Innlent

Þeir sem eiga boð í gleðskap hugsi sig um hvar þeir vilji vera um jólin

Birgir Olgeirsson skrifar
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Rögnvaldur Ólafsson deildarstjóri almannavarna. 
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Rögnvaldur Ólafsson deildarstjóri almannavarna.  Vísir/Vilhelm

Rögnvaldur Ólafsson, deildarstjóri almannavarnadeildar, hvetur fólk til að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin ef því hefur verið boðið í gleðskap í kvöld.

Hann og sóttvarnlæknir hafa talsverðar áhyggjur af hópamyndunum nú um helgina.

„Það er ennþá veira í samfélaginu og hún á mjög auðvelt með að fara af stað í slíku umhverfi,“ segir Rögnvaldur sem bendir á fyrsti jólasveinninn kom til byggða í nótt sem ætti að gefa fólki góða mynd á hve stutt er til jóla. Veikist einhver á næstu dögum verður hann trúlega í einangrun um jólin.

„Ég held að það sé virkilega gott fyrir fólk að hugsa sig um hvar það vill vera um jólin. Hvort það sé þess virði að taka sénsinn og fara út,“ segir Rögnvaldur og talar þar til fólks sem hefur jafnvel fengið boð um að mæta í gleðskap í kvöld.

Hann hefur þó fullan skilning á að fólk sé orðið þreytt á ástandinu og þrái tilbreytingu.

„En þetta er ekki búið. Það þarf meira úthald og það er ákall okkar til fólksins að sýna meira úthald og klára þetta með okkur.ׅ“


Tengdar fréttir

„Þetta er áhættutími“

Sóttvarnalæknir segir stöðu faraldursins hér á landi ágæta en nú fari í hönd mikill áhættutími tengdur aðventunni. Fólk þurfi að passa sig vilji það ekki verja jólunum í veikindi

Fimm greindust með covid-19 innanlands í gær

Fimm greindust með covid-19 innanlands í gær. Þar af voru þrír í sóttkví en tveir utan sóttkvíar. Í uppfærðum tölum á covid.is kemur fram að nú séu alls 292 í sóttkví og 178 í einangrun. Fjölgar þannig um nokkra sem eru í sóttkví milli daga en þeim fækkar um tíu sem eru í einangrun. Rúmlega 1.200 sýni voru tekin í gær.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.