Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Óvissustig er enn á Austfjörðum og hættustig á Seyðisfirði þar sem aurskriður hafa fallið undanfarna daga. Ólíklegt er að íbúar á hættusvæði fái að snúa heim til sín í nótt Við verðum í beinni frá Seyðisfirði og ræðum við íbúa.

Þá segjum við frá því að sóttvarnalæknir telur að góðu hjarðónæmi gegn kórónuveirunni verði ekki náð á Íslandi fyrr en á seinni hluta næsta árs vegna tafa á bóluefni. Búast má við sóttvarnaraðgerðum langt fram á næsta ár.

Við ræðum við einstæða tveggja barna móðir sem býr við mikla fátækt kvíðir jólunum. Hún segir að þó að hún sé í fullri vinnu þá séu peningarnir búnir þann fimmta hvers mánaðar. Hún þurfi að reiða sig á hjálparsamtök til að geta gefið börnum sínum að borða.

Við sýnum myndir frá Landhelgisgæslunni en sérfræðingar hennar eyddu í dag sprengjuhleðslu úr þýsku tundurskeyti frá seinni heimsstyrjöld úti fyrir Sandgerði og hittum kvenfélagskonur á Hvolsvelli ætla að prjóna þrjú hundruð hluti í sérstöku áheitaprjóni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem sýndar eru á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×