Óvissa varðandi hópamyndanir utandyra Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2020 15:41 Frá gluggatónleikum Auðar á laugardaginn. Prikið/Twitch Óljóst er hvort gluggatónleikar Priksins á Laugavegi á laugardag brutu gegn reglum um samkomubann. Sóttvarnalæknir segir hins vegar ljóst að útitónleikar séu ekki í anda sóttvarnareglna, þó svo að þeir brjóti hugsanlega ekki gegn reglunum. Tónlistarmaðurinn Auður lék tónlist sína fyrir vegfarendur á Laugavegi síðdegis á laugardag. Margir stöldruðu við fyrir utan gluggann en fyrir innan hann var Auður í litlu rými og söng sín þekktustu lög. Hópamyndunin varð umtalsverð en samkvæmt reglum um um fjöldatakmarkanir er hámarksfjöldi í sama rými tíu. Þeir sem gerast sekir um að skipuleggja samkomu sem brýtur gegn reglum um fjöldatakmörkun geta átt fyrir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt. Reglurnar eins og þær líta út í dag.covid.is Hvorki lögregla, almannavarnir, sóttvarnalæknir eða heilbrigðisráðuneytið hafa enn sem komið er treyst sér til að leggja mat á hvort þessi hópamyndun sem átti sér stað á Laugavegi á laugardag geti talist sem brot við reglum um fjöldatakmarkanir. Ekki einfalt mat „Það er lögreglan sem metur það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað fyrirspurninni til þeirra sem setja reglurnar. Fréttastofa er með útistandandi fyrirspurn á heilbrigðisráðuneytið um málið. Þórólfur segir þetta ekki einfalt mat. „Það eru náttúrlega ýmsir erfiðleikar í þessu að meta hvernig á að skilgreina rými utandyra,“ segir Þórólfur. Þá þurfi að meta hvort fólk hafi staldrað stutt við. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Almannavarnir „Við vitum að það þarf ákveðinn tíma í ákveðinni nánd til að smithætta sé til staðar. Ef fólk er á hreyfingu fram hjá hvert öðru er smithætta ekki mikil. Þetta er mat sem lögreglan verður að leggja á þetta. Ég treysti mér ekki til þess, ég var ekki þarna, hef bara skoðað myndir af þessu sem er ekki nægjanlegt til að leggja mat á þetta,“ Útitónleikar ekki í anda reglna Spurður hvort þetta gæti opnað möguleika á útitónleikum segir Þórólfur að það yrði ekki anda reglnanna. „Og ég hef rætt við borgarstjóra um það að þetta væri ekki í anda sóttvarnarreglna. Ég held að hann ætli að skoða það frekar með sínu fólki að það yrði mælst til að þetta myndi ekki endurtaka sig.“ Prikið hefur tilkynnt að það muni ekki halda fleiri gluggatónleika. Verða þeir framvegis einungis aðgengilegir í streymi. Hins vegar hélt Þjóðleikhúsið um liðna helgi útiskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins. Þórólfur segir Þjóðleikhúsið hafa fengið leyfi frá heilbrigðisráðuneytinu fyrir slíkri uppákomu. „Það er líka vert að minnast á að þetta var gjörningur fyrir börn sem eru undanþegin þessum sóttvarnarreglum. Nákvæmlega hvernig þetta var svo framkvæmt veit ég ekki,“ segir Þórólfur. Hann biður alla sem skipuleggja viðburði utandyra að hugsa grunninn í sóttvarnatilmælum. „Þetta á að vera tiltölulega einfalt hvað má og hvað ekki og hvað er varhugavert og hvað ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. 14. desember 2020 17:38 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Auður lék tónlist sína fyrir vegfarendur á Laugavegi síðdegis á laugardag. Margir stöldruðu við fyrir utan gluggann en fyrir innan hann var Auður í litlu rými og söng sín þekktustu lög. Hópamyndunin varð umtalsverð en samkvæmt reglum um um fjöldatakmarkanir er hámarksfjöldi í sama rými tíu. Þeir sem gerast sekir um að skipuleggja samkomu sem brýtur gegn reglum um fjöldatakmörkun geta átt fyrir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt. Reglurnar eins og þær líta út í dag.covid.is Hvorki lögregla, almannavarnir, sóttvarnalæknir eða heilbrigðisráðuneytið hafa enn sem komið er treyst sér til að leggja mat á hvort þessi hópamyndun sem átti sér stað á Laugavegi á laugardag geti talist sem brot við reglum um fjöldatakmarkanir. Ekki einfalt mat „Það er lögreglan sem metur það,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað fyrirspurninni til þeirra sem setja reglurnar. Fréttastofa er með útistandandi fyrirspurn á heilbrigðisráðuneytið um málið. Þórólfur segir þetta ekki einfalt mat. „Það eru náttúrlega ýmsir erfiðleikar í þessu að meta hvernig á að skilgreina rými utandyra,“ segir Þórólfur. Þá þurfi að meta hvort fólk hafi staldrað stutt við. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Almannavarnir „Við vitum að það þarf ákveðinn tíma í ákveðinni nánd til að smithætta sé til staðar. Ef fólk er á hreyfingu fram hjá hvert öðru er smithætta ekki mikil. Þetta er mat sem lögreglan verður að leggja á þetta. Ég treysti mér ekki til þess, ég var ekki þarna, hef bara skoðað myndir af þessu sem er ekki nægjanlegt til að leggja mat á þetta,“ Útitónleikar ekki í anda reglna Spurður hvort þetta gæti opnað möguleika á útitónleikum segir Þórólfur að það yrði ekki anda reglnanna. „Og ég hef rætt við borgarstjóra um það að þetta væri ekki í anda sóttvarnarreglna. Ég held að hann ætli að skoða það frekar með sínu fólki að það yrði mælst til að þetta myndi ekki endurtaka sig.“ Prikið hefur tilkynnt að það muni ekki halda fleiri gluggatónleika. Verða þeir framvegis einungis aðgengilegir í streymi. Hins vegar hélt Þjóðleikhúsið um liðna helgi útiskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins. Þórólfur segir Þjóðleikhúsið hafa fengið leyfi frá heilbrigðisráðuneytinu fyrir slíkri uppákomu. „Það er líka vert að minnast á að þetta var gjörningur fyrir börn sem eru undanþegin þessum sóttvarnarreglum. Nákvæmlega hvernig þetta var svo framkvæmt veit ég ekki,“ segir Þórólfur. Hann biður alla sem skipuleggja viðburði utandyra að hugsa grunninn í sóttvarnatilmælum. „Þetta á að vera tiltölulega einfalt hvað má og hvað ekki og hvað er varhugavert og hvað ekki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. 14. desember 2020 17:38 Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. 14. desember 2020 17:38
Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. 13. desember 2020 10:21