Fótbolti

Ingi­björg leik­maður ársins í Noregi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ingibjörg hefur átt frábært tímabil með Vålerenga. Hún var í dag valin leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni.
Ingibjörg hefur átt frábært tímabil með Vålerenga. Hún var í dag valin leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni. Vålerenga

Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur verið valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar. Þetta fékk hún að vita á síðustu æfingu Vålerenga fyrir bikarúrslitaleikinn gegn Lilleström.

Ingibjörg hefur verið hreint út sagt mögnuð í hjarta varnar Vålerenga á tímabilinu. Liðið endaði sem meistari þar sem Ingibjörg var ekki aðeins sem klettur í vörn liðsins heldur skoraði hún fimm mörk í deildinni. Þar af nokkur sem tryggðu sigur.

Hún mætti í stutt spjall þar sem rætt var við hana um verðlaunin. Hún sagði að hún hefði verið mjög stressuð er þjálfari hennar hafi tilkynnt henni að þau þyrftu að ræða saman eftir æfingu. Hélt Ingibjörg að mögulega yrði hún bekkjuð í bikarúrslitaleiknum.

Bikarúrslitaleikurinn er í gangi sem stendur en að venjulegum leiktíma loknum er staðan markalaus og því þarf að framlengja.

Hér að neðan má sjá viðtal við Ingibjörgu Sigurðardóttur, Noregsmeistara og besta leikmann norsku úrvalsdeildarinnar 2020.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×