Skoraði á lögregluþjóna að koma og mæta örlögunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2020 18:06 Þann 11. desember voru lögregluþjónar kallaðir til heimahúss á Akureyri þar sem tilkynnt hafði verið um mikil öskur og læti. Maður þar hótaði að skjóta lögregluþjóna og veittist að þeim með hnífi. Vísir/Tryggvi Páll Landsréttur hefur staðfest dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra um að maður sem sagður er hafa brotið margsinnis á skilyrðum reynslulausnar sinnar eigi að klára afplánun sína. Alls 497 daga. Þann 11. desember voru lögregluþjónar kallaðir til heimahúss á Akureyri þar sem tilkynnt hafði verið um mikil öskur og læti. Þegar lögregluþjóna bar að garði var þar kona sem sagði manninn hafa ráðist á sig, tekið hana kverkataki og kýlt hana tvisvar sinnum. Þá átti hann einnig að hafa ógnað henni með hnífum. Maðurinn kom sömuleiðis út úr íbúðinni, samkvæmt því sem fram kemur í dómi héraðsdóms, og hótaði meðal annars að skera lögregluþjónana á háls. Hann sagðist vera vopnaður og skoraði á lögreglumennina. Þá var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til ásamt samningamanni sem átti að ræða við manninn og fá hann til að gefa sig fram í góðu. Í samtölum við hann hótaði maðurinn ítrekað að drepa lögreglumenn sem reyndu að handtaka hann og skoraði á þá að koma inn í íbúðina og mæta endalokunum. Maðurinn á einnig að hafa sagt að hann hefði áður skotið á manneskju og haft gaman af. hann sagðist vera með afsagað haglabyssu og skotfæri. Auk þess hótaði maðurinn að kveikja í húsinu. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu á Akureyri Maðurinn var að endingu yfirbugaður með höggboltabyssu og piparúða en hann mætti þeim lögregluþjónum sem fóru inn í íbúðina með stórum búrhníf. Á sjúkrahúsinu hélt maðurinn áfram uppteknum hætti og hótaði að myrða lögregluþjóna og það gerði hann einnig eftir að hann var fluttur í fangageymslur þar sem hann hafði sofið. Manninum var sleppt á reynslulausn í maí vegna fyrri brota og átti hann eftir 497 daga afplánun eftir. Hann mun nú þurfa að afplána þá daga. Í dómnum segir einnig að maðurinn hafi fjórum sinnum verið skráður kærður í lögreglukerfið frá því honum hafi verið sleppt úr fangelsi í maí. Það hafi verið fyrir ýmis brot eins og líkamsárás, hótanir, fjársvik, fíkniefnalagabrot, brot á lyfjalögum, heimilisofbeldi og hótanir, vopnalagabrot og ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum. Lögreglumál Akureyri Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira
Þegar lögregluþjóna bar að garði var þar kona sem sagði manninn hafa ráðist á sig, tekið hana kverkataki og kýlt hana tvisvar sinnum. Þá átti hann einnig að hafa ógnað henni með hnífum. Maðurinn kom sömuleiðis út úr íbúðinni, samkvæmt því sem fram kemur í dómi héraðsdóms, og hótaði meðal annars að skera lögregluþjónana á háls. Hann sagðist vera vopnaður og skoraði á lögreglumennina. Þá var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til ásamt samningamanni sem átti að ræða við manninn og fá hann til að gefa sig fram í góðu. Í samtölum við hann hótaði maðurinn ítrekað að drepa lögreglumenn sem reyndu að handtaka hann og skoraði á þá að koma inn í íbúðina og mæta endalokunum. Maðurinn á einnig að hafa sagt að hann hefði áður skotið á manneskju og haft gaman af. hann sagðist vera með afsagað haglabyssu og skotfæri. Auk þess hótaði maðurinn að kveikja í húsinu. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu á Akureyri Maðurinn var að endingu yfirbugaður með höggboltabyssu og piparúða en hann mætti þeim lögregluþjónum sem fóru inn í íbúðina með stórum búrhníf. Á sjúkrahúsinu hélt maðurinn áfram uppteknum hætti og hótaði að myrða lögregluþjóna og það gerði hann einnig eftir að hann var fluttur í fangageymslur þar sem hann hafði sofið. Manninum var sleppt á reynslulausn í maí vegna fyrri brota og átti hann eftir 497 daga afplánun eftir. Hann mun nú þurfa að afplána þá daga. Í dómnum segir einnig að maðurinn hafi fjórum sinnum verið skráður kærður í lögreglukerfið frá því honum hafi verið sleppt úr fangelsi í maí. Það hafi verið fyrir ýmis brot eins og líkamsárás, hótanir, fjársvik, fíkniefnalagabrot, brot á lyfjalögum, heimilisofbeldi og hótanir, vopnalagabrot og ofbeldi gagnvart opinberum starfsmönnum.
Lögreglumál Akureyri Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Sjá meira