Pfizer-skorturinn teygir á áætlunum um hjarðónæmi Birgir Olgeirsson skrifar 16. desember 2020 17:45 Breytingar á afhendingu bóluefnis Pfizer gætu orðið til þess að bjartsýnustu spár stjórnvalda um hjarðónæmi munu ekki rætast. Heilbrigðisráðherra segir ljóst að afhending á skömmtum á næsta ári sé breytingum háð. Ísland fær bóluefni frá Pfizer fyrir 5.000 manns en ekki 10.000 manns um áramótin eins og til stóð vegna hráefnisskorts. Áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir að ná hjarðónæmi við kórónuveirunni hér á landi fyrir lok fyrsta ársfjórðungs nýs árs. Heilbrigðisráðherra segir það vera bjartsýnustu spár stjórnvalda. „Og við erum í raun og veru ekki komin með afhendingaráætlun frá öllum þessum söluaðilum sem við erum að versla við,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Stjórnvöld hafa þegar samið við Pfizer og AstraZeneca og eru samningar við Moderna langt komnir. „Þessi breyting nákvæmlega gerir það að verkum að í aðra áttina erum við að teygja tímalínuna inn í árið, en í hina áttina lítur út fyrir að við getum byrjað bólusetningar strax á milli jóla og nýárs fyrir fyrstu hópana. Þannig að þetta er svona bæði og en stóra tímalínan er auðvitað sú að við erum að ná að hefja þennan kafla bólusetninga gegn Covid-19,“ segir Svandís. Pfizer ætlaði að afhenda 100 milljónir skammta árið 2020 en nú er ljóst að fyrirtækið nær að afhenda 50 milljónir skammta. Fyrirtækið hefur þó heitið því að afhenda 1,3 milljarða skammta á næsta ári. Svandís segir að stjórnvöld hafi ekki nákvæmar dagsetningar yfir afhendingu á öllum þessum skömmtum sem þau hafa samið um. „Það er ennþá breytingum undirorpið eins og til dæmis að því er varðar Pfizer og hráefnin. Við erum að sjá að þetta getur teygst eitthvað til. En aðal atriðið er að þessi kafli er að hefjast og 2021 verður stóra bólusetninga árið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. 15. desember 2020 18:36 Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Ísland fær bóluefni frá Pfizer fyrir 5.000 manns en ekki 10.000 manns um áramótin eins og til stóð vegna hráefnisskorts. Áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir að ná hjarðónæmi við kórónuveirunni hér á landi fyrir lok fyrsta ársfjórðungs nýs árs. Heilbrigðisráðherra segir það vera bjartsýnustu spár stjórnvalda. „Og við erum í raun og veru ekki komin með afhendingaráætlun frá öllum þessum söluaðilum sem við erum að versla við,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Stjórnvöld hafa þegar samið við Pfizer og AstraZeneca og eru samningar við Moderna langt komnir. „Þessi breyting nákvæmlega gerir það að verkum að í aðra áttina erum við að teygja tímalínuna inn í árið, en í hina áttina lítur út fyrir að við getum byrjað bólusetningar strax á milli jóla og nýárs fyrir fyrstu hópana. Þannig að þetta er svona bæði og en stóra tímalínan er auðvitað sú að við erum að ná að hefja þennan kafla bólusetninga gegn Covid-19,“ segir Svandís. Pfizer ætlaði að afhenda 100 milljónir skammta árið 2020 en nú er ljóst að fyrirtækið nær að afhenda 50 milljónir skammta. Fyrirtækið hefur þó heitið því að afhenda 1,3 milljarða skammta á næsta ári. Svandís segir að stjórnvöld hafi ekki nákvæmar dagsetningar yfir afhendingu á öllum þessum skömmtum sem þau hafa samið um. „Það er ennþá breytingum undirorpið eins og til dæmis að því er varðar Pfizer og hráefnin. Við erum að sjá að þetta getur teygst eitthvað til. En aðal atriðið er að þessi kafli er að hefjast og 2021 verður stóra bólusetninga árið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07 Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. 15. desember 2020 18:36 Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Öll aðildarríki ESB byrji að bólusetja sama dag Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að öll aðilarríki sambandsins eigi að hefja bólusetningu gegn Covid-19 sama daginn. 16. desember 2020 10:07
Pfizer bóluefnið gæti fengið leyfi á Íslandi á Þorláksmessu Pfizer-bóluefnið gæti verið komið með markaðsleyfi á Íslandi á þorláksmessu eftir að Lyfjastofnun Evrópu ákvað að flýta fundi sínum. Hráefnaskortur veldur því að Íslendingar fá færri skammta af bóluefninu um áramótin en til stóð. 15. desember 2020 18:36
Hráefnisskortur ástæða þess að Ísland fær færri skammta frá Pfizer Ástæðan fyrir því að Íslendingar munu fá færri skammta af bóluefni frá Pfizer er hráefnisskortur. Þetta kemur fram í bæði í svari heilbrigðisráðuneytisins og Evrópuútibúi lyfjaframleiðandans Pfizer við fyrirspurn fréttastofu. 15. desember 2020 13:36