Hafa ítrekað bent á að sóttvarnir séu ekki í lagi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. desember 2020 12:11 Sema Erla er formaður Solaris. Aðsend/Eva Sigurðardóttir Formaður hjálparsamtakanna Solaris segir það ekki koma á óvart að klasasmit hafi komið upp í búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Samtökin hafi ítrekað bent á að sóttvörnum sé ábótavant í úrræðunum. Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur í búsetuúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Úrræðið er rekið af Hafnarfjarðarbæ samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Aðrir íbúar fóru þegar í sóttkví þegar smitið kom upp. Alls hafa nú átta íbúar greinst með veiruna, þar af sex í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Útlendingastofnun að gripið hafi verið til allra viðeigandi ráðstafana til að ná tökum á útbreiðslunni og þau smituðu flutt í farsóttahús í samvinnu við almannavarnir. Hafnarfjarðarbær þjónusti þá sem dvelji í sóttkví. Sema Erla Serndar, formaður hjálparsamtakanna Solaris, segir að það ekki koma á óvart að smit sé komið upp í úrræði þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja. „Við í Solaris höfum ítrekað síðan faraldurinn kom upp bent á að það skorti á sóttvörnum í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar,“ segir Sema Erla. Hvernig þá? „Þeir staðir sem ég hef til dæmis farið á hefur ekki verið sápa, það hefur ekki verið spritt og það hefur vantað vökva til að þrífa yfirborðsfleti og sums staðar hefur íbúum ekki verið útveguð gríma,“ segir Sema Erla. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er mikil áhersla lögð á að einstaklingar sem dvelji í úrræðum á vegum stofnunarinnar geti gætt að einstaklingsbundnum sóttvörnum með því að hafa góðan aðgang að spritti og grímum. Þá hafi til að mynda sameiginleg eldunaraðstaða verið tekin úr notkun til að tryggja fjarlægð. Einnig sé áhersla lögð á að koma viðeigandi upplýsingum á framfæri til íbúa um mikilvægi sóttvarna. Til þessa hafi engin smit komið upp í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Þá segist Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ekki vita til þess að sóttvörnum hafi verið ábótavant í úrræðinu. „Ég veit að það er ekki rétt að sóttvarnir séu tipp topp í úrræðunum. Við í Solaris höfum farið oftar en einu sinni á staði á höfuðborgarsvæðinu með sóttvarnir,“ segir Sema Erla. Meðal annars í úrræðið í Hafnarfirði þar sem smitin komu upp. „Við erum ítrekað búin að benda á þetta en því miður virðist lítið sem ekkert hafi verið gert í því þar sem við höfum þurft að bregðast við oftar en einu sinni,“ segir Sema. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Umsækjandi um alþjóðlega vernd sem dvelur í búsetuúrræði á vegum Hafnarfjarðarbæjar greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Úrræðið er rekið af Hafnarfjarðarbæ samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Aðrir íbúar fóru þegar í sóttkví þegar smitið kom upp. Alls hafa nú átta íbúar greinst með veiruna, þar af sex í gær. Fram kemur í tilkynningu frá Útlendingastofnun að gripið hafi verið til allra viðeigandi ráðstafana til að ná tökum á útbreiðslunni og þau smituðu flutt í farsóttahús í samvinnu við almannavarnir. Hafnarfjarðarbær þjónusti þá sem dvelji í sóttkví. Sema Erla Serndar, formaður hjálparsamtakanna Solaris, segir að það ekki koma á óvart að smit sé komið upp í úrræði þar sem umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja. „Við í Solaris höfum ítrekað síðan faraldurinn kom upp bent á að það skorti á sóttvörnum í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar,“ segir Sema Erla. Hvernig þá? „Þeir staðir sem ég hef til dæmis farið á hefur ekki verið sápa, það hefur ekki verið spritt og það hefur vantað vökva til að þrífa yfirborðsfleti og sums staðar hefur íbúum ekki verið útveguð gríma,“ segir Sema Erla. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun er mikil áhersla lögð á að einstaklingar sem dvelji í úrræðum á vegum stofnunarinnar geti gætt að einstaklingsbundnum sóttvörnum með því að hafa góðan aðgang að spritti og grímum. Þá hafi til að mynda sameiginleg eldunaraðstaða verið tekin úr notkun til að tryggja fjarlægð. Einnig sé áhersla lögð á að koma viðeigandi upplýsingum á framfæri til íbúa um mikilvægi sóttvarna. Til þessa hafi engin smit komið upp í úrræðum á vegum Útlendingastofnunar. Þá segist Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, ekki vita til þess að sóttvörnum hafi verið ábótavant í úrræðinu. „Ég veit að það er ekki rétt að sóttvarnir séu tipp topp í úrræðunum. Við í Solaris höfum farið oftar en einu sinni á staði á höfuðborgarsvæðinu með sóttvarnir,“ segir Sema Erla. Meðal annars í úrræðið í Hafnarfirði þar sem smitin komu upp. „Við erum ítrekað búin að benda á þetta en því miður virðist lítið sem ekkert hafi verið gert í því þar sem við höfum þurft að bregðast við oftar en einu sinni,“ segir Sema.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31 Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Einn bekkur í sóttkví í tengslum við klasasmitið Sextán nemendur og tveir kennarar Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði eru í sóttkví eftir að nemandi greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nemandinn einn íbúa búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði, hvar klasasmit veirunnar hefur komið upp. 11. desember 2020 11:31
Klasasmitið rakið til búsetuúrræðis fyrir fjölskyldur í Hafnarfirði Klasasmit kórónuveirunnar sem komið hefur upp á höfuðborgarsvæðinu er rakið til búsetuúrræðis á vegum félagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fyrir fjölskyldur sem sótt hafa um alþjóðlega vernd. 11. desember 2020 10:44
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels