Enn falla aurskriður á Seyðisfirði Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2020 21:36 Hér má sjá mynd af einni skriðu sem tekin var síðdegis. Davíð Kristinsson Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis eftir að tvær skriður féllu á Seyðisfirði og á hús. Hluti bæjarins var rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. Kristján segir að þegar mest var hafi 67 manns verið í fjöldahjálparstöðinni. Flestir hafa þó farið annað, til ættingja og vina. Hann segir enn fremur að óvissustig verði næst endurskoðað í fyrramálið. Hins vegar sé áframhaldandi vatnsveðri spáð næstu daga og jafnvel fram að helgi. Kristján segir að líklega verði óvissustigið áfram. Hér má sjá myndband sem tekið var fyrr í dag. Engin slys hafa orðið á fólki. Fyrr í kvöld kom fram á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi að vitað sé að flætt hafi inn í nokkur hús. Enn sé þó óvíst með skemmdir og að það muni skýrast með morgninum. Sama vatnsveðrið er meira og minna á öllu Austurlandi og Kristján segir að reynt sé að vakta aðra staði eins og hægt sé. Á vef almannavarna er fjallað um varnir og viðbúnað varðandi aurskriður. Þar segir að fólk eigi að halda sig innandyra, sé hætta á aurskriðum, og dvelja þeim megin í hýbýlum sínum sem snúa frá fjallshlíðinni. Loka eigi gluggum og millihurðum og jafnvel setja hlera fyrir þá glugga sem snúi að fjallinu. Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu. 15. desember 2020 16:39 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir síðdegis eftir að tvær skriður féllu á Seyðisfirði og á hús. Hluti bæjarins var rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. Kristján segir að þegar mest var hafi 67 manns verið í fjöldahjálparstöðinni. Flestir hafa þó farið annað, til ættingja og vina. Hann segir enn fremur að óvissustig verði næst endurskoðað í fyrramálið. Hins vegar sé áframhaldandi vatnsveðri spáð næstu daga og jafnvel fram að helgi. Kristján segir að líklega verði óvissustigið áfram. Hér má sjá myndband sem tekið var fyrr í dag. Engin slys hafa orðið á fólki. Fyrr í kvöld kom fram á Facebooksíðu Lögreglunnar á Austurlandi að vitað sé að flætt hafi inn í nokkur hús. Enn sé þó óvíst með skemmdir og að það muni skýrast með morgninum. Sama vatnsveðrið er meira og minna á öllu Austurlandi og Kristján segir að reynt sé að vakta aðra staði eins og hægt sé. Á vef almannavarna er fjallað um varnir og viðbúnað varðandi aurskriður. Þar segir að fólk eigi að halda sig innandyra, sé hætta á aurskriðum, og dvelja þeim megin í hýbýlum sínum sem snúa frá fjallshlíðinni. Loka eigi gluggum og millihurðum og jafnvel setja hlera fyrir þá glugga sem snúi að fjallinu.
Múlaþing Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47 Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu. 15. desember 2020 16:39 Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Bíða þarf dagsbirtu til að meta tjónið á Seyðisfirði Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir eftir að aurskriður féllu meðal annars á hús á Seyðisfirði nú síðdegis. Hluti bæjarins hefur verið rýmdur og fjöldahjálparstöð opnuð. 15. desember 2020 18:47
Hús rýmd á Seyðisfirði vegna aurskriða Tvær skriður féllu úr Botnum utan við Nautaklauf á Seyðisfirði á þriðja tímanum í dag og ná nær niður á jafnsléttu. Önnur skriðan féll á hús en samkvæmt fyrstu upplýsingum eru skemmdir sagðar óverulegar. Nokkur hús við hafa verið rýmd vegna ofanflóðahættu. 15. desember 2020 16:39