Meiri sveigjanleiki í fæðingarorlofi samkvæmt drögum að nefndaráliti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. desember 2020 12:00 Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði eftir áramót. vísir/Vilhelm Framseljanlegum mánuðum í lengdu fæðingarorlofi verður fjölgað úr einum í tvo samkvæmt drögum að nefndaráliti velferðarnefndar Alþingis. Enn er þó ágreiningur um málið innan nefndarinnar. Fæðingarorlof verður lengt úr tíu mánuðum í tólf eftir áramót samkvæmt frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof sem hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Í frumvarpinu er lagt upp með að hvort foreldri eigi rétt til allt að sex mánaða orlofs. Heimilt sé þó að framselja einn mánuð, svo að annað foreldri geti tekið sjö mánuða orlof. Mikill ágreiningur hefur verið um málið og í fjölda umsagna í samráðsgátt og til nefndarinnar hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika og að framseljanlegum mánuðum verði fjölgað. Aðrir hafa þó talið fasta skiptingu í lögum tryggja þátttöku beggja foreldra í uppeldi og jafna stöðu foreldra á vinnumarkaði. Samkvæmt drögum að nefndaráliti sem hefur verið kynnt í nefndinni verður framseljanlegum mánuðum fjölgað úr einum í tvo. Annað foreldri geti þar með tekið átta mánaða orlof. Um málamiðlunartillögu er að ræða og samkvæmt heimildum fréttastofu er enn ágreiningur um málið. Til stendur þó að afgreiða málið fyrir þinghlé. Tíminn er naumur þar sem gert er ráð fyrir að þingið fari í jólafrí í lok vikunnar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis.vísir/VIlhelm Aðspurður um álitsdrögin segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, jákvætt ef meiri sveigjanleiki yrði tryggður. „Svigrúmið er bara svo mikilvægt til að tryggja það að hagur barnsins sé í fyrirrúmi þar sem aðstæður í hverri fjölskuldu eru svo mismunandi,“ segir Vilhjálmur. Hann segir mjög skiptar skoðanir um málið, bæði á milli flokka og innan þeirra. „Hvort það eigi að horfa á þetta út frá því að vera vinnumarkaðsúrræði og stórt jafnréttistæki, sem fæðingarorlofið náttúrulega er. Eða hvort það eigi að horfa á þetta út frá hagsmunum barnsins. En ég held að bæði þessi sjónarmið nái fram að ganga með því að hafa svigrúmið til staðar fyrir fjölskylduna. Þannig að skiptingin sé jöfn en með svigrúmi til framsals,“ segir Vilhjálmur. Börn og uppeldi Fæðingarorlof Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fæðingarorlof verður lengt úr tíu mánuðum í tólf eftir áramót samkvæmt frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof sem hefur verið til umfjöllunar í velferðarnefnd. Í frumvarpinu er lagt upp með að hvort foreldri eigi rétt til allt að sex mánaða orlofs. Heimilt sé þó að framselja einn mánuð, svo að annað foreldri geti tekið sjö mánuða orlof. Mikill ágreiningur hefur verið um málið og í fjölda umsagna í samráðsgátt og til nefndarinnar hefur verið kallað eftir meiri sveigjanleika og að framseljanlegum mánuðum verði fjölgað. Aðrir hafa þó talið fasta skiptingu í lögum tryggja þátttöku beggja foreldra í uppeldi og jafna stöðu foreldra á vinnumarkaði. Samkvæmt drögum að nefndaráliti sem hefur verið kynnt í nefndinni verður framseljanlegum mánuðum fjölgað úr einum í tvo. Annað foreldri geti þar með tekið átta mánaða orlof. Um málamiðlunartillögu er að ræða og samkvæmt heimildum fréttastofu er enn ágreiningur um málið. Til stendur þó að afgreiða málið fyrir þinghlé. Tíminn er naumur þar sem gert er ráð fyrir að þingið fari í jólafrí í lok vikunnar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í velferðarnefnd Alþingis.vísir/VIlhelm Aðspurður um álitsdrögin segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í velferðarnefnd, jákvætt ef meiri sveigjanleiki yrði tryggður. „Svigrúmið er bara svo mikilvægt til að tryggja það að hagur barnsins sé í fyrirrúmi þar sem aðstæður í hverri fjölskuldu eru svo mismunandi,“ segir Vilhjálmur. Hann segir mjög skiptar skoðanir um málið, bæði á milli flokka og innan þeirra. „Hvort það eigi að horfa á þetta út frá því að vera vinnumarkaðsúrræði og stórt jafnréttistæki, sem fæðingarorlofið náttúrulega er. Eða hvort það eigi að horfa á þetta út frá hagsmunum barnsins. En ég held að bæði þessi sjónarmið nái fram að ganga með því að hafa svigrúmið til staðar fyrir fjölskylduna. Þannig að skiptingin sé jöfn en með svigrúmi til framsals,“ segir Vilhjálmur.
Börn og uppeldi Fæðingarorlof Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira