Öll fjögur liðin í riðli Real Madrid geta komist áfram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 14:00 Sergio Ramos er í hópnum hjá Real Madrid í kvöld og það gæti skipt öllu máli fyrir liðið að hafa hann inn á vellinum í þessum mikilvæga leik. Getty/Nicolò Campo Spænska stórliðið Real Madrid gæti komist áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið gæti líka endaði í Evrópudeildinni og líka verið úr leik í öllum Evrópukeppnum tímabilsins. Spennan í B-riðli Meistaradeildarinnar er eins mikil og hún verður enda geta öll fjögur liðin í riðlinum ennþá tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar þegar lokaumferðin fer fram í kvöld. Þýska liðið Borussia Mönchengladbach er efst í riðlinum og þarf bara að treysta á sjálfan sig eins og lið Shakhtar Donetsk sem fer áfram á innbyrðis leikjum ef liðið endar með jafnmörg stig og Real Madrid. Real Madrid fer áfram með sigri á Borussia Mönchengladbach og Internazionale fer líka áfram vinni liðið Shakhtar Donetsk á heimavelli. Bæði liðin sem standa verr í riðlinum eru á heimavelli í kvöld. watch on YouTube Pressan er einna mest á liði Real Madrid enda hefur spænska stórliðið komist áfram í sextán liða úrslitin á öllum 24 Meistaradeildartímabilum til þessa. Tap í kvöld gæti jafnvel þýtt það að það yrði ekki meiri Evrópufótbolti í Madrid á þessu tímabili því liðið gæti endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sextán liða úrslitin og liðið í þriðja sæti fer í 32 liða liða úrslit Evrópudeildarinnar. Real Madrid stendur verr innbyrðis á móti Shakhtar Donetsk því úkraínska félagið hefur náð í sex af sjö stigum sínum í leikjunum tveimur á móti Real Madrid og skorað í þeim öll fimm mörkin sín. Shakhtar Donetsk vann Real Madrid 3-2 í Madrid og svo 2-0 á heimavelli sínum. Sergio Ramos is back in Real Madrid s squad for tomorrow s Champions League match vs. Gladbach pic.twitter.com/88W1dssSxv— B/R Football (@brfootball) December 8, 2020 Í samanburði þá vann Borussia Mönchengladbach báða leiki sína á móti Shakhtar Donetsk samanlagt 10-0. Það eru þessi óvæntu töp Real Madrid sem hafa komið liðinu í þessa slæmu stöðu fyrir lokaumferðina. Lykilatriði fyrir Real Madrid liðið væri að fá fyrirliðann Sergio Ramos aftur til baka úr meiðslum en liðið hefur ekki verið fugl né fiskur án hans undanfarnar vikur. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Spennan í B-riðli Meistaradeildarinnar er eins mikil og hún verður enda geta öll fjögur liðin í riðlinum ennþá tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum keppninnar þegar lokaumferðin fer fram í kvöld. Þýska liðið Borussia Mönchengladbach er efst í riðlinum og þarf bara að treysta á sjálfan sig eins og lið Shakhtar Donetsk sem fer áfram á innbyrðis leikjum ef liðið endar með jafnmörg stig og Real Madrid. Real Madrid fer áfram með sigri á Borussia Mönchengladbach og Internazionale fer líka áfram vinni liðið Shakhtar Donetsk á heimavelli. Bæði liðin sem standa verr í riðlinum eru á heimavelli í kvöld. watch on YouTube Pressan er einna mest á liði Real Madrid enda hefur spænska stórliðið komist áfram í sextán liða úrslitin á öllum 24 Meistaradeildartímabilum til þessa. Tap í kvöld gæti jafnvel þýtt það að það yrði ekki meiri Evrópufótbolti í Madrid á þessu tímabili því liðið gæti endaði í fjórða og neðsta sæti riðilsins. Tvö efstu liðin í riðlinum fara áfram í sextán liða úrslitin og liðið í þriðja sæti fer í 32 liða liða úrslit Evrópudeildarinnar. Real Madrid stendur verr innbyrðis á móti Shakhtar Donetsk því úkraínska félagið hefur náð í sex af sjö stigum sínum í leikjunum tveimur á móti Real Madrid og skorað í þeim öll fimm mörkin sín. Shakhtar Donetsk vann Real Madrid 3-2 í Madrid og svo 2-0 á heimavelli sínum. Sergio Ramos is back in Real Madrid s squad for tomorrow s Champions League match vs. Gladbach pic.twitter.com/88W1dssSxv— B/R Football (@brfootball) December 8, 2020 Í samanburði þá vann Borussia Mönchengladbach báða leiki sína á móti Shakhtar Donetsk samanlagt 10-0. Það eru þessi óvæntu töp Real Madrid sem hafa komið liðinu í þessa slæmu stöðu fyrir lokaumferðina. Lykilatriði fyrir Real Madrid liðið væri að fá fyrirliðann Sergio Ramos aftur til baka úr meiðslum en liðið hefur ekki verið fugl né fiskur án hans undanfarnar vikur. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira