Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. desember 2020 12:11 Sema Erla er formaður Solaris. Aðsend/Eva Sigurðardóttir Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur í búsetuúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Úrræðið er rekið af Hafnarfjarðarbæ samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Aðrir íbúar fóru þegar í sóttkví þegar smitið kom upp. Alls hafa nú átta íbúar greinst með veiruna, þar af sex í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Útlendingastofnun að gripið hafi verið til allra viðeigandi ráðstafana til að ná tökum á útbreiðslunni og þau smituðu flutt í farsóttahús í samvinnu við almannavarnir. Hafnarfjarðarbær þjónusti þá sem dvelji í sóttkví. Sema Erla Serndar, formaður hjálparsamtakanna Solaris, segir að það ekki koma á óvart að smit sé komið upp í úrræði þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja. „Við í Solaris höfum ítrekað síðan faraldurinn kom upp bent á að það skorti á sóttvörnum í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar,“ segir Sema Erla. Hvernig þá? „Þeir staðir sem ég hef til dæmis farið á hefur ekki verið sápa, það hefur ekki verið spritt og það hefur vantað vökva til að þrífa yfirborðsfleti og sums staðar hefur íbúum ekki verið útveguð gríma,“ segir Sema Erla. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er mikil áhersla lögð á að einstaklingar sem dvelji í úrræðum á vegum stofnunarinnar geti gætt að einstaklingsbundnum sóttvörnum með því að hafa góðan aðgang að spritti og grímum. Þá hafi til að mynda sameiginleg eldunaraðstaða verið tekin úr notkun til að tryggja fjarlægð. Einnig sé áhersla lögð á að koma viðeigandi upplýsingum á framfæri til íbúa um mikilvægi sóttvarna. Til þessa hafi engin smit komið upp í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Þá segist Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ekki vita til þess að sóttvörnum hafi verið ábótavant í úrræðinu. „Ég veit að það er ekki rétt að sóttvarnir séu tipp topp í úrræðunum. Við í Solaris höfum farið oftar en einu sinni á staði á höfuðborgarsvæðinu með sóttvarnir,“ segir Sema Erla. Meðal annars í úrræðið í Hafnarfirði þar sem smitin komu upp. „Við erum ítrekað búin að benda á þetta en því miður virðist lítið sem ekkert hafi verið gert í því þar sem við höfum þurft að bregðast við oftar en einu sinni,“ segir Sema. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur í búsetuúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Úrræðið er rekið af Hafnarfjarðarbæ samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Aðrir íbúar fóru þegar í sóttkví þegar smitið kom upp. Alls hafa nú átta íbúar greinst með veiruna, þar af sex í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Útlendingastofnun að gripið hafi verið til allra viðeigandi ráðstafana til að ná tökum á útbreiðslunni og þau smituðu flutt í farsóttahús í samvinnu við almannavarnir. Hafnarfjarðarbær þjónusti þá sem dvelji í sóttkví. Sema Erla Serndar, formaður hjálparsamtakanna Solaris, segir að það ekki koma á óvart að smit sé komið upp í úrræði þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja. „Við í Solaris höfum ítrekað síðan faraldurinn kom upp bent á að það skorti á sóttvörnum í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar,“ segir Sema Erla. Hvernig þá? „Þeir staðir sem ég hef til dæmis farið á hefur ekki verið sápa, það hefur ekki verið spritt og það hefur vantað vökva til að þrífa yfirborðsfleti og sums staðar hefur íbúum ekki verið útveguð gríma,“ segir Sema Erla. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er mikil áhersla lögð á að einstaklingar sem dvelji í úrræðum á vegum stofnunarinnar geti gætt að einstaklingsbundnum sóttvörnum með því að hafa góðan aðgang að spritti og grímum. Þá hafi til að mynda sameiginleg eldunaraðstaða verið tekin úr notkun til að tryggja fjarlægð. Einnig sé áhersla lögð á að koma viðeigandi upplýsingum á framfæri til íbúa um mikilvægi sóttvarna. Til þessa hafi engin smit komið upp í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Þá segist Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ekki vita til þess að sóttvörnum hafi verið ábótavant í úrræðinu. „Ég veit að það er ekki rétt að sóttvarnir séu tipp topp í úrræðunum. Við í Solaris höfum farið oftar en einu sinni á staði á höfuðborgarsvæðinu með sóttvarnir,“ segir Sema Erla. Meðal annars í úrræðið í Hafnarfirði þar sem smitin komu upp. „Við erum ítrekað búin að benda á þetta en því miður virðist lítið sem ekkert hafi verið gert í því þar sem við höfum þurft að bregðast við oftar en einu sinni,“ segir Sema.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31
Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44