Innlent

Leynileg upptaka af ólögráða stelpum í Mosfellsbæ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hinn ákærði er búsettur í Mosfellsbæ og áttu brotin sér stað á heimili hans.
Hinn ákærði er búsettur í Mosfellsbæ og áttu brotin sér stað á heimili hans. Vísir/Vilhelm

Einstaklingur búsettur í Mosfellsbæ hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir brot gegn blygðunarsemi og barnaverndarlögum. Er honum gefið að sök að hafa að kvöldi föstudags í maí í fyrra á heimili sínu í Mosfellsbæ stillt farsíma sínum upp inni á baðherbergi.

Samkvæmt því sem segir í ákæru tók hann myndskeið upp á símann af tveimur ólögráða stúlkum sem voru þar naktar eða hálfnaktar að skipta um föt. Með háttsemi sinni særði hann blygðunarsemi þeirra og sýndi þeim ósiðlegt athæfi.

Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um aldur ákærða en brot hans teljast varða við almenn hegningarlög og barnaverndarlög.

Mæður stúlknanna krefjast einnar milljónar króna í miskabætur fyrir hönd dætra sinna vegna brotsins. Sömuleiðis að ákærða verði gert að greiða málskostnað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×