Tónlist

Svona voru tónleikarnir sem Auður hélt í glugganum á Prikinu

Sylvía Hall skrifar
Auður skemmtir gestum og gangandi í glugga Priksins í dag.
Auður skemmtir gestum og gangandi í glugga Priksins í dag. vísir/daníel þór

Prikið hefur boðið uppá plötusnúðasett í gluggum sínum undanfarin misseri og bætir nú um betur með röð tónleika í desembermánuði.

Tónleikarnir eru hluti af verkefninu Sköpum Líf í lokun. Síðustu helgi var það Birnir sem hélt uppi stemningunni, en næstur í röðinni var tónlistarmaðurinn Auður. Horfa má á tónleikana hér. 

Tónlist var flutt innan úr gluggum neðri hæðar Priksins en hljóð var borið fram á götu. Gestir og gangandi voru hvattir til að doka við og njóta lifandi tónlistar. 

Viðburðinum var streymt á netinu svo fólk gat horft heima í stofu eða hlustað á útvarpstöðinni FM 94,1 - Útvarp 101.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.