Hefur áhyggjur af næstu dögum vegna mikilla hópamyndana Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 11:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Lögreglan Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Fimm greindust á landamærunum og er beðið eftir niðurstöðu mótefnamælingar. 347 eru í sóttkví en þeim fjölgaði um 55 milli daga. 33 eru á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk 30 tilkynningar um hávaða í heimahúsi í gærkvöldi og í nótt. Kom fram í dagbók lögreglu að fjöldi samkvæma hefði verið á höfuðborgarsvæðinu og ljóst að margir hefðu slakað á vegna Covid. Á Laugaveginum safnaðist saman stór hópur fólks vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af næstu dögum þó tölur dagsins líti ágætlega út. „Maður hefur ákveðnar áhyggjur af því ef fólk er ekki að fara eftir þeim reglum sem eru í gangi og miklar hópamyndanir í gangi. Það getur skilað sér í fjölgun smita næstu dögum og vikunni og næstu helgi kannski,“ segir Þórólfur. Hann telur að harðari aðgerðir muni ekki endilega skila sér í því að smituðum fækki. „Það fer ekki eftir hvað við segjum eða hvaða takmarkanir eru í gangi, heldur meira hversu þreytt er fólk orðið á þessu ástandi og treystir fólk sér til að halda þessu áfram eða ekki. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum að hafa nokkuð góð tök á þessum faraldri eins og tölurnar sýna en það má lítið út af bregða og erum á viðkvæmum tíma núna. Hvað síðar verður er mjög erfitt að segja en það greinilegt að fólk er mjög óþreyjufullt og virðist eiga erfitt með sig á þessum tíma.“ Flestir fari eftir tilmælum en litlir hópar geri það ekki. Þannig nái veiran dreifingu og komist til fólksins sem er þó að passa sig. Áhyggjur eru af fjölda Íslendinga sem búa erlendis og eru á leið heim í jólafrí. Þórólfur minnir á að sá hópur verði að fara eftir fyrirmælum um einangrun og sóttkví. Veiran fannst í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Þórólfur rakningarvinnu en standa yfir. Þórólfur segir auðvelt að kenna yfirvöldum um að fólk leyfi sér of mikið þegar slakað er örlítið á aðgerðum. „Það er kannski voða auðvelt að kenna okkur um það í hvert skipti sem einhverjar tilslakanir eru og fólk leyfi sér mikið. Ég held að úthald almennings sé ekki voðalega mikið,“ segir Þórólfur. Harðar aðgerðir fái fólk ekki endilega til að standa saman, það eigi ekki bara við Ísland heldur sjáist það bersýnilega í öðrum löndum. „Þess vegna höfum við verið að reyna að sigla milli skers og báru í þessu að vera ekki með mjög takmarkandi aðgerðir í gangi heldur hafa svolitla skynsemi í þessu og höfða til fólks og fá það með okkur í þessu verkefni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk 30 tilkynningar um hávaða í heimahúsi í gærkvöldi og í nótt. Kom fram í dagbók lögreglu að fjöldi samkvæma hefði verið á höfuðborgarsvæðinu og ljóst að margir hefðu slakað á vegna Covid. Á Laugaveginum safnaðist saman stór hópur fólks vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af næstu dögum þó tölur dagsins líti ágætlega út. „Maður hefur ákveðnar áhyggjur af því ef fólk er ekki að fara eftir þeim reglum sem eru í gangi og miklar hópamyndanir í gangi. Það getur skilað sér í fjölgun smita næstu dögum og vikunni og næstu helgi kannski,“ segir Þórólfur. Hann telur að harðari aðgerðir muni ekki endilega skila sér í því að smituðum fækki. „Það fer ekki eftir hvað við segjum eða hvaða takmarkanir eru í gangi, heldur meira hversu þreytt er fólk orðið á þessu ástandi og treystir fólk sér til að halda þessu áfram eða ekki. Ég held að það sé nokkuð ljóst að við erum að hafa nokkuð góð tök á þessum faraldri eins og tölurnar sýna en það má lítið út af bregða og erum á viðkvæmum tíma núna. Hvað síðar verður er mjög erfitt að segja en það greinilegt að fólk er mjög óþreyjufullt og virðist eiga erfitt með sig á þessum tíma.“ Flestir fari eftir tilmælum en litlir hópar geri það ekki. Þannig nái veiran dreifingu og komist til fólksins sem er þó að passa sig. Áhyggjur eru af fjölda Íslendinga sem búa erlendis og eru á leið heim í jólafrí. Þórólfur minnir á að sá hópur verði að fara eftir fyrirmælum um einangrun og sóttkví. Veiran fannst í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Þórólfur rakningarvinnu en standa yfir. Þórólfur segir auðvelt að kenna yfirvöldum um að fólk leyfi sér of mikið þegar slakað er örlítið á aðgerðum. „Það er kannski voða auðvelt að kenna okkur um það í hvert skipti sem einhverjar tilslakanir eru og fólk leyfi sér mikið. Ég held að úthald almennings sé ekki voðalega mikið,“ segir Þórólfur. Harðar aðgerðir fái fólk ekki endilega til að standa saman, það eigi ekki bara við Ísland heldur sjáist það bersýnilega í öðrum löndum. „Þess vegna höfum við verið að reyna að sigla milli skers og báru í þessu að vera ekki með mjög takmarkandi aðgerðir í gangi heldur hafa svolitla skynsemi í þessu og höfða til fólks og fá það með okkur í þessu verkefni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira