Öll fjögur liðin í riðli Real Madrid geta komist áfram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 14:00 Sergio Ramos er í hópnum hjá Real Madrid í kvöld og það gæti skipt öllu máli fyrir liðið að hafa hann inn á vellinum í þessum mikilvæga leik. Getty/Nicolò Campo Spænska stórliðið Real Madrid gæti komist áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið gæti líka endaði í Evrópudeildinni og líka verið úr leik í öllum Evrópukeppnum tímabilsins. Spennan í B-riðli Meistaradeildarinnar er eins mikil og hún verður enda geta öll fjögur liðin í riðlinum ennþá tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar þegar lokaumferðin fer fram í kvöld. Þýska liðið Borussia Mönchengladbach er efst í riðlinum og þarf bara að treysta á sjálfan sig eins og lið Shakhtar Donetsk sem fer áfram á innbyrðis leikjum ef liðið endar með jafnmörg stig og Real Madrid. Real Madrid fer áfram með sigri á Borussia Mönchengladbach og Internazionale fer líka áfram vinni liðið Shakhtar Donetsk á heimavelli. Bæði liðin sem standa verr í riðlinum eru á heimavelli í kvöld. watch on YouTube Pressan er einna mest á liði Real Madrid enda hefur spænska stórliðið komist áfram í sextán liða úrslitin á öllum 24 Meistaradeildartímabilum til þessa. Tap í kvöld gæti jafnvel þýtt það að það yrði ekki meiri Evrópufótbolti í Madrid á þessu tímabili því liðið gæti endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sextán liða úrslitin og liðið í þriðja sæti fer í 32 liða liða úrslit Evrópudeildarinnar. Real Madrid stendur verr innbyrðis á móti Shakhtar Donetsk því úkraínska félagið hefur náð í sex af sjö stigum sínum í leikjunum tveimur á móti Real Madrid og skorað í þeim öll fimm mörkin sín. Shakhtar Donetsk vann Real Madrid 3-2 í Madrid og svo 2-0 á heimavelli sínum. Sergio Ramos is back in Real Madrid s squad for tomorrow s Champions League match vs. Gladbach pic.twitter.com/88W1dssSxv— B/R Football (@brfootball) December 8, 2020 Í samanburði þá vann Borussia Mönchengladbach báða leiki sína á móti Shakhtar Donetsk samanlagt 10-0. Það eru þessi óvæntu töp Real Madrid sem hafa komið liðinu í þessa slæmu stöðu fyrir lokaumferðina. Lykilatriði fyrir Real Madrid liðið væri að fá fyrirliðann Sergio Ramos aftur til baka úr meiðslum en liðið hefur ekki verið fugl né fiskur án hans undanfarnar vikur. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Spennan í B-riðli Meistaradeildarinnar er eins mikil og hún verður enda geta öll fjögur liðin í riðlinum ennþá tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar þegar lokaumferðin fer fram í kvöld. Þýska liðið Borussia Mönchengladbach er efst í riðlinum og þarf bara að treysta á sjálfan sig eins og lið Shakhtar Donetsk sem fer áfram á innbyrðis leikjum ef liðið endar með jafnmörg stig og Real Madrid. Real Madrid fer áfram með sigri á Borussia Mönchengladbach og Internazionale fer líka áfram vinni liðið Shakhtar Donetsk á heimavelli. Bæði liðin sem standa verr í riðlinum eru á heimavelli í kvöld. watch on YouTube Pressan er einna mest á liði Real Madrid enda hefur spænska stórliðið komist áfram í sextán liða úrslitin á öllum 24 Meistaradeildartímabilum til þessa. Tap í kvöld gæti jafnvel þýtt það að það yrði ekki meiri Evrópufótbolti í Madrid á þessu tímabili því liðið gæti endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sextán liða úrslitin og liðið í þriðja sæti fer í 32 liða liða úrslit Evrópudeildarinnar. Real Madrid stendur verr innbyrðis á móti Shakhtar Donetsk því úkraínska félagið hefur náð í sex af sjö stigum sínum í leikjunum tveimur á móti Real Madrid og skorað í þeim öll fimm mörkin sín. Shakhtar Donetsk vann Real Madrid 3-2 í Madrid og svo 2-0 á heimavelli sínum. Sergio Ramos is back in Real Madrid s squad for tomorrow s Champions League match vs. Gladbach pic.twitter.com/88W1dssSxv— B/R Football (@brfootball) December 8, 2020 Í samanburði þá vann Borussia Mönchengladbach báða leiki sína á móti Shakhtar Donetsk samanlagt 10-0. Það eru þessi óvæntu töp Real Madrid sem hafa komið liðinu í þessa slæmu stöðu fyrir lokaumferðina. Lykilatriði fyrir Real Madrid liðið væri að fá fyrirliðann Sergio Ramos aftur til baka úr meiðslum en liðið hefur ekki verið fugl né fiskur án hans undanfarnar vikur. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira