Kom til landsins til að bjarga eigum sínum en húsið fór degi seinna Sylvía Hall og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 18. desember 2020 13:20 Cordoula Fchrand kom til landsins í gær í von um að bjarga eignum sínum eftir að flæddi inn í hús hennar á Seyðisfirði. Í morgun hafði það farið fimmtíu metra með aurskriðu. Vísir/Egill Cordoula Fchrand, eigandi einbýlishússins Breiðabliks við Austurveg á Seyðisfirði, segist ekki bjartsýn á að eitthvað sé eftir af eignum hennar í húsinu. Stór aurskriða úr Nautaklauf tók húsið með sér í nótt og flutti það til um fimmtíu metra Cordoula festi kaup á húsinu eftir að hafa kynnst manni hér á landi eftir að hún kom fyrst árið 1990. Í kjölfarið gerðu þau húsið upp, en hún sjálf er húsasmíðameistari. Hún hefur verið búsett í Þýskalandi undanfarin ár en kom til landsins í gær eftir að hafa fengið fregnir af því að það hefði lekið inn í kjallarann hennar í vikunni. Hún stefndi því að því að bjarga því sem hægt væri að bjarga en fékk svo símtal í morgun um að húsið hefði sópast með skriðunni. Hún segist miður sín vegna tjónsins. „Við vissum ekki hversu mikið tjón hafði orðið og ég var að vona að allt hefði haldið, en ég fékk símtal í gærkvöldi og mér var sagt að hurðin væri brotin og allur aurinn væri í kjallaranum. Ég hugsaði að þetta væri versta niðurstaðan, en í morgun fékk ég símtal um að húsið hefði farið af grunninum og runnið niður að bensínstöðinni,“ sagði Cordoula í samtali við Sunnu Karen Sigurþórsdóttir fréttamann, sem er stödd á Seyðisfirði. Fréttamaður ræddi við Cordoulu á Seyðisfirði.Vísir/Egill „Ég byggði þetta með eigin höndum“ Hún óttast að mikið af persónulegum eignum hennar séu ónýtar. Í húsinu hafi verið listmunir eftir föður hennar og aðrir hlutir sem hún hefur safnað í gegnum tíðina, til að mynda eldri húsgögn. Þetta sé mikið áfall. „Mér líður illa. Ég gæti grátið.“ Eins og staðan er núna er Cordoula í sóttkví eftir komuna til landsins og fékk íbúð lánaða hjá heimamönnum til þess að dvelja í á meðan. Hún fór í sýnatöku í heimalandinu og mun svo fara í tvær sýnatökur hér líkt og venja er. Hún segist hafa lagt mikla vinnu í húsið og veit ekki hvað tekur við, fái hún tjónið ekki bætt úr tryggingum. Hún viti ekki hvort hún gæti keypt nýtt hús ef Breiðablik er alveg ónýtt. „Ég held að þetta snúist ekki um að kaupa eitthvað. Ef ég er ekki tryggð get ég ekkert gert. Ég er ekki rík, ég byggði þetta með eigin höndum. Það var aldrei neinn peningur í þessu. Ég þarf að sjá hvað er eftir, kannski getum við bjargað grunninum og byggt eitthvað nýtt á honum.“ Húsið er mikið skemmt og segir Cordoula það að öllum líkindum vera ónýtt. Hún þurfi að meta hvort hægt sé að byggja á grunninum sem eftir er.Vísir/Egill Aðstæður varasamar Enn er mikil úrkoma á Seyðisfirði og er fólki ráðið frá því að vera á ferli. Samkvæmt fréttamanni á svæðinu fer fjölmiðlafólk ekki út nema í fylgd með lögreglu. Appelsínugul viðvörun í gildi vegna mikilla rigninga. Þá er hættustig almannavarna í gildi vegna skriðuhættu. Fjöldi húsa hefur verið rýmdur vegna skriðuhættu. Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og tjónið töluvert þó enn eigi eftir að meta það. Vatn og aur hefur flætt inn í nokkur hús í bænum og þá er vatnsflaumur, aur og grjót úti um allt á götum bæjarins. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir „Örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta“ Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á Seyðisfirði varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf eftir aurskriðurnar tvær sem féllu á bæinn í nótt. Hann segir bæjarbúa taka einn dag í einu. 18. desember 2020 11:54 Áfram mikil rigning á Austfjörðum en dregur úr vætu síðdegis Spáð er norðaustan 10 til 15 metrum á sekúndu í dag en 15 til 23 metrum norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum norðan- og austanlands, talsverð eða mikil rigning á Austfjörðum og snjókoma til fjalla. 