Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2020 13:05 Þórólfur Guðnason framkvæmdi óformlega skoðanakönnun á meðal umdæmislækna sóttvarna og lögreglustjóra landsins um ágæti þess að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum eftir landsvæðum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra sem er grundvöllur nýrra sóttvarnaraðgerða sem kynntar voru rétt fyrir hádegi í dag, en lesa má um helstu atriði þeirra hér. Þær munu gilda til 12. janúar á nýju ári. Í minnisblaðinu nefnir Þórólfur að flest smit hafi að undanförnu greinst á höfuðborgarsvæðinu. Því hafi komið upp hugmyndir um að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum á mismunandi svæðum. Samkvæmt tölum á Covid.is eru aðeins tveir í einangrun á svæði sem nær frá Hrútafirði í vestri að Djúpavogi í austri, báðir á Akureyri. 149 eru hins vegar í einangrun á höfuðborgarsvæðinu. Einangrun og sóttkví eftir landshlutum.Covid.is Í minnisblaðinu kemur fram að Þórólfur hafi framkvæmt óformlega skoðanakönnun á meðal umdæmislækna sóttvarna á landsbyggðinni og lögreglustjóra landsins um ágæti þess að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum eftir landsvæðum. Það hafi hins vegar komið í ljós í henni að mjög skiptar skoðanir hafi verið á slíkri tilhögun. „Á þessum tímapunkti þegar faraldurinn er í lágmarki alls staðar á landinu þá tel ég því ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaaðgerðum á mismunandi svæðum,“ skrifar Þórólfur Nefnir Þórólfur einnig að nýjustu útreikningar á smitstuðli bendi til þess að hann sé um 1,5 sem þýði að staðan sé viðkvæm, lítið þurfi til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Þórólfur ræddi stuttlega um þessa óformlegu könnun í Reykjavík síðdegis í gær. Umræða um það hefst þegar um 8.30 mínútur eru liðnar af viðtalinu hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margir eflaust að vonast eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Vara við fölsuðum bóluefnum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna. 8. desember 2020 12:15 Æfingabanni aflétt í efstu deildum Íþróttafólk í efstu deildum fékk góðar fréttir eftir ríkisstjórnarfund í dag. 8. desember 2020 11:56 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra sem er grundvöllur nýrra sóttvarnaraðgerða sem kynntar voru rétt fyrir hádegi í dag, en lesa má um helstu atriði þeirra hér. Þær munu gilda til 12. janúar á nýju ári. Í minnisblaðinu nefnir Þórólfur að flest smit hafi að undanförnu greinst á höfuðborgarsvæðinu. Því hafi komið upp hugmyndir um að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum á mismunandi svæðum. Samkvæmt tölum á Covid.is eru aðeins tveir í einangrun á svæði sem nær frá Hrútafirði í vestri að Djúpavogi í austri, báðir á Akureyri. 149 eru hins vegar í einangrun á höfuðborgarsvæðinu. Einangrun og sóttkví eftir landshlutum.Covid.is Í minnisblaðinu kemur fram að Þórólfur hafi framkvæmt óformlega skoðanakönnun á meðal umdæmislækna sóttvarna á landsbyggðinni og lögreglustjóra landsins um ágæti þess að beita mishörðum sóttvarnaraðgerðum eftir landsvæðum. Það hafi hins vegar komið í ljós í henni að mjög skiptar skoðanir hafi verið á slíkri tilhögun. „Á þessum tímapunkti þegar faraldurinn er í lágmarki alls staðar á landinu þá tel ég því ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaaðgerðum á mismunandi svæðum,“ skrifar Þórólfur Nefnir Þórólfur einnig að nýjustu útreikningar á smitstuðli bendi til þess að hann sé um 1,5 sem þýði að staðan sé viðkvæm, lítið þurfi til að hleypa faraldrinum aftur í uppsveiflu. Þórólfur ræddi stuttlega um þessa óformlegu könnun í Reykjavík síðdegis í gær. Umræða um það hefst þegar um 8.30 mínútur eru liðnar af viðtalinu hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margir eflaust að vonast eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01 Vara við fölsuðum bóluefnum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna. 8. desember 2020 12:15 Æfingabanni aflétt í efstu deildum Íþróttafólk í efstu deildum fékk góðar fréttir eftir ríkisstjórnarfund í dag. 8. desember 2020 11:56 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Margir eflaust að vonast eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. 8. desember 2020 13:01
Vara við fölsuðum bóluefnum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur varað við efni sem auglýst eru á netinu sem bóluefni. Skipulagðir brotahópar hafi margir nýtt tækifærið í kjölfar jákvæðra frétta af þróun bóluefna. 8. desember 2020 12:15
Æfingabanni aflétt í efstu deildum Íþróttafólk í efstu deildum fékk góðar fréttir eftir ríkisstjórnarfund í dag. 8. desember 2020 11:56
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50