Gylfi Þór valinn knattspyrnumaður ársins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2020 15:01 Hér má sjá tvo af bestu landsliðsmönnum Íslands árið 2020. Þá Gylfa Þór Sigurðsson og Guðlaug Victor Pálsson. Vísir/Vilhelm KSÍ tilkynnti í gær að Gylfi Þór Sigurðsson væri knattspyrnumaður ársins 2020. Þar á eftir komu þeir Guðlaugur Victor Pálsson og hinn ungi Ísak Bergmann Jóhannesson. Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Er þetta í níunda skipti sem Gylfi Þór er valinn knattspyrnumaður ársins. Hefur hann hlotið nafnbótina frá 2012. Hann leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa einnig leikið með Tottenham Hotspur og Swansea City í efstu deild Englands. Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2020. https://t.co/8F5b4J67wt— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 11, 2020 Á árinu spilaði Gylfi Þór fjóra landsleiki og skoraði þrjú mörk, öll þeirra komu í umspili Íslands um sæti á EM 2020. Skoraði hann til að mynda tvö stórglæsileg mörk er Ísland lagði Rúmeníu 2-1 á Laugardalsvelli. Gylfi hefur skorað 25 mörk í treyju íslenska landsliðsins og þarf aðeins tvö mörk til viðbótar til að bæta markamet íslenska liðsins. „Að vera kosinn knattspyrnumaður ársins er eitthvað sem ég hef alltaf verið stoltur af, þetta er mikill heiður og ég er þakklátur fyrir kjörið. Það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði að missa af EM-sætinu, en við horfum fram á veginn. Það er ný undankeppni að byrja í mars, spennandi riðill, og við ætlum okkur að komast upp úr honum,“ sagði Gylfi Þór við KSÍ. Guðlaugur Victor Pálsson var frábær með íslenska landsliðinu á árinu.Vísir/Vilhelm 2. sæti – Guðlaugur Victor Pálsson Í öðru sæti er Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt í Þýskalandi. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska liðinu undanfarið, annað hvort sem hægri bakvörður eða miðjumaður. Hefur hann leyst bæði hlutverkin vel af hendi og segir KSÍ hann hafa verið einn besta leikmann Íslands á árinu. Alls byrjaði Guðlaugur Victor sjö af átta landsleikjum Íslands á árinu. 3. sæti – Ísak Bergmann Jóhannesson Í þriðja sæti er Ísak Bergmann, leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ísak Bergmann verið lykilmaður í liði Norrköping og hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í ár. Alls lék hann 28 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur tíu. Ísak Bergmann var lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands sem tryggði sér þátttökurétt á EM sumarið 2021. Þá kom hann inn af varamannabekk Íslands gegn Englandi í Þjóðadeildinni en það var hans fyrsti landsleikur fyrir A-landslið Íslands. Ísak Bergmann átti frábær ár og er efni í framtíðarmann íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Sjá meira
Að valinu koma fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrum landsliðsmenn, þjálfarar og forystufólk í knattspyrnuhreyfingunni. Er þetta í níunda skipti sem Gylfi Þór er valinn knattspyrnumaður ársins. Hefur hann hlotið nafnbótina frá 2012. Hann leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir að hafa einnig leikið með Tottenham Hotspur og Swansea City í efstu deild Englands. Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2020. https://t.co/8F5b4J67wt— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 11, 2020 Á árinu spilaði Gylfi Þór fjóra landsleiki og skoraði þrjú mörk, öll þeirra komu í umspili Íslands um sæti á EM 2020. Skoraði hann til að mynda tvö stórglæsileg mörk er Ísland lagði Rúmeníu 2-1 á Laugardalsvelli. Gylfi hefur skorað 25 mörk í treyju íslenska landsliðsins og þarf aðeins tvö mörk til viðbótar til að bæta markamet íslenska liðsins. „Að vera kosinn knattspyrnumaður ársins er eitthvað sem ég hef alltaf verið stoltur af, þetta er mikill heiður og ég er þakklátur fyrir kjörið. Það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði að missa af EM-sætinu, en við horfum fram á veginn. Það er ný undankeppni að byrja í mars, spennandi riðill, og við ætlum okkur að komast upp úr honum,“ sagði Gylfi Þór við KSÍ. Guðlaugur Victor Pálsson var frábær með íslenska landsliðinu á árinu.Vísir/Vilhelm 2. sæti – Guðlaugur Victor Pálsson Í öðru sæti er Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Darmstadt í Þýskalandi. Guðlaugur Victor hefur verið fastamaður í íslenska liðinu undanfarið, annað hvort sem hægri bakvörður eða miðjumaður. Hefur hann leyst bæði hlutverkin vel af hendi og segir KSÍ hann hafa verið einn besta leikmann Íslands á árinu. Alls byrjaði Guðlaugur Victor sjö af átta landsleikjum Íslands á árinu. 3. sæti – Ísak Bergmann Jóhannesson Í þriðja sæti er Ísak Bergmann, leikmaður Norrköping í Svíþjóð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Ísak Bergmann verið lykilmaður í liði Norrköping og hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína í ár. Alls lék hann 28 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur tíu. Ísak Bergmann var lykilmaður í U21 árs landsliði Íslands sem tryggði sér þátttökurétt á EM sumarið 2021. Þá kom hann inn af varamannabekk Íslands gegn Englandi í Þjóðadeildinni en það var hans fyrsti landsleikur fyrir A-landslið Íslands. Ísak Bergmann átti frábær ár og er efni í framtíðarmann íslenska landsliðsins.Vísir/Vilhelm
Fótbolti KSÍ Fréttir ársins 2020 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Sjá meira