasast eða látist í gær.“ Hún sjálf sá ekki skriðuna en hún fór þó ekki fram hjá neinum. Skyggni var lélegt síðdegis í gær þegar skriðan féll, en miklar drunur fóru skyndilega að heyrast og vissu íbúar strax að ekki var allt með felldu. „Ég er heima hjá mér með syni mínum og vini hans. Ég var ekki búin að heyra í hinum skriðunum þó mér skilst að mikill hávaði hafi fylgt þeim. Svo er bara eins og það séu sprengingar farnar af stað og það fer ekkert á milli mála að það sé eitthvað svakalegt að gerast,“ segir Hildur. Það hafi komið eiginmanni hennar gríðarlega á óvart að sjá hversu mikill kraftur fylgdi skriðunni. „Eins og hann lýsti þessu fyrir mér hafði hann ekki getað ímyndað sér hvað þetta gerist af miklu afli og hvað var mikið efni í skriðunni. Þetta er með ólíkindum.“ Eitt húsanna sem varð fyrir skriðu í gær.Vísir/Egill Seyðfirðingar þrautseigt fólk sem á góða að Eftir að ákveðið var að rýma bæinn var hafist handa við að flytja fólk á milli staða. Aðspurð segir Hildur það hafa gengið vonum framar, enda hafi allir tekið Seyðfirðingum opnum örmum og útvegað þeim stað til þess að vera á. Samstaðan sé afar dýrmæt. „Það eru allir boðnir og búnir að hjálpa og fólk hefur nánast yfirgefið rúmin sín. Ég er í húsi hjá samstarfskonu minni og mér buðust sko ótal fleiri möguleikar þannig að það eru allir með opinn faðminn. Það eru allir komnir í öruggt skjól hjá vinum eða vandamönnum, á hótelum og bústöðum og svo framvegis. Það eru allir reiðubúnir til að hjálpa okkur og það er ótrúlegt að finna það.“ Þá segir Hildur Seyðfirðinga þrautseigt fólk sem sé vant því að búa við erfiðar aðstæður. Hún bindur vonir við að seiglan dugi til þess að komast í gegnum þetta áfall og að ríkisstjórnin komi til móts við íbúa. Það þurfi að drena fjöllin og það þoli enga bið. „Ég held að þetta séu stærstu náttúruhamfarir án þess að einhver hafi dáið eða slasast á Íslandi. Þetta er náttúrulega tengt hnattrænni hlýnun. Veðurkerfin eru að breytast sem eru að valda þessari gríðarlegu rigningu. Ef allt væri eðlilegt væri bara snjór á þessum árstíma, ekki þessi gengdarlausa rigning. Við erum að upplifa hamfarir eins og við höfum verið að sjá gerast um allan heim.“
Aurskriður á Seyðisfirði Veður Náttúruhamfarir Múlaþing Tengdar fréttir Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00 Telja jarðlög enn óstöðug vegna skriðu sem féll í morgun Óheft umferð um Seyðisfjörð verður óheimil í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verða rýmingar á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi. Skriða sem féll í morgun gefur vísbendingar um óstöðugleika í jarðlögum. 19. desember 2020 12:19 Óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til Seyðisfjarðar Ekki liggur fyrir hvenær íbúar Seyðisfjarðar geta snúið aftur til síns heima eftir að bærinn var rýmdur í gærkvöldi. Stórar aurskriður féllu á bæinn og skemmdu minnst tíu hús. 19. desember 2020 11:45 „Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta“ Páll Thamrong Snorrason segir aðgerðir á Seyðisfirði í gærkvöldi hafa gengið vel en fólk sé margt óttaslegið og kvíðið fyrir næstu skrefum. 19. desember 2020 10:34 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00
Telja jarðlög enn óstöðug vegna skriðu sem féll í morgun Óheft umferð um Seyðisfjörð verður óheimil í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verða rýmingar á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi. Skriða sem féll í morgun gefur vísbendingar um óstöðugleika í jarðlögum. 19. desember 2020 12:19
Óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til Seyðisfjarðar Ekki liggur fyrir hvenær íbúar Seyðisfjarðar geta snúið aftur til síns heima eftir að bærinn var rýmdur í gærkvöldi. Stórar aurskriður féllu á bæinn og skemmdu minnst tíu hús. 19. desember 2020 11:45
„Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta“ Páll Thamrong Snorrason segir aðgerðir á Seyðisfirði í gærkvöldi hafa gengið vel en fólk sé margt óttaslegið og kvíðið fyrir næstu skrefum. 19. desember 2020 10:34