Hætt að bjóða upp á útiæfingar eftir að lögreglan mætti í morgun Sylvía Hall skrifar 19. desember 2020 17:03 Yfirþjálfari í CrossFit Kötlu segir útiæfingarnar hafa gengið vel til þessa. Brynjar Helgi Ingólfsson, yfirþjálfari í CrossFit Kötlu, fékk óvænta heimsókn á útiæfingu stöðvarinnar í morgun. Rétt fyrir klukkan ellefu mætti lögreglan á svæðið og í kjölfarið var stöðinni gert að loka. „Löggan mætir á svæðið korter í ellefu í morgun, kemur fyrst og spyr mig hvað fer þarna fram og fer síðan. Svo kemur hún aftur fimm mínútum seinna og segir að það sé búið að úrskurða að þetta sé óheimilt, við séum líkamsræktarstöð og eigum að vera lokuð,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Brynjar tilkynnti iðkendum í dag að útiæfingarnar yrðu ekki fleiri.Skjáskot Hann segir stöðina hafa ákveðið að bjóða upp á útiæfingar þegar útlit var að það rúmaðist innan núgildandi reglugerðar. Iðkendur hafi tekið því fagnandi og mætt í öllum veðrum, enda gengið út frá því að slíkt væri heimilt. „Við höfum verið að bjóða upp á útiæfingar fyrir iðkendur síðan það átti að vera leyft samkvæmt reglugerð og texta frá heilbrigðisráðuneytinu. Þá stendur inni á vef ráðuneytisins að skipulagðar útiæfingar séu heimilaðar öllum svo lengi sem verið er að uppfylla skilyrði með tíu manna samkomutakmörkum.“ Ekkert mál að tryggja sóttvarnir Hann segir æfingarnar hafa gengið vel fyrir sig. Mikil aðsókn sé í tímana og allt að sex til níu mæti hverju sinni. Þá sé ekkert mál að viðhalda sóttvörnum, enda gífurlega stórt svæði fyrir hvern hóp þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Það er minnsta mál í heimi. Við erum á bílastæðinu, ýmist fyrir framan húsið eða aftan. Við erum á gríðarlega miklu flæmi og allt að fimm metrar á milli manna. Allur búnaður þrifinn og sprittaður þegar fólk er búið að nota hann,“ segir Brynjar. Hann segir lögreglumennina hafa verið almennilega, en það hafi þó komið honum á óvart að hann þyrfti að loka svo skyndilega. Líkamsræktarstöðvar hafi staðið í þeirri trú að skipulagðar útiæfingar væru heimilar en hann sé búinn að senda fyrirspurn til ráðuneytisins. „Lögreglan sagði að við þyrftum að loka. Við mættum klára þennan tíma en það yrðu ekki fleiri tímar. Við kláruðum þá tímann og settum svo tilkynningu að þetta væri hætt. Ég er búinn að senda erindi á ráðuneytið og spyrja út í þetta, hvort þetta sé heimilt eða ekki. Mér finnst þetta vera skýrt en greinilega ekki löggunni.“ CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
„Löggan mætir á svæðið korter í ellefu í morgun, kemur fyrst og spyr mig hvað fer þarna fram og fer síðan. Svo kemur hún aftur fimm mínútum seinna og segir að það sé búið að úrskurða að þetta sé óheimilt, við séum líkamsræktarstöð og eigum að vera lokuð,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Brynjar tilkynnti iðkendum í dag að útiæfingarnar yrðu ekki fleiri.Skjáskot Hann segir stöðina hafa ákveðið að bjóða upp á útiæfingar þegar útlit var að það rúmaðist innan núgildandi reglugerðar. Iðkendur hafi tekið því fagnandi og mætt í öllum veðrum, enda gengið út frá því að slíkt væri heimilt. „Við höfum verið að bjóða upp á útiæfingar fyrir iðkendur síðan það átti að vera leyft samkvæmt reglugerð og texta frá heilbrigðisráðuneytinu. Þá stendur inni á vef ráðuneytisins að skipulagðar útiæfingar séu heimilaðar öllum svo lengi sem verið er að uppfylla skilyrði með tíu manna samkomutakmörkum.“ Ekkert mál að tryggja sóttvarnir Hann segir æfingarnar hafa gengið vel fyrir sig. Mikil aðsókn sé í tímana og allt að sex til níu mæti hverju sinni. Þá sé ekkert mál að viðhalda sóttvörnum, enda gífurlega stórt svæði fyrir hvern hóp þegar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Það er minnsta mál í heimi. Við erum á bílastæðinu, ýmist fyrir framan húsið eða aftan. Við erum á gríðarlega miklu flæmi og allt að fimm metrar á milli manna. Allur búnaður þrifinn og sprittaður þegar fólk er búið að nota hann,“ segir Brynjar. Hann segir lögreglumennina hafa verið almennilega, en það hafi þó komið honum á óvart að hann þyrfti að loka svo skyndilega. Líkamsræktarstöðvar hafi staðið í þeirri trú að skipulagðar útiæfingar væru heimilar en hann sé búinn að senda fyrirspurn til ráðuneytisins. „Lögreglan sagði að við þyrftum að loka. Við mættum klára þennan tíma en það yrðu ekki fleiri tímar. Við kláruðum þá tímann og settum svo tilkynningu að þetta væri hætt. Ég er búinn að senda erindi á ráðuneytið og spyrja út í þetta, hvort þetta sé heimilt eða ekki. Mér finnst þetta vera skýrt en greinilega ekki löggunni.“
CrossFit Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21 Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar „hááhættustaðir“ á meðan sundlaugarvatn drepur veiruna Sóttvarnalæknir bendir á að líkamsræktarstöðvar séu víða flokkaðar sem „hááhættustaðir“ í Evrópu en smithætta í almenningssundlaugum sé talin „í meðallagi“. Engar vísbendingar séu heldur um að kórónuveiran geti smitast með vatni, auk þess sem sundlaugarvatn drepi hana. 10. desember 2020 11:21
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi á miðnætti. Nýju reglurnar gilda óvenju lengi eða í rúman mánuð, til 12. janúar á næsta ári. 10. desember 2020 06:48