Vonbrigði að heyra af fjölda samkvæma og varhugaverðri hópamyndun á Laugavegi Birgir Olgeirsson skrifar 13. desember 2020 10:21 Töluverður hópur kom saman vegna tónleika Auðar á Laugaveginum í gærkvöldi. Lögreglan fékk þrjátíu tilkynningar um hávaða í heimahúsum í gærkvöldi og nótt og stór hópur fólk safnaðist saman á Laugaveginum vegna tónleika Auðar síðdegis í gær. Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, segir mikil vonbrigði að heyra af þessu. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að töluvert hafi verið um samkvæmi í heimahúsi í nótt og allur gangur á hvort fólk virti tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk hafa slakað á varðandi Covid,“ var sagt í dagbók lögreglu. Þá mátti sjá mikla hópamyndun á Laugaveginum síðdegis í gær þegar tónlistarmaðurinn Auður skemmti gangandi vegfarendum. Um er að ræða verkefnið Sköpum líf í lokun á vegum Priksins sem er styrkt af Reykjavíkurborg. Hægt er að horfa á tónleikana hér. Tónleikararni eru hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun. Þorsti í fólki „Ég verð að viðurkenna að þetta eru svolítil vonbrigði að heyra þetta,“ segir Rögnvaldur í samtali við Vísi um öll samkvæmin í heimahúsi. „Maður hafði á tilfinningunni að síðustu tvær helgar hefði fólk verið að taka tillit til þessara tilmæla og halda að sér að hittast og svoleiðis. En á sama tíma skilur maður þetta alveg, það er mikill þorsti hjá fólki að hittast og þetta er þessi árstími sem fólk tengir við svona og hefðirnar ganga út á þetta. En þetta eru töluverð vonbrigði verð ég að segja,“ segir Rögnvaldur. Hann segir að slík hegðun geti leitt til þess að faraldurinn komist á skrið á ný. Rögnvaldur ÓlafssonVísir/Vilhelm „Við erum búin að tala um það frá því í nóvember að við höfum miklar áhyggjur af þessum árstíma. Þetta er þessi tími sem fólk er að hittast saman og það er kjör endur fyrir veiruna að komast áfram, þess vegna er verið að biðla til fólks að vera ekki að hittast. Ég tala ekki um núna ef þú ert óheppinn og færð veiruna ertu að veðja jólunum þínum, þá verðurðu líklega í einangrun á jólunum.“ Ekki endilega óhætt utandyra Hann segir hópamyndunina við tónleika Auður á Laugaveginum ekki æskilega. „Það er vissulega virðingarvert að það sé verið að bjóða upp á skemmtun og eitthvað fyrir fólk en á sama tíma verður fólk að átta sig á því og muna hvað við erum að gera. Það er hægt að njóta tónlistar án þess að safnast saman allir og ekki sitja alla tónleikana. Halda hreyfingu og hjálpa til, ef það er verið að gera eitthvað til dægrastyttingar að búa ekki til raðir eða hópa. Ef fólki líður ekki vel í aðstæðum og finnst það vera þröngt að fara þá í burtu. Þessar tíu manna samkomutakmarkanir sem eru í gangi núna eru líka hugsaðar úti. Við erum að biðja fólk að taka þátt í þessu og hjálpa okkur. Það vita allir hvað við erum að gera og stefna að.“ Hann segir svona hópamyndun geta verið varhugaverða með tilliti til útbreiðslu veirunnar, þó svo að hún eigi sér stað utandyra. „Það geta verið hættulegar aðstæður ef fólk er mjög þétt ef allir eru ekki með grímur og þess háttar, við höfum tekið eftir að fólk slakar á ef það er úti hefur tilfinningu að veiran dreifist minna og öðruvísi úti við en það er ekkert sjálfgefið að það sé þannig. Ef það er stutt í næsta mann fer hún auðveldlega á milli, ef það er kyrrt í einhvern tíma.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30 Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. 12. desember 2020 13:00 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom fram að töluvert hafi verið um samkvæmi í heimahúsi í nótt og allur gangur á hvort fólk virti tíu manna samkomubann eða ekki. „Eitthvað virðist fólk hafa slakað á varðandi Covid,“ var sagt í dagbók lögreglu. Þá mátti sjá mikla hópamyndun á Laugaveginum síðdegis í gær þegar tónlistarmaðurinn Auður skemmti gangandi vegfarendum. Um er að ræða verkefnið Sköpum líf í lokun á vegum Priksins sem er styrkt af Reykjavíkurborg. Hægt er að horfa á tónleikana hér. Tónleikararni eru hluti af verkefninu Sköpum líf í lokun. Þorsti í fólki „Ég verð að viðurkenna að þetta eru svolítil vonbrigði að heyra þetta,“ segir Rögnvaldur í samtali við Vísi um öll samkvæmin í heimahúsi. „Maður hafði á tilfinningunni að síðustu tvær helgar hefði fólk verið að taka tillit til þessara tilmæla og halda að sér að hittast og svoleiðis. En á sama tíma skilur maður þetta alveg, það er mikill þorsti hjá fólki að hittast og þetta er þessi árstími sem fólk tengir við svona og hefðirnar ganga út á þetta. En þetta eru töluverð vonbrigði verð ég að segja,“ segir Rögnvaldur. Hann segir að slík hegðun geti leitt til þess að faraldurinn komist á skrið á ný. Rögnvaldur ÓlafssonVísir/Vilhelm „Við erum búin að tala um það frá því í nóvember að við höfum miklar áhyggjur af þessum árstíma. Þetta er þessi tími sem fólk er að hittast saman og það er kjör endur fyrir veiruna að komast áfram, þess vegna er verið að biðla til fólks að vera ekki að hittast. Ég tala ekki um núna ef þú ert óheppinn og færð veiruna ertu að veðja jólunum þínum, þá verðurðu líklega í einangrun á jólunum.“ Ekki endilega óhætt utandyra Hann segir hópamyndunina við tónleika Auður á Laugaveginum ekki æskilega. „Það er vissulega virðingarvert að það sé verið að bjóða upp á skemmtun og eitthvað fyrir fólk en á sama tíma verður fólk að átta sig á því og muna hvað við erum að gera. Það er hægt að njóta tónlistar án þess að safnast saman allir og ekki sitja alla tónleikana. Halda hreyfingu og hjálpa til, ef það er verið að gera eitthvað til dægrastyttingar að búa ekki til raðir eða hópa. Ef fólki líður ekki vel í aðstæðum og finnst það vera þröngt að fara þá í burtu. Þessar tíu manna samkomutakmarkanir sem eru í gangi núna eru líka hugsaðar úti. Við erum að biðja fólk að taka þátt í þessu og hjálpa okkur. Það vita allir hvað við erum að gera og stefna að.“ Hann segir svona hópamyndun geta verið varhugaverða með tilliti til útbreiðslu veirunnar, þó svo að hún eigi sér stað utandyra. „Það geta verið hættulegar aðstæður ef fólk er mjög þétt ef allir eru ekki með grímur og þess háttar, við höfum tekið eftir að fólk slakar á ef það er úti hefur tilfinningu að veiran dreifist minna og öðruvísi úti við en það er ekkert sjálfgefið að það sé þannig. Ef það er stutt í næsta mann fer hún auðveldlega á milli, ef það er kyrrt í einhvern tíma.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30 Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. 12. desember 2020 13:00 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði. 12. desember 2020 15:30
Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld. 12. desember 2020 13:00