Öll fjögur liðin í riðli Real Madrid geta komist áfram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 14:00 Sergio Ramos er í hópnum hjá Real Madrid í kvöld og það gæti skipt öllu máli fyrir liðið að hafa hann inn á vellinum í þessum mikilvæga leik. Getty/Nicolò Campo Spænska stórliðið Real Madrid gæti komist áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið gæti líka endaði í Evrópudeildinni og líka verið úr leik í öllum Evrópukeppnum tímabilsins. Spennan í B-riðli Meistaradeildarinnar er eins mikil og hún verður enda geta öll fjögur liðin í riðlinum ennþá tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar þegar lokaumferðin fer fram í kvöld. Þýska liðið Borussia Mönchengladbach er efst í riðlinum og þarf bara að treysta á sjálfan sig eins og lið Shakhtar Donetsk sem fer áfram á innbyrðis leikjum ef liðið endar með jafnmörg stig og Real Madrid. Real Madrid fer áfram með sigri á Borussia Mönchengladbach og Internazionale fer líka áfram vinni liðið Shakhtar Donetsk á heimavelli. Bæði liðin sem standa verr í riðlinum eru á heimavelli í kvöld. watch on YouTube Pressan er einna mest á liði Real Madrid enda hefur spænska stórliðið komist áfram í sextán liða úrslitin á öllum 24 Meistaradeildartímabilum til þessa. Tap í kvöld gæti jafnvel þýtt það að það yrði ekki meiri Evrópufótbolti í Madrid á þessu tímabili því liðið gæti endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sextán liða úrslitin og liðið í þriðja sæti fer í 32 liða liða úrslit Evrópudeildarinnar. Real Madrid stendur verr innbyrðis á móti Shakhtar Donetsk því úkraínska félagið hefur náð í sex af sjö stigum sínum í leikjunum tveimur á móti Real Madrid og skorað í þeim öll fimm mörkin sín. Shakhtar Donetsk vann Real Madrid 3-2 í Madrid og svo 2-0 á heimavelli sínum. Sergio Ramos is back in Real Madrid s squad for tomorrow s Champions League match vs. Gladbach pic.twitter.com/88W1dssSxv— B/R Football (@brfootball) December 8, 2020 Í samanburði þá vann Borussia Mönchengladbach báða leiki sína á móti Shakhtar Donetsk samanlagt 10-0. Það eru þessi óvæntu töp Real Madrid sem hafa komið liðinu í þessa slæmu stöðu fyrir lokaumferðina. Lykilatriði fyrir Real Madrid liðið væri að fá fyrirliðann Sergio Ramos aftur til baka úr meiðslum en liðið hefur ekki verið fugl né fiskur án hans undanfarnar vikur. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Sjá meira
Spennan í B-riðli Meistaradeildarinnar er eins mikil og hún verður enda geta öll fjögur liðin í riðlinum ennþá tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar þegar lokaumferðin fer fram í kvöld. Þýska liðið Borussia Mönchengladbach er efst í riðlinum og þarf bara að treysta á sjálfan sig eins og lið Shakhtar Donetsk sem fer áfram á innbyrðis leikjum ef liðið endar með jafnmörg stig og Real Madrid. Real Madrid fer áfram með sigri á Borussia Mönchengladbach og Internazionale fer líka áfram vinni liðið Shakhtar Donetsk á heimavelli. Bæði liðin sem standa verr í riðlinum eru á heimavelli í kvöld. watch on YouTube Pressan er einna mest á liði Real Madrid enda hefur spænska stórliðið komist áfram í sextán liða úrslitin á öllum 24 Meistaradeildartímabilum til þessa. Tap í kvöld gæti jafnvel þýtt það að það yrði ekki meiri Evrópufótbolti í Madrid á þessu tímabili því liðið gæti endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sextán liða úrslitin og liðið í þriðja sæti fer í 32 liða liða úrslit Evrópudeildarinnar. Real Madrid stendur verr innbyrðis á móti Shakhtar Donetsk því úkraínska félagið hefur náð í sex af sjö stigum sínum í leikjunum tveimur á móti Real Madrid og skorað í þeim öll fimm mörkin sín. Shakhtar Donetsk vann Real Madrid 3-2 í Madrid og svo 2-0 á heimavelli sínum. Sergio Ramos is back in Real Madrid s squad for tomorrow s Champions League match vs. Gladbach pic.twitter.com/88W1dssSxv— B/R Football (@brfootball) December 8, 2020 Í samanburði þá vann Borussia Mönchengladbach báða leiki sína á móti Shakhtar Donetsk samanlagt 10-0. Það eru þessi óvæntu töp Real Madrid sem hafa komið liðinu í þessa slæmu stöðu fyrir lokaumferðina. Lykilatriði fyrir Real Madrid liðið væri að fá fyrirliðann Sergio Ramos aftur til baka úr meiðslum en liðið hefur ekki verið fugl né fiskur án hans undanfarnar vikur. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Sjá meira