Hæstiréttur féllst ekki á að ógilda úrslitin Sylvía Hall skrifar 12. desember 2020 09:11 Trump segir niðurstöðu réttarins vonbrigði. Hæstiréttur hafi brugðist. Getty/Al drago Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í fjórum ríkjum Bandaríkjanna í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember. Taldi rétturinn að ríkið hefði ekki sýnt fram á lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Lögsóknin snerist um úrslit kosninganna í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin og var studd af Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur hafði hann kallað málið „það stóra“ og vonaðist til að Hæstiréttur myndi fallast á kröfuna, með þeim afleiðingum að Biden myndi missa meirihluta sinn og tryggja þannig áframhaldandi embættissetu Trumps. Í úrskurði Hæstaréttar segir að það sé ekki réttur Texas-ríkis að lögsækja ríkin, enda hefði ekki verið sýnt fram á lögvarða hagsmuni af því að fá niðurstöðu um hvernig önnur ríki Bandaríkjanna framkvæma kosningar að því er fram kemur í frétt AP. Trump lýsti yfir miklum vonbrigðum á Twitter-síðu sinni og sagði Hæstarétt hafa brugðist. „Engin viska, ekkert hugrekki,“ skrifaði hann eftir að niðurstaða var ljós. The Supreme Court really let us down. No Wisdom, No Courage!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020 Sjálfur hefur Trump skipað þrjá Hæstaréttardómara í forsetatíð sinni. Fyrst Neil Gorsuch árið 2017, Brett Kavanaugh árið 2018 og síðast Amy Coney Barrett í september á þessu ári eftir að Ruth Bader Ginsburg lést í september. Meirihluti réttarins var því nú á íhaldssamari væng stjórnmálanna, eða sex af níu. Enginn þeirra dómara sem Trump skipaði hefur skilað sératkvæði í málum sem snúa að kosningunum, en tvö mál hafa komið til kasta dómstólsins í vikunni með litlum árangri fyrir repúblikana. Trump segir málinu hafa verið „kastað frá“ án þess að dómurinn hafi svo mikið sem litið á þær „fjölmörgu ástæður“ sem færðar voru fram. ....that, after careful study and consideration, think you got “screwed”, something which will hurt them also. Many others likewise join the suit but, within a flash, it is thrown out and gone, without even looking at the many reasons it was brought. A Rigged Election, fight on!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35 27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira
Lögsóknin snerist um úrslit kosninganna í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin og var studd af Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta. Sjálfur hafði hann kallað málið „það stóra“ og vonaðist til að Hæstiréttur myndi fallast á kröfuna, með þeim afleiðingum að Biden myndi missa meirihluta sinn og tryggja þannig áframhaldandi embættissetu Trumps. Í úrskurði Hæstaréttar segir að það sé ekki réttur Texas-ríkis að lögsækja ríkin, enda hefði ekki verið sýnt fram á lögvarða hagsmuni af því að fá niðurstöðu um hvernig önnur ríki Bandaríkjanna framkvæma kosningar að því er fram kemur í frétt AP. Trump lýsti yfir miklum vonbrigðum á Twitter-síðu sinni og sagði Hæstarétt hafa brugðist. „Engin viska, ekkert hugrekki,“ skrifaði hann eftir að niðurstaða var ljós. The Supreme Court really let us down. No Wisdom, No Courage!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020 Sjálfur hefur Trump skipað þrjá Hæstaréttardómara í forsetatíð sinni. Fyrst Neil Gorsuch árið 2017, Brett Kavanaugh árið 2018 og síðast Amy Coney Barrett í september á þessu ári eftir að Ruth Bader Ginsburg lést í september. Meirihluti réttarins var því nú á íhaldssamari væng stjórnmálanna, eða sex af níu. Enginn þeirra dómara sem Trump skipaði hefur skilað sératkvæði í málum sem snúa að kosningunum, en tvö mál hafa komið til kasta dómstólsins í vikunni með litlum árangri fyrir repúblikana. Trump segir málinu hafa verið „kastað frá“ án þess að dómurinn hafi svo mikið sem litið á þær „fjölmörgu ástæður“ sem færðar voru fram. ....that, after careful study and consideration, think you got “screwed”, something which will hurt them also. Many others likewise join the suit but, within a flash, it is thrown out and gone, without even looking at the many reasons it was brought. A Rigged Election, fight on!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 12, 2020
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35 27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Sjá meira
Hæstiréttur hafnar því að ógilda atkvæði í Pennsylvaníu Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni um að koma í veg fyrir að Pennsylvanía, sem var eitt af lykilríkjunum sem færðu Joe Biden sigur í bandarísku forsetakosningunum í síðasta mánuði, muni staðfesta sigur Bidens. 8. desember 2020 23:35
27 af 249 þingmönnum Repúblikana viðurkenna sigur Bidens Aðeins 27 þingmenn Repúblikana viðurkenna sigur Joes Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunni mánuði eftir sigur hans. Biden fékk sjö milljónum fleiri atkvæði á landsvísu en Donald Trump forseti og jafnmarga kjörmenn og tryggðu Trump sigur í kosningunum árið 2016. Biden hlaut 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trump. Washington Post greinir frá þessu. 5. desember 2020 22:51