Erlent

Jöfnuðu hótel Holi­day Inn við Was­hington DC við jörðu

Atli Ísleifsson skrifar
Byggingin var í hverfinu Rosslyn í Virginíu.
Byggingin var í hverfinu Rosslyn í Virginíu.

Hótel Holiday Inn í Rosslyn í Virginíu, við jaðar bandarísku höfuðborgarinnar Washington DC, var jafnað við jörðu á sunnudaginn.

Stórt svæði var girt af umhverfis hótelið sem var sprengt klukkan átta að morgni.

Byggingin stóð við 1900 Fort Myer Drive, var átján hæða og bauð upp á útsýni yfir bandarísku höfuðborgina. Hótelið opnaði árið 1972.

Ekki stendur til að reisa annað hótel á reitnum heldur segir í bandarískum fjölmiðlum að þar muni rísa íbúða- og verslunarrými.

Sjá má myndband af sprengingunni að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×