18. desember 2020 07:11 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Cordoula festi kaup á húsinu eftir að hafa kynnst manni hér á landi eftir að hún kom fyrst árið 1990. Í kjölfarið gerðu þau húsið upp, en hún sjálf er húsasmíðameistari. Hún hefur verið búsett í Þýskalandi undanfarin ár en kom til landsins í gær eftir að hafa fengið fregnir af því að það hefði lekið inn í kjallarann hennar í vikunni. Hún stefndi því að því að bjarga því sem hægt væri að bjarga en fékk svo símtal í morgun um að húsið hefði sópast með skriðunni. Hún segist miður sín vegna tjónsins. „Við vissum ekki hversu mikið tjón hafði orðið og ég var að vona að allt hefði haldið, en ég fékk símtal í gærkvöldi og mér var sagt að hurðin væri brotin og allur aurinn væri í kjallaranum. Ég hugsaði að þetta væri versta niðurstaðan, en í morgun fékk ég símtal um að húsið hefði farið af grunninum og runnið niður að bensínstöðinni,“ sagði Cordoula í samtali við Sunnu Karen Sigurþórsdóttir fréttamann, sem er stödd á Seyðisfirði. Fréttamaður ræddi við Cordoulu á Seyðisfirði.Vísir/Egill „Ég byggði þetta með eigin höndum“ Hún óttast að mikið af persónulegum eignum hennar séu ónýtar. Í húsinu hafi verið listmunir eftir föður hennar og aðrir hlutir sem hún hefur safnað í gegnum tíðina, til að mynda eldri húsgögn. Þetta sé mikið áfall. „Mér líður illa. Ég gæti grátið.“ Eins og staðan er núna er Cordoula í sóttkví eftir komuna til landsins og fékk íbúð lánaða hjá heimamönnum til þess að dvelja í á meðan. Hún fór í sýnatöku í heimalandinu og mun svo fara í tvær sýnatökur hér líkt og venja er. Hún segist hafa lagt mikla vinnu í húsið og veit ekki hvað tekur við, fái hún tjónið ekki bætt úr tryggingum. Hún viti ekki hvort hún gæti keypt nýtt hús ef Breiðablik er alveg ónýtt. „Ég held að þetta snúist ekki um að kaupa eitthvað. Ef ég er ekki tryggð get ég ekkert gert. Ég er ekki rík, ég byggði þetta með eigin höndum. Það var aldrei neinn peningur í þessu. Ég þarf að sjá hvað er eftir, kannski getum við bjargað grunninum og byggt eitthvað nýtt á honum.“ Húsið er mikið skemmt og segir Cordoula það að öllum líkindum vera ónýtt. Hún þurfi að meta hvort hægt sé að byggja á grunninum sem eftir er.Vísir/Egill Aðstæður varasamar Enn er mikil úrkoma á Seyðisfirði og er fólki ráðið frá því að vera á ferli. Samkvæmt fréttamanni á svæðinu fer fjölmiðlafólk ekki út nema í fylgd með lögreglu. Appelsínugul viðvörun í gildi vegna mikilla rigninga. Þá er hættustig almannavarna í gildi vegna skriðuhættu. Fjöldi húsa hefur verið rýmdur vegna skriðuhættu. Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf. Ljóst er að aðstæður í bænum eru erfiðar og tjónið töluvert þó enn eigi eftir að meta það. Vatn og aur hefur flætt inn í nokkur hús í bænum og þá er vatnsflaumur, aur og grjót úti um allt á götum bæjarins.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Náttúruhamfarir Veður Tengdar fréttir „Örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta“ Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á Seyðisfirði varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf eftir aurskriðurnar tvær sem féllu á bæinn í nótt. Hann segir bæjarbúa taka einn dag í einu. 18. desember 2020 11:54 Áfram mikil rigning á Austfjörðum en dregur úr vætu síðdegis Spáð er norðaustan 10 til 15 metrum á sekúndu í dag en 15 til 23 metrum norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum norðan- og austanlands, talsverð eða mikil rigning á Austfjörðum og snjókoma til fjalla. 18. desember 2020 07:11 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Örugglega mjög erfitt fyrir marga bæjarbúa að upplifa þetta“ Þórhallur Árnason, varðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að nú þegar fari að birta verði staðan metin á Seyðisfirði varðandi það hvort mögulegt sé að fara í hreinsunarstarf eftir aurskriðurnar tvær sem féllu á bæinn í nótt. Hann segir bæjarbúa taka einn dag í einu. 18. desember 2020 11:54
Áfram mikil rigning á Austfjörðum en dregur úr vætu síðdegis Spáð er norðaustan 10 til 15 metrum á sekúndu í dag en 15 til 23 metrum norðvestantil. Rigning eða slydda með köflum norðan- og austanlands, talsverð eða mikil rigning á Austfjörðum og snjókoma til fjalla. 18. desember 2020 07:11
Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42