Haltur og svolítið skítugur Bússi kominn í leitirnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 19:06 Bússi hvílist nú hjá Grétu og fer til dýralæknis á morgun. Aðsend Hundurinn Bússi er fundinn eftir rúmlega vikulanga leit. „Hann er furðugóður; hann haltrar aðeins og er pínu skítugur en samt ótrúlega lítið miðað við alla útiveruna,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir. Bússi hvílist nú á heimili Grétu en heimsækir dýralækni á morgun. Hann fannst við Kópavogshöfn á Kársnesi en það voru tveir leitarmanna sem gengu fram á hann og fengu hann til sín með matargjöf. „Þeir hringdu í mig og ég brunaði að heiman frá mér og kallaði alla á svæðið,“ segir Gréta. „Ég hugsaði: Þetta er örugglega ekki Bússi... því hann er óöruggur í kringum karlmenn og hefur verið að hlaupa í burtu. En maðurinn sagðist hafa séð það strax að Bússi breyttist um leið og hann sá mig. Sem var gott að heyra.“ Fyrsta mál á dagskrá eftir að Bússi fannst var að hringja í „mömmu“ hans, Evu Hrönn, sem er föst erlendis vegna Covid-faraldursins. „Hún skældi alveg í símann og bara kom varla upp orði. Hún er mjög fegin og ég setti hana á speaker þegar Bússi var kominn í bílinn og leyfði honum að heyra aðeins í mömmu sinni.“ Tengsl Grétu og Evu eru þau að þær voru saman í gönguhóp og þar voru hundarnir með í för. Bússi þekkir því Grétu og mun dvelja hjá henni í góðu yfirlæti þar til Eva kemur heim. Þá ætla aðrir úr gönguhópnum einnig að leggja hönd á plóg. „Allir hugsa til hans og það eru allir tilbúnir að gera allt fyrir hann.“ Færsla Grétu á Hundasamfélaginu á Facebook. Dýr Gæludýr Kópavogur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Bússi hvílist nú á heimili Grétu en heimsækir dýralækni á morgun. Hann fannst við Kópavogshöfn á Kársnesi en það voru tveir leitarmanna sem gengu fram á hann og fengu hann til sín með matargjöf. „Þeir hringdu í mig og ég brunaði að heiman frá mér og kallaði alla á svæðið,“ segir Gréta. „Ég hugsaði: Þetta er örugglega ekki Bússi... því hann er óöruggur í kringum karlmenn og hefur verið að hlaupa í burtu. En maðurinn sagðist hafa séð það strax að Bússi breyttist um leið og hann sá mig. Sem var gott að heyra.“ Fyrsta mál á dagskrá eftir að Bússi fannst var að hringja í „mömmu“ hans, Evu Hrönn, sem er föst erlendis vegna Covid-faraldursins. „Hún skældi alveg í símann og bara kom varla upp orði. Hún er mjög fegin og ég setti hana á speaker þegar Bússi var kominn í bílinn og leyfði honum að heyra aðeins í mömmu sinni.“ Tengsl Grétu og Evu eru þau að þær voru saman í gönguhóp og þar voru hundarnir með í för. Bússi þekkir því Grétu og mun dvelja hjá henni í góðu yfirlæti þar til Eva kemur heim. Þá ætla aðrir úr gönguhópnum einnig að leggja hönd á plóg. „Allir hugsa til hans og það eru allir tilbúnir að gera allt fyrir hann.“ Færsla Grétu á Hundasamfélaginu á Facebook.
Dýr Gæludýr Kópavogur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira