Fjölskylduhjálp segir meirihluta skjólstæðinga vera af erlendum uppruna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2020 15:37 Ásgerður Jóna Flosadóttir, er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Tölfræði sem samtökin birtu í gær sýnir að 42% skjólstæðinga samtakanna eru með íslenskt ríkisfang en 58% með erlent ríkisfang. Appelsínuguli flöturinn sýnir fjölda þeirra sem eru með íslenskt ríkisfang. Samsett mynd Fjölskylduhjálp Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem fram hafa komið í fjölmiðlum þess efnis að samtökin hafi mismunað skjólstæðingum sínum á grundvelli uppruna. Í yfirlýsingunni sem birtist á vef Fjölskylduhjálpar í gær er tekið fram að 58% skjólstæðinga séu með erlent ríkisfang og að gagnrýnin byggi á „staðreyndavillum.“ Fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá hafi nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar sakað formann samtakanna um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður samtakanna, hafnaði beiðni fréttastofu um viðtal vegna fréttarinnar þegar eftir því var leitað fyrr í vikunni. Í kjölfar fréttarinnar sendu Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) frá sér yfirlýsingu þar sem Reykjavíkurborg er hvött til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna. Í gær birtist tilkynning á heimasíðu samtakanna þar sem áhersla er lögð á að meirihluti skjólstæðinga samtakanna séu af erlendum uppruna. Gagnrýninni sem fram hefur komið í fjölmiðlum er að öðru leyti ekki efnislega svarað en sögð byggja á „staðreyndavillum“ sem hafðar séu eftir „aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti,“ að því er segir í tilkynningunni. „Vegna þeirra staðreyndavilla sem fjölmiðlar birta og hafa eftir aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti, þykir okkur það vera okkar skylda að birta hér skífurit unnið upp úr tölum yfir úthlutanir Fjölskylduhjálparinnar síðastliðið ár,“ segir í tilkynningunni en tölfræðna sem vísað er til má nálgast hér. „Hefur það alltaf verið okkar stefna að allir fái það sama miðað við fjölskyldustærð, áháð kyni, þjóðerni, húðlit eða trúarskoðunum, nema fólk afþakki sjálft einstaka vörur. Er það von okkar að með birtingu þessara gagna að rangfærslum um Fjölskylduhjálp Íslands og skjólstæðinga okkar linni,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Fjölskylduhjálpar Íslands. Félagsmál Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni að fyrrverandi sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafi ákveðið að hætta að starfa með samtökunum eftir að hafa orðið vitni að mismunun á grundvelli trúarbragða við úthlutun matvæla. Þá hafi nokkrir fyrrverandi og núverandi skjólstæðingar sakað formann samtakanna um niðurlægjandi framkomu gagnvart sér. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður samtakanna, hafnaði beiðni fréttastofu um viðtal vegna fréttarinnar þegar eftir því var leitað fyrr í vikunni. Í kjölfar fréttarinnar sendu Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N) frá sér yfirlýsingu þar sem Reykjavíkurborg er hvött til þess að krefjast gagnsærrar rannsóknar á starfsemi góðgerðarsamtakanna. Í gær birtist tilkynning á heimasíðu samtakanna þar sem áhersla er lögð á að meirihluti skjólstæðinga samtakanna séu af erlendum uppruna. Gagnrýninni sem fram hefur komið í fjölmiðlum er að öðru leyti ekki efnislega svarað en sögð byggja á „staðreyndavillum“ sem hafðar séu eftir „aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti,“ að því er segir í tilkynningunni. „Vegna þeirra staðreyndavilla sem fjölmiðlar birta og hafa eftir aðilum sem tengjast starfi Fjölskylduhjálpar Íslands ekki að neinu leiti, þykir okkur það vera okkar skylda að birta hér skífurit unnið upp úr tölum yfir úthlutanir Fjölskylduhjálparinnar síðastliðið ár,“ segir í tilkynningunni en tölfræðna sem vísað er til má nálgast hér. „Hefur það alltaf verið okkar stefna að allir fái það sama miðað við fjölskyldustærð, áháð kyni, þjóðerni, húðlit eða trúarskoðunum, nema fólk afþakki sjálft einstaka vörur. Er það von okkar að með birtingu þessara gagna að rangfærslum um Fjölskylduhjálp Íslands og skjólstæðinga okkar linni,“ segir ennfremur í yfirlýsingu Fjölskylduhjálpar Íslands.
Félagsmál Hjálparstarf Félagasamtök Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira