Lífið

Svona fer Tesla að því að framleiða 5000 bíla á viku

Stefán Árni Pálsson skrifar
ssgshdh

Eitt allra vinsælasta farartæki heimsins í dag eru bílarnir frá fyrirtækinu Tesla en um er að ræða rafmagnsbíla sem ganga aðeins fyrir rafmagni.

Gríðarleg eftirspurn er eftir bílunum og því þarf fyrirtækið að framleiða ótrúlegt magn af bifreiðum á viku eða um fimm þúsund bifreiðar.

Undir alla þessa starfsemi er nauðsynlegt að hafa stóra og afkastamikla verksmiðjur, til að mæta eftirspurninni.

Inni á YouTube-síðunni Tech Vision má sjá umfjöllun um hvernig fyrirtækið fer að því að framleiða slíkt magn í sínum verksmiðjum.

Þar er sannarlega stuðst við tæknina og eru bílarnir mikið til settir saman með einskonar vélmennum og einnig af fjölmörgum starfsmönnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.