Innlent

Frelsissvipting og líkamsárás í Kópavogi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan rannsakar mál þar sem maður var frelsissviptur, laminn og rændur í Kópavogi.
Lögreglan rannsakar mál þar sem maður var frelsissviptur, laminn og rændur í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar árásármanna sem grunaðir eru um að hafa frelsissvipt mann, lamið hann og rænt í Kópavogi.

Ekki er tekið fram í dagbók lögreglu hvenær tilkynning barst um málið. Málið er í rannsókn.

Þá var einn maður vistaður í fangaklefa eftir að hafa verið handtekinn fyrir að brjótast inn á hótel en engin starfsemi er á hótelinu sem stendur.

Fjórir ökumenn voru svo stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×