Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2020 13:05 Þórólfur Guðnason framkvæmdi óformlega skoðanakönnun á meðal umdæmislækna sóttvarna og lögreglustjóra landsins um ágæti þess að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum eftir landsvæðum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra sem er grundvöllur nýrra sóttvarnaraðgerða sem kynntar voru rétt fyrir hádegi í dag, en lesa má um helstu atriði þeirra hér. Þær munu gilda til 12. janúar á nýju ári. Í minnisblaðinu nefnir Þórólfur að flest smit hafi að undanförnu greinst á höfuðborgarsvæðinu. Því hafi komið upp hugmyndir um að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum á mismunandi svæðum. Samkvæmt tölum á Covid.is eru aðeins tveir í einangrun á svæði sem nær frá Hrútafirði í vestri að Djúpavogi í austri, báðir á Akureyri. 149 eru hins vegar í einangrun á höfuðborgarsvæðinu. Einangrun og sóttkví eftir landshlutum.Covid.is Í minnisblaðinu kemur fram að Þórólfur hafi framkvæmt óformlega skoðanakönnun á meðal umdæmislækna sóttvarna á landsbyggðinni og lögreglustjóra landsins um ágæti þess að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum eftir landsvæðum. Það hafi hins vegar komið í ljós í henni að mjög skiptar skoðanir hafi verið á slíkri tilhögun. „Á þessum tímapunkti þegar faraldurinn er í lágmarki alls staðar á landinu þá tel ég því ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaaðgerðum á mismunandi svæðum,“ skrifar Þórólfur Nefnir Þórólfur einnig að nýjustu útreikningar á smitstuðli bendi til þess að hann sé um 1,5 sem þýði að staðan sé viðkvæm, lítið þurfi til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Þórólfur ræddi stuttlega um þessa óformlegu könnun í Reykjavík síðdegis í gær. Umræða um það hefst þegar um 8.30 mínútur eru liðnar af viðtalinu hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margir eflaust að vonast eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Vara við fölsuðum bóluefnum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna. 8. desember 2020 12:15 Æfingabanni aflétt í efstu deildum Íþróttafólk í efstu deildum fékk góðar fréttir eftir ríkisstjórnarfund í dag. 8. desember 2020 11:56 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra sem er grundvöllur nýrra sóttvarnaraðgerða sem kynntar voru rétt fyrir hádegi í dag, en lesa má um helstu atriði þeirra hér. Þær munu gilda til 12. janúar á nýju ári. Í minnisblaðinu nefnir Þórólfur að flest smit hafi að undanförnu greinst á höfuðborgarsvæðinu. Því hafi komið upp hugmyndir um að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum á mismunandi svæðum. Samkvæmt tölum á Covid.is eru aðeins tveir í einangrun á svæði sem nær frá Hrútafirði í vestri að Djúpavogi í austri, báðir á Akureyri. 149 eru hins vegar í einangrun á höfuðborgarsvæðinu. Einangrun og sóttkví eftir landshlutum.Covid.is Í minnisblaðinu kemur fram að Þórólfur hafi framkvæmt óformlega skoðanakönnun á meðal umdæmislækna sóttvarna á landsbyggðinni og lögreglustjóra landsins um ágæti þess að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum eftir landsvæðum. Það hafi hins vegar komið í ljós í henni að mjög skiptar skoðanir hafi verið á slíkri tilhögun. „Á þessum tímapunkti þegar faraldurinn er í lágmarki alls staðar á landinu þá tel ég því ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaaðgerðum á mismunandi svæðum,“ skrifar Þórólfur Nefnir Þórólfur einnig að nýjustu útreikningar á smitstuðli bendi til þess að hann sé um 1,5 sem þýði að staðan sé viðkvæm, lítið þurfi til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Þórólfur ræddi stuttlega um þessa óformlegu könnun í Reykjavík síðdegis í gær. Umræða um það hefst þegar um 8.30 mínútur eru liðnar af viðtalinu hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margir eflaust að vonast eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Vara við fölsuðum bóluefnum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna. 8. desember 2020 12:15 Æfingabanni aflétt í efstu deildum Íþróttafólk í efstu deildum fékk góðar fréttir eftir ríkisstjórnarfund í dag. 8. desember 2020 11:56 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Margir eflaust að vonast eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01
Vara við fölsuðum bóluefnum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna. 8. desember 2020 12:15
Æfingabanni aflétt í efstu deildum Íþróttafólk í efstu deildum fékk góðar fréttir eftir ríkisstjórnarfund í dag. 8. desember 2020 11:56
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50