Lífið

Snýst um miklu meira en bara áfengi í blóðinu

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Danski stórleikarinn Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Druk.
Danski stórleikarinn Mads Mikkelsen fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Druk. Getty/Massimo Insabato

Myndin fjallar ekki aðeins um að vera með nokkur prómíl í blóðinu heldur um eitthvað miklu meira. Þetta segir danski stórleikarinn Mads Mikkelsen um upplifun sína af því að fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Druk í leikstjórn Thomas Vinterberg sem frumsýnd var fyrr á árinu. Mikkelsen hlaut í gær Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem besti leikarinn í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni.

Alls hlaut Druk fern verðlaun á hátíðinni en myndin fjallar um fjóra menntaskólakennara sem ákveða að gera tilraun sem felst í því að vera alltaf með nokkur prómíl af áfengi í blóðinu.

Verðlaunaafhending Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fór fram rafrænt í gær. Mads Mikkelsen hreppti verðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Druk.Getty

„Ég held að þessir tímar kalli á einhverja staðfestu um lífið. Og á alla vegi og kanta er þessi mynd staðfesting um lífið,“ segir Mikkelssen, en danska ríkisútvarpið DR greinir frá.

Sjálfur kvaðst leikstjórinn Thomas Vinterberg hrærður fyrir viðurkenningunni í samtali við DR. „Þetta er jú bara lítil mynd um danska drykkjumenn. Að það geti vakið svo mikla eftirtekt gerir mig afar stoltan,“ sagði Vinterberg. Dóttir hans fórst í bílslysi á meðan tökur myndarinnar stóðu yfir og er myndin tileinkuð minningu hennar og á stóran stað í hjarta leikstjórans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×