Prikið heldur ekki fleiri gluggatónleika Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2020 17:38 Auður skemmti gestum og gangandi fyrir utan Prikið síðasta laugardag. Facebook/Prikið Prikið Kaffihús mun ekki halda fleiri gluggatónleika. Ákvörðunin var tekin eftir að hópur myndaðist fyrir utan staðinn síðastliðinn laugardag þegar tónlistarmaðurinn Auður hélt tónleika í glugga staðarins. Margir tónleikagestanna voru ekki með grímur fyrir vitum og stóð fólk þétt saman. Prikið hefur undanfarnar vikur verið lokað fyrir gestum en ýmsir viðburðir á vegum staðarins hafa verið sýndir í glugganum og þeim einnig verið streymt á netinu. „Okkur finnst mikilvægt eins og mörgum öðrum, að hafa eitthvað líf í glugganum, hafa ljósin kveikt og skapa einhverja vinnu fyrir okkar góða listafólk og plötusnúða,“ skrifar Prikið í tilkynningu á Facebook. Tilkynning: Undanfarnar vikur höfum við á Prikinu verið með allskonar skemmtilega viðburði í glugganum okkar sem hefur...Posted by Prikið Kaffihús on Monday, December 14, 2020 Þar stendur jafnframt að áhugi fyrir tónleikum Auðar hafi verið mikill, sem hefði mátt sjá fyrir enda Auður einn af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Hópur hafi myndast fyrir utan staðinn í þær 25 mínútur sem hann spilaði. Því hafi forsvarsmenn staðarins ákveðið að leggja höfuðáherslu á streymi frá þeim viðburðum sem búið er að skipuleggja fyrir jólin. „Við munum draga gluggatjöldin fyrir, en allir landsmenn geta notið tónleikanna á netinu. Listamennirnir fá að sinna sinni vinnu, og við hin að njóta hennar. Þetta er gert í góðu samráði við Reykjavíkurborg sem hefur verið í samtali við sóttvarnalækni um málið,“ segir í tilkynningunni. Næstu áformuðu tónleikar á Prikinu eru með Bríet klukkan 16 á fimmtudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. 14. desember 2020 08:52 Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. 13. desember 2020 21:26 Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Prikið hefur undanfarnar vikur verið lokað fyrir gestum en ýmsir viðburðir á vegum staðarins hafa verið sýndir í glugganum og þeim einnig verið streymt á netinu. „Okkur finnst mikilvægt eins og mörgum öðrum, að hafa eitthvað líf í glugganum, hafa ljósin kveikt og skapa einhverja vinnu fyrir okkar góða listafólk og plötusnúða,“ skrifar Prikið í tilkynningu á Facebook. Tilkynning: Undanfarnar vikur höfum við á Prikinu verið með allskonar skemmtilega viðburði í glugganum okkar sem hefur...Posted by Prikið Kaffihús on Monday, December 14, 2020 Þar stendur jafnframt að áhugi fyrir tónleikum Auðar hafi verið mikill, sem hefði mátt sjá fyrir enda Auður einn af vinsælustu tónlistarmönnum landsins. Hópur hafi myndast fyrir utan staðinn í þær 25 mínútur sem hann spilaði. Því hafi forsvarsmenn staðarins ákveðið að leggja höfuðáherslu á streymi frá þeim viðburðum sem búið er að skipuleggja fyrir jólin. „Við munum draga gluggatjöldin fyrir, en allir landsmenn geta notið tónleikanna á netinu. Listamennirnir fá að sinna sinni vinnu, og við hin að njóta hennar. Þetta er gert í góðu samráði við Reykjavíkurborg sem hefur verið í samtali við sóttvarnalækni um málið,“ segir í tilkynningunni. Næstu áformuðu tónleikar á Prikinu eru með Bríet klukkan 16 á fimmtudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. 14. desember 2020 08:52 Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. 13. desember 2020 21:26 Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Segir ekki koma í ljós fyrr en eftir viku hvort veiran hafi dreift sér á gluggatónleikunum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vel hugsanlegt að kórónuveiran hafi eitthvað náð að dreifa sér á gluggatónleikum við Prikið í miðbæ Reykjavíkur á laugardag. 14. desember 2020 08:52
Auka sóttvarnir á næstu gluggaskemmtunum Forsvarsmenn Priksins hyggjast halda áfram að bjóða gestum og gangandi á Laugavegi upp á „gluggaskemmtun“ og munu á sama tíma gera allt mögulegt til að tryggja öryggi viðstaddra. 13. desember 2020 21:26
Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30