Innlent

Topp­stöðin verður mið­stöð jaðar­í­þrótta

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Toppstöðinni verður breytt í miðstöð jaðaríþrótta.
Toppstöðinni verður breytt í miðstöð jaðaríþrótta. Vísir/Vilhelm

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær að gera viljayfirlýsingu við fjárfesta sem vilja byggja upp og mæta þörfum jaðaríþrótta með breytingum á Toppstöðinni í Elliðaárdal.

Í erindi sem borgarstjóri lagði fram á fundi borgarráðs kemur fram að borginni hafi þegar borist erindi frá fjárfestum sem eru tilbúnir að leggja fram eigið fé og lánsfé til að umbreyta húsnæðinu í miðstöð jaðaríþrótta. Þar með talið með aðstöðu fyrir klifur, hjólreiðar, keilu, bretti og fleira.

Fram kemur í viljayfirlýsingunni að Reykjavíkurborg geri ráð fyrir að setja 200 milljón krónur í viðhald og endurbætur á húsnæðinu á næstu tveimur árum. Þá er gert ráð fyrir að væntanlegur samstarfsaðili komi til viðbótar að fjármögnun á endurbótum sem eru nauðsynlegar til þess að búa það undir nýja starfsemi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×